Sá mikli meistari Víkingur Heiðar Ólafsson hnippti í mig í tölvupósti og bað mig um að koma þessu áleiðis. Reykjavík Midsummer Music er mjög svo áhugaverð tónlistarhátíð sem hann er að skipuleggja, þar sem farið er yfir mörk og mæri…

Ég hitti Víking í fyrsta skipti í eigin persónu á Listahátíð um daginn. Það var verið að taka upp kynningarmyndskeið fyrir hátíðina og við hittumst á ganginum. Óhætt er að segja að gólfið hafið skolfið er þessir tveir menn mættust í fyrsta sinni.

En ég held ég birti bara smá útdrátt úr bréfinu sem Víkingur sendi á mig. Það er margt vitlausara en að taka þetta dæmi föstum tökum:

 

Mig langar til að þess að segja þér frá Reykjavík Midsummer Music – http://www.reykjavikmidsummermusic.com/  –  nýrri tónlistarhátíð sem ég verð með í Hörpu 17-19 júní.

Þetta verða 4 tónleikar á 3 dögum, ég er búinn að fá til liðs við mig litríka og dýnamíska músíkanta til að spila sum af mínum uppáhalds tónverkum, m.a. horn tríó Ligetis frá 1982 sem heyrist ekki á hverjum degi og kvartett fyrir endalok tímans eftir Messiaen sem saminn var í fangabúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni. Og svo verður Megas sérstakur gestur á lokatónleikunum, bæði sem dúó með mér og með strengjakvintett í safaríkum útsetningum eftir son sinn Þórð Magnússon. Við erum ung og lítil hátíð með lítið budget fyrir kynningu, allir sem koma að hátíðinni vinna þetta af hugsjón fyrst og fremst. Við erum að láta Karólínu Thorarensen vinna stórskemmtilegt kynningarefni með viðtölum við músíkantana, fullt er þegar komið inn á https://www.facebook.com/ReykjavikMidsummerMusic og á bloggið okkar sem verður mjög lifandi fram að hátíð
http://reykjavikmidsummermusic.tumblr.com/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: