Jethro Tull: Ian Anderson ræðir við arnareggert.is!
Ian Anderson mun flytja Thick As A Brick í Hörpunni fimmtudag og föstudag. Meistarinn gaf sér tíma til að ræða aðeins við arnareggert.is af tilefninu!
1. Framhaldið af Thick As A Brick hefur fallið í nokkuð góðan jarðveg hjá aðdáendum sem gagnrýnendum. Hvað var að veltast um í kollinum á þér þegar þú ákvaðst að sækja í þennan gamla og góða brunn og búa til eitthvað nýtt úr því sem í honum er?
I.A.: „Ég var búinn að sverja það af mér í fjörutíu ár að fylgja þessu eftir! Sagðist ekki geta það, sagðist ekki vilja það. Seint á árinu 2010 fór ég svo að velta fyrir mér örlögum ungskáldsins sem talar í gegnum TAAB 1, hvað hann væri mögulega að gera í dag. Og þá opnaðist þetta fyrir mér. Ég skrifaði tónlistina og textana í febrúar á síðasta ári og við keyrðum prufuupptökur inn á band í mars. Við fórum svo í tónleikaferðalag þannig að sjálf hljóðritunin fór ekki fram fyrr en í nóvember það ár. Við æfðum í viku, tókum upp í tíu daga – alveg eins og við gerðum á sínum tíma – og svo fóru fimm dagar í að hljóðblanda og –jafna. Stærsta áskorunin í kringum þetta allt saman hefur verið að sníða til tónleikaferðalag í kringum báðar þessar plötur og alla þessa anga sem því fylgir, vefsíðuna www.stcleve.com og fésbókar- og tístsetur.“
2. Margir átta sig ekki á því að TAAB 1 var öðrum þræði ætluð sem háð í garð hins oft og tíðum yfirdrifna proggrokks. Þessi tvískinnungur var glæsilega af hendi leystur. Hvað segir þú?
I.A.: „Ég reyndi að semja plötuna þannig að um 50% af fólkinu myndi ná brandaranum. Hinir sem náðu þessu ekki þá eiga kost á því nú!“
3. Ári eftir TAAB 1 kom platan A Passion Play út en henni var fálega tekið af gagnrýnendum, ólíkt fyrirrennaranum. Hvað finnst þér um þá plötu í dag?
„Ég er nú sammála mörgum gagnrýnandanum um það verk er ég hræddur um. Hún er ofhlaðin, spennuþrungin og flækingsleg. Sumt stendur ágætlega en ég missti mig aðeins í hljóðverinu – eins og venjulega.“
4. Framsækna rokkið eða proggið var í miklum hávegum í upphafi áttunda áratugarins. En svo kom tímabil þar sem menn þurftu að læðast meðfram veggjum með Gentle Giant og ELP plöturnar sínar. En í dag eru allir í góðum gír með þetta, bæði eru nýjar hljómsveitir að fást við formið og sígildar plötur frá þessum tíma eru að fá það lof sem þær eiga svo sannarlega skilið. Áttu til einhverjar hugleiðingar um þetta handa mér?
„Tjaa – proggið hvarf aldrei fyrir það fyrsta. Það voru alltaf einhverjir sem héldu á kyndlinum í gegnum skuggatíð níunda áratugarins. Marillion t.d.. Í dag erum við með sveitir eins og Dream Theater og Porcupine Tree. Seint á áttunda áratugnum meira að segja, þá vorum við með hljómsveitir eins og Police og Stranglers sem gáfu sig út fyrir að vera pönkarar um leið og þær voru progglega þenkjandi ef við getum sagt sem svo. Í ljós kom síðan að Johnny Rotten var aðdáandi Jethro Tull og Genesis . En hann viðurkenndi það auðvitað ekki á þeim tíma.“
5. Nú ertu búinn að sækja bæði Aqualung og Thick As A Brick heim á nýjan leik. Hvað næst? A Passion Play? Broadsword and the Beast? Ný plata?
„Ný plata. Þetta verður konseptbundið proggrokk á nýjan leik, dálítið þungt og dálítið dimmt. En ég er enn að vinna í nokkrum hugmyndum. Ég mun samt ekki komast í að vinna neitt í þessu að ráði fyrr en í janúar 2013. TAAB tónleikaferðalaginu lýkur ekki fyrr en í nóvember 2013!
6. Heyrir þú eitthvað í gömlum félögum þínum, mönnum eins og Barrie Barlow, John Evan eða Jeffrey Hammond?
„Ég hitti Barrie fyrir nokkrum vikum síðan. Hann hefur ekki verið að tromma mikið undanfarin 15 ár eða svo. Hann spilaði samt aðeins með okkur í Royal Festival Hall í London fyrir þremur eða fjórum árum síðan. Hann hefur verið að vinna með einhverjum hljómsveitum undanfarin ár veit ég. Martin Barre er sá eini af félögum mínum frá áttunda áratugnum sem er enn að spila. Hann er að spila núna með hljómsveitinni sinni á meðan ég keyri þetta TAAB tónleikaferðalag. Ég hitti John Evan á síðasta ári í Melbourne þar sem hann býr nú. Jeffrey Hammond kom á svið í Manchester um daginn til að segja halló en hann, líkt og JE og BB, spila ekki lengur á hljóðfærin sín. Meðlimir í Tull hafa verið 28 síðustu 44 árin. Ég hef haft yndi af því að spila með þeim öllum. Allir meðlimir hljómsveitarinnar sem kemur með mér hingað hafa þá á einum eða öðrum tíma komið fram sem meðlimir Tull.“
7 Responses to Jethro Tull: Ian Anderson ræðir við arnareggert.is!
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Glæsilegt!
Hef ekki gaman af sveitinni en þetta er mjög flott viðtal.
Jói hvað er það sem þú fílar ekki við sveitina,er það kanski þegar kusurnar sleikja upp í nasirnar á sér ?
kusur og nasir. erum við að tala um atom heart mother?
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV1D43FA13-C43A-451B-964D-4BC8483DFA5C?fb_ref=top&fb_source=timeline
Merkilegt að menn hætti bara að spila á hljóðfærin sín.
[…] Anderson nokkrum sinnum, eitt tekið sérstaklega fyrir þessa síðu er Anderson kom hingað í fyrra. Það er bölvanlegt að missa af þessu verð ég að segja og við ykkur hin segi ég: Góða […]