Músíktilraunir 2025: Undankvöld 3 og 4

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, miðvikudaginn 2. apríl.
Það er von í lofti
AF MÚSÍKTILRAUNUM
Laugardagskvöld og ekkert stöðvar Músíktilraunir. Þriðja kvöldið rúllaði af stað með rokksveitinni Rown (af hverju ekki Rán?) frá Laugum í Reykjadal. Alla leiðina frá Norðurlandi eystra takk fyrir. Stuðningsfólk frá heimahögunum fyllti Norðurljósasal Hörpu og stemningin gríðarleg. Tónlistin sjálf var sérkennileg þungarokkssamsuða, eins slags þungarokkspopp og í lagi tvö gætti víkingarokksáhrifa. Framfærsla öll var hins vegar heldur óþétt og stælar og stílæfingar áttu það til að skyggja á.
Guðbrandur Örn leikur poppað kántri að hætti Zachs Bryans, nokkuð sem hann gerði í fyrra sömuleiðis. Guðbrandur syngur mjög vel og leikur, nákvæmlega ekkert út á það að setja, en við erum langt frá því að finna upp hjólið hérna enda ekki tilgangurinn.
Geðbrigði rifu þakið af Norðurljósum. Stórkostlegt suddapönk, beinustu leið neðan úr kviku, og var ástríðan slík að maður varð orðlaus. Andi PJ Harvey, Bikini Kill og fleiri hetja var ræstur fram í gegnum magnaðan söng Þórhildar Helgu og félagar hennar gáfu henni ekkert eftir. Sturlað!
Aoife O’Brien er írsk/bresk söngkona búsett hérlendis. Tónlist hennar var vel samin og glúrin, hljómar ekki alltaf þeir augljósustu. Smá Fiona Apple á köflum, melankólía einnig og O’Brien kláraði þetta vel.
Fjöður flutti raftónlist, m.a. undir áhrifum frá GusGus og KUSK, sem heyrðist. Sviðsframkoman var kynleg, já, forvitnileg og leikræn eiginlega. Það var á köflum eins og þetta væri æft. Einu má um það gilda, það var eitthvert „x“ þarna. Það er margt hálfkarað hjá Fjöður eins og er en ég er bjartsýnn á bætingar næstu misserin.
Scatterbrayn lék rólyndis popprokk, alls ekki slæmt þó að fokheldisbragurinn væri allnokkur. Viðkunnanleg ára yfir sveitinni.
Gravity is Optional skartaði söngvara með staf og líkmálningu, líkt og litli frændi Kings Diamonds væri mættur. Bara ef tónlistin hefði endurspeglað þessi tilþrif að einhverju leyti, en hún var ófókuseruð í meira lagi, ókennileg popprokkssúpa, sem sveitin bauð reyndar upp á í fyrra líka.
Brekibach gerði mig orðlausan öðru sinni þetta kvöldið. Mér leið eins og ég væri staddur í Twin Peaks-þætti á tímabili. Breki stóð þarna, með sólgleraugu frá sjötta áratugnum, spilandi á gítar og syngjandi mæðulega eins og hann væri áttræður. En minnti líka á E, söngvara Eels. Í lagi tvö var harmónikka mætt, undir henni drunubassi, og súrrealíska stemningin bara jókst. Þetta var einhvern veginn undurfurðulegt og æðislegt á nákvæmlega sama tíma.
Sót mætti með rokkið, söngvarinn með fráhneppta skyrtu og tónlistin órætt þungarokk. Köflótt framfærsla dálítið, stundum losaraleg en stundum þétt, sjá „Iron Maiden“-kaflann í fyrsta laginu.
Nuclear Nathan er góðkunningi Tilraunanna og komi hann fagnandi. Framfarir ár hvert, hann leggur fyrir sig nokkurs konar mjúkrapp, hvar r og b-áferð er einkennandi. Nathan/Nathanael var öruggur sem ástríðufullur í báðum sínum lögum og má vel við una.
Spældu eggin hljómuðu dálítið eins og nafnið gefur til kynna. Þreytt og óspennandi rokk með textum sem virtust spunnir á staðnum. Emil Atlason, gítarleikari og söngvari, átti þó ágæta spretti í seinna laginu. Salurinn valdi svo Rown áfram en dómnefnd hleypti Geðbrigðum í gegn.
Lokakvöldið hófst með tilfinningarokki frá Hveragerði og voru það Slysh sem upp á það buðu. Grallaraþungarokkið frá því í fyrra hefur nú vikið fyrir hökustrjúkandi „emo“ að hætti My Chemical Romance. Meðlimir voru flottir á sviði sem áður, með bestu hárgreiðslur tilraunanna, og trukkuðu alveg sæmilega í gegnum stílinn sinn nýja. Í seinna laginu, sem bar með sér nettar Ghost- og jafnvel Muse-vísanir, spiluðu þeir upp fyrir sig, réðu ekki alveg við epíkina og kaflaskiptingarnar en það var bara krúttlegt.
Greta Olafs kom með skandinavíska strauma inn í Norðurljósasalinn, enda í tónlistarnámi í Þrándheimi. Einlæg sviðsframkoma og sjarmerandi en lög kannski helst til einföld. Eins og er.
Asbest lék sæmilegasta „Músíktilraunarokk“ eins og ég kalla það, þéttleiki svona og svona, lög svona og svona en ástríða fyrir framkomunni tilfinnanleg. Rými til bætingar og lofandi var þetta.
Spacement er dúett frá Akureyri. Tónlistin drungalegt „industrial“-teknó með raddleiðréttum („autotune“) söng. Hófst ágætlega en lopinn var teygður úr hófi fram í lokalaginu.
King Standard (frábært nafn!) léku sér með einhvers konar sýrulegið áttunda áratugar rokk. Óþétt frekar, söngur lakur en bassafanturinn í bandinu var skemmtilegur.
Út í hött frá Selfossi var brött og forvígisstúlkurnar töff og sjarmerandi. Tónlistin samt of mikið út um allt og sérstaklega var grunnt á seinna laginu, sem var án söngs.
Elín Óseyri var frábær. Nítján ára og í fyrsta sinn á sviði en það var eins og hún væri hokin af reynslu. Tónlistin píanóballöður með góðum textum (sérstaklega var seinni textinn vel ortur, yrðing á fallvaltleika ástarinnar). Feilnótur á stjákli en Elín brenndi í gegnum þetta allt saman eins og sú sem valdið hefur.
Kyrsa var sömuleiðis flott, rokkband hvar söngkonan Guðrún Gígja fór á kostum. Rokkið holdi klætt og mikið sem þetta var hressandi! Guðrún hefur keppt nokkrum sinnum áður, með ýmsum verkefnum, en þetta er klárlega fjölin hennar.
Flórurnar voru einnig með í fyrra, lög þeirra stuðandi gáski undir ljóðaslammshætti. Fyndið og kraftmikið, litlu frænkur CYBER á einhvern hátt og munnurinn kirfilega fyrir neðan nefið.
Richter var 42. atriði Músíktilrauna þetta árið og það síðasta. Kraftmikið þungarokk með vísunum í Limp Bizkit og Slipknot. Gítarleikarinn með grímu og allt. Gríðarleg gírun á sviði en útkoman úr öllum hamaganginum ekki eins sannfærandi.
Úrslit urðu svo þau að Asbezt fór áfram á sal en dómnefnd valdi Elínu Óseyri til áframhaldandi þátttöku. Einnig ákvað hún að Splitting Tongues og LucasJoshua ættu erindi í úrslit.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012