Plötudómur: Bára Gísla – HĪBER
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 14. nóvember, 2020.
Trauðla svo tormelt
Fjórða plata Báru Gísla kallast HĪBER. Hægt en bítandi hefur Bára verið að afla sér virðingar sem eitt helsta nútímatónskáld landsins, hvar tilraunastarfsemi er legíó á meðan ekki er gefinn þumlungur eftir í grjóthörðu og nánast miskunnarlausu tónmálinu.
Bára Gísladóttir á nú að baki fjórar plötur með þessari hér en fyrri plöturnar eru Different Rooftops (2015), B R I M S L Ó Ð (2016) og Mass for Some (2017). Þá er hún að vinna að fimmtu plötunni með Skúla Sverrissyni sem hljóðblandaði HĪBER . Bára er búsett í Kaupmannahöfn og er æði virk sem hljóðfæraleikari (kontrabassi) og tónskáld og verk hennar hafa verið flutt af hljómsveitum víðs vegar um Norðurlöndin á hinum og þessum hátíðum. Hún hefur leikið með Elju, Skark, Ensemble Adapter, Orphic Oxtra, Sinfóníuhljómsveit Íslands og S.L.Á.T.U.R. félagsskapnum íslenska og verk hennar hafa verið flutt út um allan heim, af hinum og þessum hljómsveitum.
Plötur Báru hafa verið einkar jaðarbundnar verður að segjast, a.m.k. ef við berum hana saman við önnur íslensk tónskáld. Ég hef haft orð á því áður í pistli að þolmörk tónlistarinnar eru reynd fyrst og fremst af konum hér á landi, sjá t.d. Hafdísi Bjarnadóttur, Þórönnu Björnsdóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur svo fáeinar séu nefndar. Plötur Báru eru krefjandi, sjá til dæmis B R I M S L Ó Ð hvar verkin klórast áfram löturhægt, sveiflast á köflum út í hálfgerða hávaðalist, hljóðfæri renna inn og út úr hljóðrásunum að því er virðist tilviljanakennt. Torrætt ferðalag og tilraunakennt mjög, framsækni og frumleiki, fyrst og fremst.
Það er heildarhugmynd á bakvið HĪBER . Rannsókn á áferð og myrkri þar sem hugmyndin um „kjarna“ er miðlæg. Orðið hibernus er latneskt og þýðir vetur eða vetrarlegt en vísar og í híði. Verkið skiptist í átta hluta og eru kontrabassi og rafhljóð brúkuð til að kalla þessi áhrif fram.
Það er alltaf gott merki fyrir tónskáld þegar spurt er „á hvað ertu að hlusta?“ eins og kona mín spurði er HĪBER lak um stofuna. Það er eiginlega enn betra þegar sagt er „gætir þú lækkað?“ Því að það var nákvæmlega það sem gerðist þegar nokkrar mínútur voru liðnar af „SUĪ“. Þetta opnunarlag er óþægilegt og á líkast til að vera það. Sargandi strengir bresta í hrein óhljóð og skruðninga og laginu vindur áfram á ógnvekjandi hátt. Hryllileg stemning í gangi. Ógnvekjandi upphaf og þessum óþægilegheitum er haldið áfram á „VĒXŌ“. Þriðja lagið (ég er poppfræðingur og tala um lög en ekki verk. Svona oftast) kallast „no afterlife thanks“ og lágstafirnir gefa til kynna meiri værð. Og er það svo. Skruðningarnir halda áfram en fuglasöngur er að baki. „her palms faced down forever after“ er í svipuðum gír, áleitið en að sama skapi naumhyggjulegt. Áhlýðilegt eiginlega. „tvíhirta“ felur í sér hjartaslag, enda vísar „hirta“ í slíkt. Á „cusp day“ erum við komin enn lengra frá þeim verkum sem opnuðu plötuna. Meira „ambient“, smíðin sú liggur meira yfir okkur eða hangir fremur en hún sé að krafsa í okkur. Nánast „industrial“ niður á bak við og verkið tekur sér tíma, tikkar höfuglega áfram. Hástafasmíðin „GRAVIS“ er grimmari, lætur þig ekki í friði, á köflum eins og manneskja sé að renna nöglum niður krítartöflu. Plötunni er svo lokað með „fists clenched“. Tilfinningin sem í titlinum er raungerist tónlistarlega, það er magnþrungin spenna og innilokun í gangi, þú ert kominn á bríkina. Þetta lokalag rammar HĪBER nokkuð vel inn. Mikil orka og brjálæði en óskiljanleg værð engu að síður. Heyrn er sögu ríkari.
Báru tekst nefnilega að samþætta tvennt á þessari plötu. Tónlistin er stundum erfið og nánast óþolandi en stundum – og jafnvel inni í þessum „óþægilegu“ lögum – er stilla og rólegheit. Hugleiðandi staður. Það er ekki beint skemmtilegt að vera fastur í híði. En, mikið sem það er samt notalegt líka!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012