Fréttaskýring: Dívur, fyrr og nú…

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 22. maí.
Sjá, hinar seiðandi sírenur …
Hvað er díva? Og hvað þarf til þess að vera skilgreindur svo? Er nóg að vera kynþokkafull, fjarlæg og dularfull? Eða hafa skilgreiningar breyst? Dýfum okkur í málið.
Diva útleggst gyðja á latínu og fór orðið að gera vart við sig í heimi dægurmenningar og afþreyingar um miðja 19. öld en þá fór kvenröddum að fjölga í óperuheiminum. Er fram í sótti fór þess og að verða vart í heimi kvikmynda, tónlistar, tísku o.s.frv. Orðið er iðulega notað yfir konur sem þykja skara fram úr á sínu sviði sökum hæfileika, konur sem eru öruggar og sjarmerandi og fylla upp í þau rými sem þær ganga inn í eins og að drekka vatn. Það gustar af þeim. En skilgreiningin felur það líka í sér að viðkomandi kona búi yfir viðkvæmu skaplyndi, sé kröfuhörð, frek og yfirþyrmandi. Sjálfumglöð jafnvel. Fyrri lýsingin er einhvern veginn hafin yfir vafa, það er nóg að horfa til manneskja eins og Arethu Franklin, Amy Winehouse, Madonnu og fleiri og það þarf ekkert að rökræða málin meir. Þetta eru dívur, bombur, já og amen. Seinni lýsingin er hins vegar flóknari og þessir neikvæðu eiginleikar eru meira og minna stimplun af hendi feðraveldisins sem óttast ekkert meir í þessum heimi en konur sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Að þær hafi eigin meiningar og geri jafnvel kröfur, Guð hjálpi oss!
Mig langar til að velta eðli samtímadívunnar aðeins fyrir mér. Hvernig mál hafa þróast. Hvort hægt sé að knýja á um vissa valdeflingu með því að nýta þetta eldgamla skapalón. Marilyn Monroe, Maria Callas, Judy Garland, Brigitte Bardot, allt saman dívur alla leið en óneitanlega meira undir hælnum á iðnaðinum og hinu karllæga sjónmáli (e. male gaze). Bjargráðin þarafleiðandi af skornari skammti, völd þeirra yfir eigin málum lítil.
Lana Del Rey, ein nútímadívanna, hefur leikið sér á athyglisverðan hátt með ímynd dívunnar, þá þessarar sígildu Hollywood-dívu. Hún mætti t.d. í viðtal eitt förðuð eins og Marilyn Monroe en íklædd Adidasgalla. Líkt er með Beyoncé sem hefur að mörgu leyti goldið varhug við stimplinum og tekur m.a. á honum í laginu „Diva“ (2009) en í meðfylgjandi myndbandi undirstrikar hún yfirborðsmennskuna sem fylgir dívubransanum. Þetta er afskaplega póstmódernískt, ég veit, óskoruð díva að pota í vélavirkið sem skóp hana en það er samt nákvæmlega það sem hún er að gera.
En hvað með nýju dívurnar? Eru Billie Eilish og Olivia Rodrigo dívur? Eða eru þær of gæjalegar og ekki nægilega dularfullar til að teljast slíkar? Að vera díva í dag er margslungnara, það er hægt að hlaða ýmsu ofan á skapalónið sem ég nefndi og í raun er verið að hefla það til upp á nýtt. Valdefling spilar líka stærri rullu, dívur eru ekki lengur viljalaus verkfæri í höndum vindlatottandi bollukinna í forstjórastólum heldur eru þær með umboð og færi til að gera hlutina eftir eigin höfði. Svo langt sem það nær. Iðnaðurinn er nefnilega vel eitraður ennþá af ömurlegum hugmyndum um hvernig stýra skuli málum þegar kemur að listakonum og hlutirnir breytast hægt (ef þá eitthvað finnst mér á köflum). En ekki ætla ég að enda þetta í einhverjum blús, ó nei. Við eigum nefnilega heilnæman slatta af hugdjörfum dívum sem ryðjast glæsilega áfram, biðjast ekki afsökunar á neinu og fylla upp í karl- sem kvenlæg rými eins og enginn sé morgundagurinn. Valdefldar fyrirmyndir sem taka pláss og vísa þannig veginn fyrir yngri dívur sem bíða í ofvæni á kantinum. Er það vel!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012