Fréttaskýring: Endurkoma Oasis
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 3. október.
Ber er hver að baki …
Endurkoma Oasis næsta sumar, einnar vinsælustu rokksveitar allra tíma, hefur verið nefnd sem viðburður allra tíma í þeim efnum.
Manchester-sveitin Oasis kom af gríðarlegu afli inn í breska poppheima um miðbik 10. áratugarins og sneri öllu á hvolf. Bretapoppið (e. britpop) var skyndilega málið og nýtilkomið sjálfstraust þjóðarinnar gagnvart því að stýra því hvað væri svalt og hvað ekki í dægurtónlistarefnum var að eflast eftir að Bandaríkjamenn höfðu verið á valdastóli í nokkur ár með sitt grugg. Hispursleysi Oasis og þetta-er-bara-rokk-og-ról-viðhorfið ýtti út listrænt þenkjandi, íhugulum böndum kenndum við skógláp (Ride, My Bloody Valentina) og líka samtímasveitum hennar eins og Blur, Pulp og Suede. Listaskólaára þeirra allra átti ekki möguleika þegar þessir kjaftforu verkalýðshundar hækkuðu upp í ellefu og léku sígilt rokk af gamla skólanum. Allir voru til í þetta.
Oasis fór með himinskautum næstu árin en vélin tók samt að hiksta tiltölulega snemma. Fyrir utan tónlistina hefur erfitt samband þeirra bræðra, Noels Gallaghers, gítarleikara og lagahöfundar, og Liams Gallaghers söngvara, svalað forvitnifýsn fólks, veitt því þórðargleði og tappað af hneykslunarþörf. Árið 2009 lagði sveitin svo upp laupana, Noel, eldri bróðirinn, búinn að fá nóg af bavíanahætti litla bróður. Fólk hefur beðið síðan eftir að þeir bræður græfu stríðsaxirnar og svo gerðist það loks í endaðan ágúst. Tilkynnt var um alls sautján endurkomutónleika Oasis næsta sumar og það seldist upp á þá alla á einum degi. Þegar þetta er skrifað er búið að selja sjö sinnum upp á Wembley (630.000 manns) og síðasta mánudag voru kynntir Ameríkutónleikar sem fram fara haustið 2025.
Mig grunaði að það kæmi að þessu einhvern tímann en viðurkenni að það er búið að láta okkur bíða ansi lengi. Ég hugsaði oft „getur verið að þetta risti svona djúpt?“ en þeir bræður hafa verið að skiptast á hnútum í fjölmiðlum allar götur síðan Liam henti kálhaus í Noel baksviðs eða hvað það var. The Police lét bíða eftir sér í 23 ár og Clash kom aldrei saman aftur. Mun þetta kannski aldrei gerast? Ég vissi hins vegar eitt. Að ef Oasis kæmi saman aftur þá yrði allt gersamlega kolvitlaust og það reyndist raunin. Athugum að þetta er líklega mesta strákarnir-á-pöbbnum-band allra tíma og viss kynslóð breskra karlmanna er líkast til að fara í heilu lagi á þessa endurkomutónleika. Þetta gat ekki klikkað.
Ástæður endurkomunnar eru fjárhagslegar, Noel stendur í dýrum skilnaði en auk þess hafa verkefni þeirra bræðra flogið lágt. Sólóferill Liams og sveit Noels, High Flying Birds, þetta tvennt siglir sinn miðlungssjó, þetta sleppur allt saman til, tónlistarlega sem áhorfendalega, en mun aldrei ná sömu hæðum og Oasis. Bítlarnir voru risar en sólóferill Pauls McCartneys er engu að síður mun stærra og öflugra fyrirbæri. Þannig féll þetta ekki með bræðrunum. Ég segi að pundið/dollarinn ráði öllu en það er engu að síður ekki amalegt að standa fyrir framan 100.000 manns og láta dýrka sig og dá. Það eru fleiri breytur í blöndunni.
Ég ætla að kveðja með ævintýralegri kenningu sem er fullkomlega án ábyrgðar en ég er hrifinn af henni. Öll stefgjöld Oasis renna nærri því óskipt til Noels enda samdi hann nánast öll lög og texta. Er endurkoman líka með dýpri, tilfinningalegri hætti? Er Noel að tryggja lillabró áhyggjulaust ævikvöld því að féð sem kemur inn fyrir þessa uppseldu leikvanga er svakalegt. Eru þessir vitleysingar frá Manchester að sanna fyrir okkur að hrein bræðraást er svo sannarlega til og blóð er til muna þykkara en vatn?
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012