Plötudómur: ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. febrúar, 2019
Myljandi rokkkeyrsla
Dúettinn ROHT átti eina allra bestu rokkplötu síðasta árs, plötuna Iðnsamfélagið og framtíð þess.
Tvíeykið ROHT samanstendur af þeim Júlíu Aradóttur og Þóri Georg Jónssyni. Þau hafa verið giska öflugir merkisberar íslensks neðanjarðarrokks undanfarin ár, og þá í gegnum ýmis mismunandi verkefni. Blæbrigðin hafa verið ólík á milli verkefna, en í gegnum ROHT er það brjáluð og þyngslaleg keyrsla sem blífur. Þannig grípur Iðnsamfélagið og framtíð þess um kverkarnar á þér frá fyrsta tóni og sleppir ekki tökunum í þeim átta lögum sem plötuna prýða. Bera þau nöfn eins og „Ekki neitt“, „Get ekki meira“ og „Ekki snerta mig“. Níhílísk stemning, eins og lögin og plötuheitið bera með sér en samt, það er einhver gáski í gangi um leið. Erfitt að útskýra, en sum lögin fara það langt yfir strikið að brosviprur koma á andlitið. Á sama tíma er ofsinn svakalegur. Þórir syngur úr sér lungu og lifur, t.d. í „Get ekki meira“ þar sem hann öskrar, líkt og hann sé gjörsamlega búinn á því: „ÉG GET EKKI MEIRA! ÉG Á MÉR ENGAR MÁLSBÆTUR!“. Skuggalegt, myrkt, skemmtilegt og rokkandi. Þetta getur farið saman og ROHT landar þessu öllu saman með glans. Tónlistin er merkilegur samsláttur af einslags ensku rustapönki („crust punk“) og vélatónlist („industrial“), líkt og Reptilicus hefðu ákveðið að henda í plötu með Amebix. Gítarhljómurinn er feitur og sargandi, hljóðmyndin jafn svarthvít og umslagið. Eða eins og félagi minn, Árni Matthíasson, orðaði það: „Einfalt en frábærlega kraftmikið rokk með hápólitískum heimsósómatextum…keyrslan er grimm, hljómurinn hrár og Þórir orgar textana af miklum krafti.“ Tónlist er tilfinning, tónlist er viðhorf eða „attitjúd“ og fáar íslenskar sveitir nústarfandi skilja það betur.
ROHT gaf fyrst út fimm laga demó í mars 2016, sem var gefið út á forláta hljómsnældu. Hljómurinn er til muna hrárri þar, söngröddin ekki jafn knýjandi og hér og rafhljóð og -ásláttur undir groddalegri spilamennskunni. Ári síðar, febrúar 2017, kom BLÓÐ?/?HNEFINN?/?LÍF út, þriggja laga verk með samnefndum lögum. Tveimur mánuðum síðar kom svo fimm laga sjötomma út á Iron Lung, undir heitinu ROHT, og var þá tónlistin farin að færast nær því sem við heyrum hér. Síðasta sumar kom svo út deiliplata með Döpur, sem er verkefni Krumma sem er kenndur við Mínus. Nóg um umsvif eins og sést, og þessi kaldi hljómur þar sem engin grið eða afsláttur eru í boði, hefur mótast hægt og örugglega. Annað sem er lofsvert hvað þetta verkefni varðar er fagurfræðin, allt er svart og hvítt, letrið alltaf stórt og stæðilegt – hart. Þá eru varla til ljósmyndir af sveitinni og upplýsingar af skornum skammti hvað tilurð og boðskap sveitarinnar varðar. Allt er þetta í góðu jafnvægi við tónlistina sem boðið er upp á.
Vegur ROHT erlendis er þá varðaður fallegum orðum og aðdáendur neðanjarðarrokks á alþjóðavísu hafa spennt upp eyrun, enda lítið annað hægt, slík eru gæði efnisins. Platan kemur út á bandaríska merkinu Iron Lung Records sem er með bækistöðvar í Seattle, virt fyrirtæki á sviði neðanjarðartónlist sem fer út að mörkum þess mögulega. Pressaði fyrirtækið 500 vínyleintök af plötunni en auk þess er hægt að heyra plötuna á Bandcamp. Eða eins og segir í „Ekki snerta mig“: „EKKI SNERTA MIG! ÉG ER AÐ SPRINGA!!!“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012