Minningargrein: Mark Hollis (1955 – 2019)
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 23. febrúar, 2019
Nostrað við poppið
Mark Hollis, fyrrverandi leiðtogi hljómsveitarinnar Talk Talk, féll frá í vikunni. Framlag hans til tónlistarinnar var merkilegt og viðbrögðin úr þeim heimi eru óvenju mikil og tilfinningaþrungin.
Fyrsta opinbera greinin sem ég skrifaði um tónlist var um Talk Talk og Mark Hollis. Þetta var árið 1996 og Kristín Björk Kristjánsdóttir (kira kira) var að gefa út lítið tímarit („zine“). Greinin mín bar nafnið „Er Mark Hollis Guð?“ og innihélt pælingar mínar um síðustu plötu Talk Talk, Laughing Stock (1991). Hátimbraður titill, og næsta grátbólginn, en fullkomlega eðlilegur að mér fannst, miðað við umfjöllunarefnið. Ekkert hefur breyst hvað þá sýn mína varðar, svo ég sé alveg heiðarlegur. Hollis hafði verið vandlega utan við sviðsljósið undanfarin tuttugu ár, var í raun „hættur“, og lifði hefðbundnu fjölskyldulífi í Wimbledon, London (og fór stundum í vélhjólatúra með öðrum feðrum í hverfinu). Ég var búinn að sætta mig við að heyra ekki nótu af tónlist frá honum framar, en að hann væri búinn að yfirgefa jarðvistina, það var erfiðara (Hollis var 64 ára, dánarorsök hefur ekki verið staðfest enn). Tónlist hans fyllti stofuna á þriðjudaginn, á meðan fjölskyldan borðaði sinn vikulega chili-rétt, og faðirinn brynnti músum á meðan.
Engin tónlist hefur haft jafn djúp áhrif á mig og tónlistin sem er að finna á tveimur síðustu Talk Talk-plötunum, Spirit of Eden (1988) og áðurnefndri Laughing Stock. Áhrifunum er ekki hægt að koma í orð, þótt ég sé að gera tilraun til þess hér. Það er engu líkara en Hollis hafi verið beintengdur við almættið og þessi djúpfegurð sem lá í sköpun hans hefur snert við glettilega mörgum. Prófið að fletta upp lögum á youtube af þessum plötum og skoðið athugasemdirnar. Sjálfur mun ég aldrei skilja hvernig tíminn stoppar hreinlega þegar þessi tónlist fer af stað. Í henni er sannur heilunarmáttur sem ég vona að sem allra flestir uppgötvi og komist í tæri við.
Þróun Talk Talk er merkileg og að sönnu einstök í popp/rokksögunni. Sveitin byrjaði sem nokkurs konar Duran Duran fátæka mannsins, en snemma fór að bera á miklum metnaði og tilraunamennsku, sem heyrist afar vel á þriðju plötunni Colour of Spring (1986). Engu að síður er sveitin enn að vinna með tiltölulega hefðbundið lagasnið.
Það er síðan á áðurnefndum plötum sem eitthvað allt annað fer í gang. Áhrif frá Can, Miles Davis og nútímatónlist. Afstraktdjass. Sveim og furðulegheit. Skringileg hljóðfæri, taktskiptingar o.s.frv. Hollis og félagar voru einstrengingslegir, með sterka listræna sýn, og Hollis gat ekki verið meira sama um kröfur útgefandans, sem var risinn EMI. Segir sagan að yfirmaðurinn hafi farið að gráta þegar hann heyrði Spirit of Eden. Ekki er vitað hvort það voru fegurðartár eða sorgartár, þar sem það var ljóst að það var engin leið að koma lögunum í útvarpið, hvað þá selja afurðina.
Vegur Talk Talk hefur hins vegar farið vaxandi með hverju ári. Nýjar kynslóðir uppgötva þetta efni og frelsast. Viðbrögðin eru venjulega á eina leið; eins og hlustendur hafi bókstaflega „himin“ höndum tekið. Þetta sést líka á viðbrögðum kollega Hollis úr tónlistarheiminum; áhrifin voru augsýnilega mikil og djúp.
Ég gæti skrifað um þessa tónlist og þennan mann lengi lengi en langaði bara til að kveðja, formlega, eins og ég sagði hæ, formlega, árið 1996. Skrif frá aðdáanda, sem ég fann á youtube undir laginu „New Grass“, sitja í mér. Þau eru einfaldlega svona. „Það var ótrúlega fallegt sólarlag hjá okkur í kvöld. Þetta hlýtur að hafa verið þú.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012