Músíktilraunir 2025: Undankvöld 1 og 2

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, þriðjudaginn 1. apríl.
„Þið eruð frábær, alveg frábær …“
AF MÚSÍKTILRAUNUM
Vorboðinn ljúfi, Músíktilraunir, heilsaði okkur fallega á fimmtudegi. Kvöldin eru að verða bjartari og Harpa tók vel á móti mér þar sem ég renndi í hlaðið með samdómara, iðandi í skinninu yfir því að fá að berja tónlistarlega framtíð Íslands augum jafnt sem eyrum í Norðurljósasal hússins eins og undanfarin ár (og áratugi reyndar).
Það var hin skemmtilega nefnda Nógu gott sem hóf leik þetta árið. Fyrsta lagið var afar strípað, einföld grip sem minntu helst á frumstæða slagara á borð við „Wild Thing“ eða „Louie Louie“. Lagið tikkaði í sama takti út í gegn, löturhægt og vart samhangandi en það var um leið eitthvað mjög svalt við einmitt þá áferð. Seinna lagið var úr sömu hillu, hálfgildings eðjurokk („sludge“). Hér er ýmislegt sem hægt er að vinna með, ef frekar er æft. Bíóborg er dúett tveggja félaga sem hittast um helgar og „gera upp vikuna“. Fallegt konsept og tónlistin ballöðukennd þjóðlagatónlist með varðeldskeim. Fyrra lagið afbragð þar sem texti og vel útsettur söngur heillaði. Seinna lagið var hins vegar lakara og fremur óinnblásið. Vinirnir voru öruggir á sviði og það væri vel hægt að taka þetta samstarf lengra. Ann Lemon spilaði tilfinningaþrungið nýbylgjurokk að hætti níunnar eins og unga fólkið myndi segja. Spilamennska vel losaraleg en samsöngur ágætur. Frekari viðvera í skúrnum getur bætt úr einu og öðru.
Hljómsveitin j. bear and the cubs var hins vegar svo gott sem fullsköpuð. Jasper Matthew Bunch, leiðtoginn, hefur keppt áður á Músíktilraunum, með Little Menace, en j. bear og félagar áttu lítið skylt við þá sveit. Skemmtilegt, stuðvænt þjóðlagapopp með reglubundnum, smáskrítnum uppbrotum. Vel samin lög og sjarmi tilfinnanlegur.
Murder for Profit (hvílíkt nafn!) lék hrátt, skrönglandi bílskúrsrokk. Pönkað þungarokk með léttum nýþungarokksvísunum. Lögin fóru í dálítinn graut verður að viðurkennast og þétting nauðsynleg, sem vel er hægt að koma á með frekari æfingum.
Dóra & Döðlurnar eru reynsluboltar þegar að Músíktilraunum kemur en þær voru að keppa í fjórða sinn. „Fíkn sem við viljum ekki læknast af,“ sagði Bára Katrín söngkona og gítarleikari, Nashvilledrottning sem fæddist óvart á Íslandi. Sveitin er orðin þrælþétt, samsöngur góður og lög sömuleiðis, sem taka jafnt frá Taylor Swift og Írafári. Poppmeðvitundin er í hæstu hæðum hjá Döðlunum og lögin sem sniðin inn í leikvangana. Stórmerkilegt mál í rauninni. Ég var hrifinn af Daníelu Ehman. Ein með gítar, lögin ástríðufull og hljómagangur furðulegur. Minnti mig á Reginu Spektor og Ástu okkar (Sykurbað, 2019). Efnilegt mjög.
Spiritual Reflections kom ákveðin til leiks, samstæður klæðnaður og skarti skrýdd söngkona. Tónlistin tiltölulega þétt, lögin flókin (og aðeins verið að spila upp fyrir sig) og sveitin komst á gott skrið á köflum. Vasaútgáfa af Tool með sírenu í framlínunni. Stíll yfir bandinu og möguleiki á ýmsu þarna. Bjarki Berg er rappari af Skaganum og gerði sitt vel. Poppað flæði en „skandinavíski“ sársaukinn skammt undan. Bjarki stóð keikur á sviðinu og skilaði sínu fumlaust. Wendigo frá Selfossi sleit svo kvöldi. Fyrsta lagið fremur hefðbundið þungarokk en hlaðið í smá svartmálm í seinna laginu. Söngkonan Þórunn lyfti því ágætlega en lagið endaði engu að síður úti í skurði, sýnileg óvissa um hvernig best væri að loka því. Úrslit kvölds voru svo þau að salur valdi Spiritual Reflections áfram og j.bear & the cubs hlutu náð fyrir augum dómnefndar.
Undanúrslitakvöld tvö hófst með fjölmennri sveit en Big Band Eyþórs taldi tíu manns á sviði. Brass í hávegum haft og ég fékk smá Ðí Kommitments strauma í kroppinn. Grúvandi, bláeyg sálartónlist sem náði landi og vel það. Spilamennska þétt og góð og söngur rífandi flottur. Bæði lögin stórgóð og meira að segja boðið upp á smá skringilegheit í seinna laginu. Ari Smárason er trúbadúr sem var að viðra sig almennilega í fyrsta sinn. Gítarslátt kann hann upp á tíu en sjálf lögin voru hálfköruð og textar moðkenndir. En. Hann „gerði“ þetta eins og hann talaði um sjálfur. Hin vestmanneyska Þögn vakti verðskuldaða athygli í fyrra fyrir hráa en stórskemmtilega framfærslu. Það var hins vegar lítið að frétta í ár. Ég hleypti brúnum yfir því að lag frá síðustu tilraunum var endurflutt og glænýja lagið var heldur máttlaust. Glæsilegt band, stuð í bæ en það mætti alveg huga betur að sjálfri tónlistinni. HVFFI flutti drungalegt dramarapp og gerði það með þeim tilþrifum sem smíðarnar kölluðu á, gekk firrtur og fnæsandi um sviðið og andinn giska sannfærandi meðan á flutningnum stóð. Splitting Tongues hristu svo rækilega upp í kvöldinu með myljandi öfgarokkskeyrslu. Vel samið og vel flutt grændkor, sérstaklega var seinna lagið gott. Trommuleikur einnig skemmtilegur og tríóið jafnhattaði salinn með sannfærandi hætti. Borgir tóku þátt í tilraununum í fyrra og þá glitti í eitt og annað en þetta ár var furðulegt. Lögin voru meira stemmur/stef en fullburða lög, mjór gítarhljómurinn, sem ég fíla nokkuð vel reyndar, var hreinlega of mikið til baka. Hér þarf að fara aftur að teikniborðinu.
5K lék risastórt popp, hálfgert leikvangapopp, og sveitin vel örugg í fyrsta laginu. Gríðarvel sungið og meðlimir með á nótunum. Stemning. Seinna lagið var síðra og það vantaði dálítið upp á þéttleikann. En tilkomumikið var þetta, sannarlega. Undur er listamannsnafn Urðar Óliversdóttur. Hún var með í fyrra og stóð sig vel. Hún er vaxandi, framtíðarmanneskja eins og ég segi gjarnan. Fyrra lagið mjög flott, hæfilega furðulegt og flutningurinn frábær. Smá gugusar yfir. Seinna lagið, sem var óður til systur hennar, var hjartatosandi. Einlægt og fallegt. Eins gott að fylgjast með Urði í framtíðinni (plata með Undri kemur út í þessum mánuði).
Selfysska þungarokkssveitin Impazzive lék heldur hefðbundið þungarokk, fyrra lagið var rumið en það seinna fékk „hreina“ rödd. Sæmilegasta keyrsla náðist á köflum en í lokalaginu var bandið komið rækilega af teinunum, líkt og verið væri að troða inn eins mörgum og ólíkum köflum og hægt var. Hafaldan var merkileg. Söngspíran, átján ára, er poppstjarna af Guðs náð, leit út eins og helsvalur söngvari frá miðjum áttunda áratugnum. Þröngar Robert Plant-gallabuxur og „mullet“ í hæsta gæðaflokki. Fyrra lagið fór einkar vel af stað og söngurinn hreif mann með sér. Í upphafi a.m.k. Það gekk síðan hratt á tankinn og ljóst að ýmislegt þarf að þétta og bæta. Mér líst vel á skapalónið þarna. LucasJoshua flutti okkur iðandi raftónlist, taktvæna og gáskafulla. Sumarlega jafnvel. Lucas komst mjög vel frá sínu. Úrslit urðu svo þau að Þögn fór áfram á sal og dómnefnd hleypti Big Bandi Eyþórs áfram.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012