Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 5. desember.
Hvers virði er allt heimsins prjál?
Skyndilegt fráfall Liams Paynes, sem eitt sinn var í drengjasveitinni One Direction, varð aðdáendum sem og öðrum harmdauði. Spurningar um of hátt gjald frægðarinnar hafa sprottið upp í kjölfarið.
Andlát Paynes bar að með voveiflegum hætti nú í október. Hann var ekki nema 31 árs er hann féll fram af hótelsvölum í Búenos Aíres, þá með alls kyns ólyfjan í líkamanum. Andlegt heilbrigði Paynes hafði verið æði valt lengi vel auk þess sem fíkniefnadjöfullinn hafði herjað á hann með allnokkru afli, sérstaklega eftir að One Direction, 1D, fór á flug. Payne var aðeins 16 ára þegar það ævintýri hófst en aðrir sveitarmeðlimir voru þeir Harry Styles, Niall Horan, Louis Tomlinson og Zayn Malik. Sveitin lagði upp laupana árið 2015 en eftir stendur ótrúlegur ferill og er 1D ein farsælasta strákasveit allra tíma. Sá er ritar stóðst meira að segja ekki sjarmann og þann magnaða storm sem fylgdi sveitinni en auk þess að fara með dæturnar á kvikmynd helgaða sveitinni fann hann sig dillandi sér við ofurgrípandi smelli hennar í bland við geistlegar yfirlýsingar á Snjáldru þar sem hann taldi 1D toppa landa þeirra í Take That hvað snilld viðkemur. Og er þá mikið sagt!
Í viðtölum lýsti Payne þeim veruleika sem 1D bjó við er frægðin var sem mest og er hann sorglega fyrirsjáanlegur. Handritið er í raun nákvæmlega það sama og þegar Bítlarnir tóku yfir heiminn á sjöunda áratugnum og á það við um alla ofurfrægð eftir það. Á milli tónleika er fólk meira og minna lokað inni á hótelherbergjum enda algert friðleysi utan við það, gargandi aðdáendur á öllum hornum. Svona er þessi bransi einfaldlega og í raun auðvelt – þannig lagað – að sjá inn í það sem í vændum er. En frægðin freistar, hégómagirndin tikkar í brjóstum okkar allra og flugið gamla Íkarusar, tja, það er styttra í það en maður vill trúa. Fólk hverfur inn í „búbblu“ sem er í senn himnaríki og helvíti. Og hvernig fólki reiðir af, það er afskaplega einstaklingsbundið virðist vera. Erfðir, umhverfi, uppeldi, allt spilar þetta inn í getu þína til að lifa af. Bókstaflega. Allir Bítlarnir gengu í gegnum þrotaða tíma eftir að sveitinni var lagt, náðu allir einhverjum botni á mismunandi tímum. Í dag eru Ringo og Paul McCartney hins vegar eins hressir og þeir geta orðið, menn sem eru komnir á níræðisaldur.
Allir meðlimir 1D hafa höndlað sína sólóferla með mismunandi hætti. Harry Styles er þeirra farsælastur en allir sinna þeir tónlist þó að streymistölur og eftirspurn hagi sér með ólíkum hætti.
Andlát Paynes hefur hins vegar fengið fólk til að staldra við og spyrja: Hvers virði er allt heimsins prjál? Svo ég vitni í sígildan texta Ólafs Hauks Símonarsonar. Og þar segir enn fremur: „Hvers virði er að eignast allt í heimi hér / en skorta þetta eitt sem enginn getur keypt.“ Payne hefur rætt um tómleikann, geðveikina og tilgangsleysið sem fylgdi allri keyrslunni sem hann bjó við. Fólk hefur stigið fram og sagt að strákasveitaiðnaðurinn sé afar vafasamur, ef ekki bara mannfjandsamlegur, og nægir að líta til Suður-Kóreu til að sjá grímulausu auðhyggjuna sem liggur þar undir öllum aðgerðum. En á sama tíma er meira en að segja það að ætla að snúa þessu munstri við. Hér étur kapítalisminn börnin sín með húð og hári, spýtir þeim svo ókræsilegum út áður hann snýr sér að ískaldri seðlatalningu. Mér þykir leitt að enda þennan pistil á melankólískum nótum en á sama tíma er ég bara að reyna að vera raunsær. Einhvers konar grasrótarstarfsemi, innprentun góðra gilda og rækileg innri endurskoðun gæti mögulega breytt einhverju en á meðan bankabókin bústnar er ég hræddur um að lítið verði að gert. Fræg ívitnun í Hunter S. Thompson á jafn vel við í dag og þegar henni var fyrst fleygt fram:
„Tónlistariðnaðurinn er andstyggileg, hol peningahít, langur plastkenndur gangur hvar þjófar og melludólgar fara mikinn og góðu fólki er slátrað eins og hundum. Auk þess eru neikvæðar hliðar á honum.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012