amiina: The Lighthouse Project / Vitaverkefnið
Það er svo sannarlega vert að impra aðeins á þessu frábæra máli, nýju plötunni frá amiinu sem kemur út 7. júní næstkomandi. Hér er svo gott sem tæmandi fréttatilkynning!:
THE LIGHTHOUSE PROJECT / VITAVERKEFNIÐ
amiina
The lighthouse stands alone off the beaten path, transmitting a message out across the ocean.
Sometimes, musicians seem to play a similar role: a message is being projected out into the environment,
without any guarantee that it will reach its destination.
It is impossible to say who will receive it, or to which uses it will be put.
Still, the only option is to keep on transmitting the message.
Þann 7. júní sendir hljómsveitin amiina frá sér nýja plötu sem ber nafnið The Lighthouse Project. Diskurinn kemur í fallegu bókarbroti sem er ríkulega myndskreytt en platan verður einnig fáanleg á vínyl. Tónlistin og myndirnar markast af ferðalagi sem amiina fór 2009 og spilaði hljómsveitin m.a. í vitum víðsvegar um landið en hinn langþráði draumur að gefa út þetta efni er nú loksins orðinn að veruleika.
amiina var upphaflega strengjakvartett sem stofnaður var af fjórum stelpum sem saman sóttu Tónlistarskólann í Reykjavík í lok síðustu aldar. amiina strengjakvartett varð seinna vel þekktur fyrir samvinnu sína með Sigur Rós, bæði á tónleikum sem og á plötum sveitarinnar.
Fyrsta breiðskífa amiinu, Kurr, kom út árið 2007 en áður hafði komið út EP platan AnimaminA. Hljóðheimur sveitarinnar tók stakkaskiptum þegar til liðs við amiinu gengu trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen og raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus en þeir hafa nú verið í amiinu síðan síðla árs 2009. Önnur plata amiinu,Puzzle, kom út árið 2010 við góðar undirtektir.
Það var fyrir rúmum fjórum árum sem hin fjögurra manna amiina lagði í ferðalag um Ísland til þess að leika tónlist sína í vitum og á öðrum óvenjulegum stöðum. Nýjar útsetningar höfðu verið gerðar og ný lög samin með það sérstaklega í huga að passa smærri rýmum og ná meiri nánd við áhorfendur. Sú lífsreynsla og einstaka upplifun sem fylgdi fyrstu tónleikum amiinu í vita varð þess valdandi að í þessa ferð var farið, að verkefnið varð að veruleika. Maður sem á hlýddi lýsti þeim áhrifum sem tónleikarnir í þessu umhverfi höfðu á hann: Hann sagðist hafa upplifað tónlist sem nýja reynslu þar sem hann stóð efst í vitanum, þar fann hann hvernig tónlistin ferðaðist upp til hans og í gegnum vitann og svo á endanum út á haf, eins og vitinn væri þessa stundina að varpa músík í stað ljóss út á hafið.
amiina lagði því land undir fót í sendiferðabíl sem var troðfullur af hljóðfærum, með einn ljósmyndara auk aðstoðarmanns. Ferðin var mikið ævintýri og leit stundum út fyrir að verið væri að aka út í algjörar óbyggðir og einskismannslönd til að halda tónleika á hjara veraldar.
Tónlistin sem leikin var í ferðinni var sambland af eldra efni og nýju sem átti það sameiginlegt að vera fallegt og einfalt í uppbyggingu, hljómar fyrir drauma og nýja upplifun. Á meðal laga sem flutt voru var ábreiða af lagi Lee Hazlewood „Leather and Lace“. amiina hafði átt í samvinnu við Lee aðeins nokkrum vikum fyrir fráfall hans, en þau unnu saman að lagi sem að endingu varð hans síðasta hljóðritun. Á b-hlið útgáfunnar sem Lee og amiina gerðu saman og kom út árið 2007 var að finna útsetningu og flutning amiinu á lagi Lee „Leather and Lace“. Þessi einfalda og áhrifamikla útgáfa af þessu fallega lagi er dæmi um lag sem passaði einstaklega vel við anda og efnisskrá Vitaverkefnisins.
Það var seint á síðasta ári sem amiina ákvað að heimsækja Vitaverkefnið á nýjan leik og hljóðrita lögin í þeim töfrandi útsetningum sem fengu að hljóma á vitatúrnum. amiinu fannst mikilvægt að nálgast upptökurnar líkt og á vitatónleikunum, að fylgja þeirri hugsun og því vinnuferli til enda sem hafði einkennt verkefnið frá upphafi, að finna nálægðina við tónlistina og hlustanda. Til að aðstoða sig við upptökur fékk sveitin til liðs við sig Ben Frost en Birgir Jón Birgisson sá svo um hljóðblöndun og tónjöfnun.
Það er Smekkleysa sem dreifir The Lighthouse Project á Íslandi en Sounds of a Handshake/morr music dreifir í Evrópu og Bandaríkjunum.
Lagalisti:
1. Perth
2. Hilli (Lighthouse version)
3. Bíólagið
4. Leather and Lace
5. Kola (Lighthouse version)
6. N65°16,21 W13°34,49
Lög 1,2,3 og 5 eftir amiinu, leikin af amiinu
Lag 4 eftir Lee Hazlewood, útsetning og flutningur amiina
Lög 1,2,3 og 5 hljóðrituð af Ben Frost og Paul Evans í Gróðurhúsinu. Lag 4 hljóðritað af Birgi Jóni Birgissyni og Kjartani Sveinssyni í Sundlauginni. Lag 6 hljóðritað í Dalatangavita.
Hljóðblöndun og tónjöfnun Birgir Jón Birgisson.
Hönnun og umbrot var í höndum Sigríðar Ásu, ljósmyndir teknar af Sólrúnu Sumarliðadóttur og Kjartani Sveinssyni.
Links for videos from the Lighthouse tour – done 2009 that inspired the EP.
– + – + – + – + – + –
Útgáfupartý amiinu á KEX – Fimmtudaginn 6. júní
Af þessu tilefni er boðið í útgáfuhófi sem haldið er á KEX Hostel fimmtudaginn 6. júní frá klukkan 17:00 – 19:00.
amiina mun leika tvö lög og léttar veitingar verða í boði. Hægt verður að kaupa plötuna í forsölu á sérstökum partýprís og einnig verða til sölu sex gerðir af póstkortum í tengslum við útgáfuna.
Útgáfudagur – Evrópa 7. júní / 11. júní Bandaríkin og restin af heiminum
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012