Fréttaskýring: The Cure rýfur sextán ára útgáfuþögn
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 31. október.
Sextán ára einsemd
The Cure rýfur sextán ára langa hljóðversskífuþögn á morgun með plötunni Songs Of A Lost World. Áhrif þessarar sveitar hafa verið mikil í poppsögunni og staða hennar í raun aldrei verið sterkari.
Byrjum á því að tala um þessa sterku stöðu sem ég minnist á í inngangi. Ég er að tala um vegferð svofelldra arfleifðarsveita („legacy“), hljómsveitir sem áttu farsælan feril fyrir einhverjum áratugum en njóta jafnvel enn meiri hylli í dag. Á vissan hátt. The Cure og Iron Maiden, svo ég noti skyld dæmi um þetta þó að tónlistin sé gerólík, voru risastórar á níunda áratugnum og í dag halda þær hljómleika um gervallan heim og fylla leikvanga eins og ekkert sé. Aðdáun á hljóðheimi þessara sveita gengur niður kynslóðirnar og afi og amma mæta á svæðið ásamt barnabörnunum. Fleira er hægt að tína til hvað þessa þróun varðar en óneitanlega er það merkilegt að sjá sveitir sem eru búnar að breyta tónlistarmenningunni, búnar að skila sínu í raun, njóta áframhaldandi athygli og vinsælda þó að formerkin séu lítið eitt önnur.
En hvað getum við sagt um The Cure? Hér höfum við einfaldlega mikilvægustu „goth“-sveit allra tíma (ég þýði þetta stundum sem gotarokk) og í árdaga lagði hún grunninn að ímynd þessa harðsnúna undirgeira dægurtónlistarinnar auk þess að leggja til stórkostlega tónlist sem enn hefur áhrif á samtímasveitir. The Cure, sem hefur alla tíð verið leidd af Robert Smith, söngvara, gítarleikara og aðallagahöfundi, sýndi það eftirminnilega í upphafi ferils að það er í lagi að vera feiminn, öðruvísi, vandræðalegur og skrítinn – og samt vera rokkstjarna! The Cure blómstraði í hinu svokallaða síðpönki og hafði mótandi áhrif á þá stefnu í upphafi níunda áratugarins. Drungaleg en ægifögur verk eins og Seventeen Seconds og Faith rúlluðu endalausa hringi í svefnherbergjum Bretlands og víðar. Sveitin sýndi þó enn meiri djörfung frá og með miðjum áratugi er nösku poppinnsæi var blandað við dökkvann, tilþrif sem gátu af sér lög eins og „Close To Me“, „Why Can‘t I Be You“ og „Friday I‘m In Love“ sem glymur reglubundið á Gullbylgjum heimsins.
Eitt af því sem arfleifðarböndin eiga sameiginlegt er að það er keyrt á sígildu efni frá gullaldarárunum. Skiljanlega. Það er það sem fólk vill heyra. Endurkoma Oasis felst í því að fólk er að fara að heyra lög æsku sinnar. Nýtt efni er ekki velkomið. Cure og áðurnefnd Iron Maiden geta leikið tveggja og hálfs tíma tónleika sem eru sneisafullir af slögurum og „djúpt skornum“ lögum („deep cuts“ er notað yfir lög sveita, sem eru kannski ekki þekkt á meðal almennings en njóta vinsælda og virðingar hjá aðdáendum). Nýjar plötur hafa verið að koma frá Maiden en þær standast sígilda efninu ekki snúning. Cure hafa ekki gefið út í sextán ár – þar til nú. Það er merkilegt að þrátt fyrir annaðhvort lakar smíðar eða engar bíða aðdáendur alltaf í sama ofvæninu eftir nýju efni frá hetjunum sínum. Kannski þessi plata verði snilld?
Songs Of A Lost World hefur verið að marinerast lengi vel hjá Smith og félögum og átti að koma út fyrir fimm árum. Tvö lög eru þegar komin út, „Alone“ (nema hvað!) og „A Fragile Thing“. Cure-legir titlar sannarlega. Þrjú í viðbót hef ég heyrt („And Nothing is Forever“, „I Can Never Say Goodbye“ og „End Song“) en þau fljóta um í tónleikaútgáfum á alnetinu. Allt saman hljómar þetta prýðilega verð ég að segja. Það eru gamaldags – og vel til fundin – þyngsli yfir, þetta er melankólískt, sorgarbundið og gotneskt fyrir allan peninginn. Ætli maður taki ekki bara helgina í að ráfa um þessar angistarfullu og nokk kunnuglegu slóðir? Set jafnvel á mig varalit.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012