Natalie Merchant: Að finna eigin rödd
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 3. maí, 2014]
Allt eins og blómstrið eina
• Natalie Merchant, fyrrum söngkona 10,000 Maniacs, gefur út plötu
• Sú fyrsta með frumsömdu efni í þrettán ár
Natalie Merchant er uppáhalds-söngkonan mín. Engin söngkona hefur komist jafn langt inn í kvikuna í mér og hún. Það er eitthvað við þessa rödd hennar sem á í mér hvert bein. Dimm og nokk djúp (eins og þær voru margar er Merchant steig fyrst fram á níunda áratugnum; Tracy Chapman, Tanita Tikaram o.fl.) og oft teygir Merchant dramatískt á henni, lætur hana titra á áhrifaríkan hátt og fer jafn létt með að syngja háar, tilfinningaþrungnar nótur og dýpri, íhugulli parta, þar sem hún virðist meira tala en syngja. Röddin er í grunninn löngunarfull og sorgbundin (kannski er það sá eiginleiki sem er að ná svona til mín) en þó er það viss þverstæða sem sveipar hana mestu göldrunum. Röddin er nefnilega tær og saklaus, barnsleg á stundum en um leið er eins og hún komi frá konu sem er hokin af reynslu. Í þessari litlu hnátu var greinilega gömul sál.
Brjálæðingur
Eftir helgina kemur sjötta sólóplata Merchant út. Það er hið virta útgáfufyrirtæki Nonesuch Records sem gefur út en það stóð einnig að síðustu plötu, hinni metnaðarfullu Leave Your Sleep (2010). Áður við höldum til móts við plötuna nýju er þó nauðsynlegt að varpa nokkru ljósi á feril Merchant. Hún kom fyrst fyrir sjónir (og eyru) okkar sem meðlimur háskólarokkssveitarinnar 10.000 Maniacs sem var á meðal forvígissveita gáfumannapoppsins svokallaða. Smiths, Lloyd Cole og Housemartins sáu um slíkt í Bretlandi á meðan R.E.M., Suzanne Vega, Indigo Girls og 10,000 Maniacs sáu um að vera alvarleg hinum megin við hafið. „Brjálæðingarnir“ náðu hæstu hæðum með plötunni In my Tribe (1987) og voru áberandi í áðurnefndum fræðum nokkuð fram á tíunda áratuginn (einhver fjölmiðillinn kallaði Merchant „Madonnu hins hugsandi manns“). Merchant sagði hins vegar skilið við sveitina árið 1993 og hóf sólóferil. Fyrsta plata hennar af því taginu, Tigerlily, kom út 1995 og seldist vonum framar. Þessi árangur var þó að mestu bundinn við Bandaríkin. Fleiri plötur fylgdu en síðasta plata hennar með frumsömdu efni eingöngu kom út árið 2001 (Motherland). Í kjölfarið sagði hún skilið við útgáfuna sína, Elektra Records, og poppheiminn um leið. Hún fór þess í stað að rækta garðinn sinn í Hudson-dalnum þar sem hún býr (í New York fylki) og tónlistinni hefur hún veitt í jaðarbundin verkefni eins og heyra má m.a. á þjóðlagatónlistarplötunni The House Carpenter’s Daughter (2003) og áðurnefndri Leave your Sleep sem inniheldur tónlist við ljóð þekktra og óþekktra skálda.
Eigin rödd
Merchant segir í kynningarmyndbandi sem hangir uppi á Nonesuch síðunni að hún hafi verið farin að finna hjá sér þörf til að koma eigin tónlist og textum út. Að platan heiti eftir henni sjálfri sé engin tilviljun þar sem hún finni í fyrsta skipti fyrir raunverulegu öryggi í garð þess sem hún er og getur.
„Hér áður fyrr var togað í mann úr öllum áttum og ég hafði litla tilfinningu fyrir því, þannig lagað, hver ég raunverulega var,“ segir hún. „En ríkari skilningur á slíku kemur óhjákvæmilega með aldrinum, reynslunni. Það er fyrst þá sem maður getur þekkt „eigin rödd“. Virginia Woolf sagði að Mrs. Dalloway væri fyrsta bókin sem hún hefði skrifað með þessari rödd og þá var hún 43 ára.“ Merchant segir þá að ævikvöld manneskjunnar sé og til umfjöllunar. „Ég var hugsi yfir því hvernig manneskja eins og ég eldist í þessum bransa. Ég er að starfa í heimi sem hefur lítið rúm fyrir eldri konur en það er ekkert sem segir að það sé ekki hægt að gera hlutina af reisn og heiðarleika. Ég hef ekki áhuga á öðru í dag, með tónlistinni, en að reyna að vera sönn. Það er það eina sem ég hef vald yfir þegar allt kemur til alls.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012