Fréttaskýring: U2 og listræn endurvinnsla
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 28. nóvember.
Gamalt vín á nýjum belgjum …
… eða hvað? Er listafólk og hljómsveitir, eins og U2, að skrapa tunnubotn með því að endurvinna eldra efni eða er þetta verðug listsköpun? Skoðum þetta fyrirbæri út frá rannsóknargagninu How to Re-Assemble An Atomic Bomb sem er „nýjasta“ plata U2.
Ferill popparans/rokkarans er iðulega þannig að fyrst um sinn koma meistaraverkin út. Fólk er hresst, ungæðislegt og kann ekki reglurnar (sem betur fer). Gaman. Seinni hluti ferilsins er hins vegar allt annað mál. Það er hægt að keyra höggþéttan feril alla leið (Bítlarnir, Smiths) og jafnvel dæla út snilldarverkum á ævikvöldinu (Johnny Cash) en langflestir mæta hindrunum, veri það sköpunarlegar, vinsældalegar, stemningslegar, þegar fram í sækir. U2 fyllir þann flokk, hæglega, og áður en lengra er haldið; ég er alls ekki að reisa þessari frábæru sveit níðstöng. Og hef ég reyndar tekið trúna á nýjan leik, hlusta á lítið annað um þessar mundir og er orðinn sannfærður – aftur – um að þetta sé ein stórkostlegasta rokksveit sögunnar. En það er efni í annan pistil.
U2 hefur átt við ramman reip að draga undanfarna áratugi. Ekki vinsældalega, en sköpunarlega. Nýrri plötur standast seint samanburð við gullaldarplötur, líkt og hjá svo mörgum. Það þótti síðan nokkuð markvert þegar U2 kastaði inn handklæðinu ef svo mætti segja árið 2017 og hóf að flytja The Joshua Tree í heild sinni, aðferð sem er iðulega beitt af svokölluðum arfleifðarböndum. U2 hafði lengi vel hlaupið undan þeirri skilgreiningu, vildi heldur spila nýtt efni en að þræða það gamla. Kannski breytti þetta tónleikaferðalag hugarfari meðlima gagnvart því hvernig á að halda sér uppfærðum, því að hungur þeirra eftir því að vera með í „leiknum“ virðist óseðjandi og breytir þar engu um hvort andans brunnar séu þurrausnir eður ei. Í hitteðfyrra, árið 2023, kom þannig út platan Songs of Surrender sem inniheldur 40 misgömul U2-lög sem eru endurtúlkuð af sveitinni, aðallega þeim Bono og The Edge, öxulveldi sveitarinnar. Platan kom út vegna ævisögu Bono, Surrender: 40 Songs, One Story (2022).
Ég á erfitt með að ímynda mér réttlætingarnar fyrir svona verknaði, hvernig þeir seldu sér þetta á fundum, en athugið grannt að ég er sjálfur að endurhugsa aðkomu mína að svona aðgerðum – m.a. í gegnum þennan pistil – og er svona að reyna að slökkva á dragúldnum fordómum og koma að hreinu borði. Þetta sem U2 er að gera er nefnilega stundað. Hljómsveitir/listafólk endurhljóðritar eldri plötur af ýmsum ástæðum (Taylor Swift (fjárhagsástæður), Manowar (hljóm- og tækniástæður)) eða fiktar í frumútgáfum og gefur út aftur (Bítlarnir – Let it be … naked, The Replacements – Dead Man‘s Pop). Og svo má telja. Er þetta lélegt? Eða frábært? Ég held að það fari algerlega eftir samhenginu og hvernig svo tekst til.
Færum okkur nú nær rannsóknargagninu. U2 kallar How to Re-Assemble an Atomic Bomb „skuggaplötu“ móðurplötunnar, How to Dismantle an Atomic Bomb, sem út kom 2004. Platan fylgir endurútgáfu þeirrar plötu en mun einnig koma út sér og er útgáfudagurinn á morgun, föstudag. Innihaldið er óheyrð lög að langmestu, lög sem urðu til í upptökuferli móðurplötunnar.
Í afhjúpandi viðtali við Record Collector talar U2 um ósætti meðlima á milli þegar upprunalega platan kom út. Edge og Bono hafi verið sáttir en Larry Mullen Jr. trymbill og Adam Clayton bassaleikari töldu verkið hins vegar ekki klárt. Bono talar um að á nýju plötunni séu lög sem hefðu betur farið á upprunalegu plötuna og skuggaplatan sé leit að hráleika og vissri endurræsingu. Hann lýsir „Luckiest Man in the World“ sem „brjálæðislega melódísku“ ferðalagi um leið og hann og Adam tala mikið um það að þeir séu að hlusta á írska þjóðlagatónlist um þessar mundir! Nú er ég orðinn spenntur fyrir næstu hljóðversskífu! Adam Clayton á hins vegar afar athyglisverða athugasemd sem segir ýmislegt um hvar U2 er stödd í dag og maður skilur þessa plötu betur eftir að hafa lesið. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum á tímamótum,“ segir bassaleikarinn jarðbundni, þó að Larry slái honum reyndar við í þeim fræðum. „Við erum ekki að færast nær hringiðu þess sem er í tísku. Lagasmíðarnar skipta m.ö.o. minna máli í dag. Það sem við eigum hins vegar eru aðdáendurnir, sem eru í raun eins og akur sem þarf að plægja reglulega og sinna.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012