Músíktilraunir 2025: Úrslitakvöldið

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, þriðjudaginn 8. apríl.
Úr dýpstu iðrum
AF MÚSÍKTILRAUNUM
Það er andvarpað í hljóðnema. Röddin titrar af … óþoli, spennu … hræðslu? Blanda af þörf til að tjá eitthvað um leið og röddin ber það með sér að sá sem hana á er magnþrota. Og lagið er ekki byrjað. Það er eitthvað heillandi við þetta. Röddina á Þórhildur Helga Pálsdóttir söngkona Geðbrigða. Og á næstu tíu mínútum gerist eitthvað sem hefur aldrei sést á sviði í Músíktilraunum. Þórhildur gefur sig bókstaflega alla, félagar hennar fylgja henni af ástríðu sömuleiðis og hrátt pönkrokk sveitarinnar – sem særir fram anda PJ Harvey, Bikini Kill, Slits og Birthday Party – leggur einfaldlega salinn. Ég fékk gæsahúð, hnút í magann og komst í andnauð. Ég er enn að jafna mig á þessu. Og fyrsta sæti Músíktilrauna 2025 var þeirra. Eðlilega.
Spriklandi raftónlist
Kvöldið, úrslitakvöld Músíktilrauna þetta árið, hófst annars með dulúðugu, nett progguðu rokki Spiritual Reflections. Maður hugsar um sveitir eins og Nightwish, Evanesence jafnvel. Anna Fanney söngkona er flott í stafni. Epík Opeth á sveimi og goth-straumar leikandi um. Framfærsla öll á þessu er þó enn fokheld eins og er og óþéttleiki gerði vart við sig. Lögin þá skringilega samsett og lopinn oft fullteygður. Það er hins vegar metnaður í sveitinni og ýmislegt hægt ef haldið er á spöðum næstu misseri.
Splitting Tongues var skemmtileg í undanúrslitunum, hressandi og keyrsluríkt grændkor. Þriðja lagið, en nú fluttu sveitir og listafólk þrjú lög en ekki tvö, var óeftirtektarvert og sett þeirra félaga féll dálítið flatt verður að segjast.
LucasJoshua er efnilegur raftónlistarmaður og stóð sig með sóma, rétt eins og á undankvöldinu. Tónlistin hans er fremur óræð, „spriklandi raftónlist“ punktaði ég hjá mér. Skemmtileg, litrík og fjörug, vaðið úr einu í annað, oftast til heilla en um leið er eitt og annað sem má alveg tálga til.
Óslípaður demantur
Þeir komu öruggir til leiks, j. bear & the cubs, með sitt stuðvæna, vel samda þjóðlagapopp. Konseptið er á hreinu, ára góð leikur um félagana og eiginlega ómótstæðilegur sjarmi í gangi, sérstaklega fyrir tilstilli leiðtogans, Jaspers Matthews Bunch.
Þögn lék þrjú lög að hætti hússins og María Fönn söngkona er forvígiskona af Guðs náð. Sveitin var meira sannfærandi en á undankvöldinu, tætti í gegnum lögin af öryggi.
Big Band Eyþórs gerði og sitt með glans líkt og síðast, stórsveitarstemningin alvöru, grúvið gott og söngur sömuleiðis. Ellefu manns á sviði, þverflautuleikari kominn um borð og brassið á fullu stími.
Popprokk Asbezt er í mótun, sveitin er ung og samhæfingu enn nokkuð ábótavant. Það er hins vegar mikil ástríða í bandinu, sérstaklega í þeim Urði Óliversdóttur og Elínu Margréti Guðmundsdóttur. Óslípaður demantur eins og stundum er sagt.
Dularfull og svöl
Elín Óseyri vakti verðskuldaða athygli á undankvöldinu, sviðsframkoma upp á tíu og þrátt fyrir ungan aldur eitthvað svo langt komin samt. Sú staðreynd að hún flutti þrjú lög afhjúpaði eilítinn veikleika, þann að lögin hennar eru fulleintóna eins og er. Ég er hins vegar mikill aðdáandi texta hennar sem fjalla um fláráðar ástir, löngun, þrár og breyskleika elskandi manneskja. Berskjaldandi mjög og hugdjarft.
Rown frá Laugum mætti ákveðin til leiks og hálf sveitin í salnum, virtist vera. Epískt þungapoppið glumdi, og svei mér þá, áhrif frá aldamótapoppi Írafárs merkjanleg. Trymbillinn átti góða spretti en melódramatískir sviðsstælar restarinnar eru nokkuð sem mætti hugsa um. Ríkey Perla söngkona var hins vegar svöl. Dularfull og svöl.
Ótrúleg frammistaða
Geðbrigði luku svo kvöldi með hreint út sagt ótrúlegri frammistöðu eins og ég lýsi hér að framan. Söngur Þórhildar rífur upp allan sársauka kvenna fyrr og nú og eimar hann niður í öskur sem tætir í manni taugarnar. Þið, sem finnst ég vera að ýkja, hefðuð bara þurft að vera þarna. Og að sjá þau öll, svona einbeitt og ákveðin, snerti mann djúpt. Hér er sveit sem vert er að fylgjast með á næstunni.
Geðbrigði hömpuðu síðan fyrsta sætinu eins og fram kemur í upphafi. Í öðru sæti hafnaði j. bear and the cubs og Big Band Eyþórs landaði því þriðja. Hljómsveit fólksins var valin Rown. Einstaklingsverðlaun voru þessi: Söngur: Þórhildur Helga Pálsdóttir í Geðbrigðum. Bassi: Aliza Kato í Nógu gott og Kyrsa. Hljómborð/píanó: Eyþór Alexander Hallsson úr Big Bandi Eyþórs. Gítar: Ísleifur Jónsson í Sót. Trommur: Þorsteinn Jónsson úr Big Bandi Eyþórs. Rafheili: Lucas Joshua Snædal Garrison (LucasJoshua). Höfundaverðlaun FTT fóru til j. bear & the cubs og verðlaun fyrir íslenska texta féllu Geðbrigðum í skaut.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012