Nick Cave: Og sjá … hann er manneskja!
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. september, 2014
Á mörkum draums og veruleika
• Kvikmyndin 20.000 Days on Earth hefur Nick Cave að viðfangsefni
• Einhvers konar skáldveruleikabundin naflaskoðun
Ég brá mér í kvikmyndahús um síðustu helgi ásamt nokkrum tónelskandi feðrum úr hverfinu (sex karlmenn á fimmtudagsaldri saman í bíó!?). Tilefnið var ærið, kvikmyndin 20.000 Days on Earth, sem fjallar um Nick Cave, var að detta í almennar sýningar en hún var fyrst viðruð á Sundance-hátíðinni fyrr á þessu ári (þess má og geta að hún var opnunarmynd Short&Docs-h;átíðarinnar í Reykjavík í apríl). Myndin atarna hefur fengið frámunalega góða dóma og ég var forvitinn um hvað það væri sem myrkrahöfðinginn lumaði á uppi í stífpressaðri erminni. Tildrög myndarinnar eru þau að árið 2009 var kvikmyndagerðarfólkið Iain Forsyth og Jane Pollard fengið til að útbúa fjórtán stuttmyndir sem fylgdu endurútgáfu á plötum Nicks Cave og sveitar hans The Bad Seeds. Þau voru síðan lóðsuð í að mynda kynningarefni vegna síðustu plötu, Push the Sky Away (2013). Sú vinna vatt upp á sig og sáði fræjum fyrir þá tilraunakenndu heimildarmynd sem 20.000 Days on Earth er.
Brighton
Í blábyrjun sjáum við meistarann, myrkrahöfðingjann, (setjið inn dramatíska lýsingu að vild) liggjandi í rúminu, starandi á vekjaraklukkuna sína sem sýnir 7.00. Andlitið er grafalvarlegt, alveg eins og við eigum að venjast, en um leið er hann einfaldlega á svipinn eins og við erum mörg hver á morgnana. Kvíðin en um leið staðföst í að stíga inn í enn einn sólarhringinn og komi það sem koma skal. Með þessu er tónn myndarinnar sleginn. Þessi sena ber það með sér að hlutum er stillt upp en á sama tíma erum við að fá innsýn í daglega rútínu listamannsins. Myndin dansar þannig á milli hins skáldlega og hins lifaða alveg eins og lagt var upp með.
Cave skottast síðan á milli hinna ýmsu staða. Hann fer til sálfræðings, kíkir inn í safn sem er tileinkað honum og rúntar um Brighton með gamla félaga ýmist í bak- eða farþegasætum (Blixa Bargeld, Kylie Minogue, Ray Winstone). Hann tekur líka upp tónlist (þær senur eru frábærar) og sækir tónlistarbróður sinn, Warren Ellis, heim. Samband þeirra er greinilega afar náið og Cave munar t.d. ekki um að smella á hann varakossi. Samtal þeirra er ótrúlega afslappað og eðlilegt, við erum algjörar flugur á vegg þegar sú sena rúllar. Cave kinkar áhugasamur kolli er Ellis spjallar, hlær og brosir. Í þessu atriði opinberast helsti styrkur myndarinnar og ég verð að segja að fyrir mitt leyti óx virðing mín fyrir Cave þessa kvöldstund (ég er ekki ofuraðdáandi NB). Ég undraðist nefnilega hversu langt hann gengur í að afhjúpa sig sem manneskju, hvernig hann heggur viljandi í þessa ósnertanlegu ímynd sem hann er þó hvað ábyrgastur fyrir sjálfur. Og þrátt fyrir þetta kemur hann enn sterkari út! Cave er hugrakkur. Hann er líka með fallegt bros, eitthvað sem við sjáum afar lítið af alla jafna. Og hann er með mikla kímnigáfu greinilega og meðvitaður um þessa persónu sem hann hefur búið til á ferlinum (sumum aðdáendum veitti ekki af smá skammti af þessari gáfu hans).
Hreinskilni
Cave er gefandi í myndinni. Einlægur og heiðarlegur. Hann talar af mikilli hreinskilni um pabba sinn, eitthvað sem hefur legið á honum alla tíð og gerir enn og síðar sjáum við hann fyrir framan sjónvarpið með strákunum sínum að borða pitsu. Eins og fólk gerir. Nick Cave er manneskja. Hvern hefði grunað það?
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012