Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 2. nóvember.
Stígðu dansinn strákur…
Dansaðu er ný hljóðversplata eftir Bubba Morthens. Bjartari tónn er yfir henni en þeirri síðustu, Ljósi og skuggum (2023), dansvæn lög og diskókennd á köflum en í þau þrædd ósvikin bubbíska um leið.
Ætli ég sé ekki búinn að dæma sirka tuttugu Bubbaplötur?“ segi ég dóttur minni sem stendur við hlið mér á meðan ég pikka þetta inn. Ætli þær séu ekki fleiri? hugsa ég um leið. Og samt er ég „bara“ búinn að rýna í Bubba í kvartöld eða svo.
Já, Bubbi Morthens er algerlega einstakur og þessi afköst náttúrulega ótrúleg. Ljós og skuggar var þung, sannarlega: „Hvert og eitt lag er rökkurbundið og melankólían er beinlínis seiðandi frá fyrsta tóni til hins síðasta,“ reit ég í dómi. Það er mikil stilla yfir þeirri plötu og nánd og hljóðmyndin eiginlega mögnuð þegar ég hugsa til baka, þar sem „má greina rusk, rask og dökkleita hljóðgervla sem styðja við stemninguna“ svo ég vísi aftur í dóminn. Í textum grætur sólin, beðurinn brennur, menn drekka bráðið blý og selja útrunna drauma. Ég reifaði nöfn Cohen, Cave, Joy Division og Springsteen (Nebraska) í skrifunum og öll eiga þau við.
Dansaðu er allt öðruvísi. Titillagið er drífandi og dansvænt, nikkar fallega til Blondie, og Bubbi hvíslar ekki í eyrað á þér eins og á síðustu plötu heldur stendur hann uppi á sviði og þenur raddböndin. Dillar sér jafnvel. Hér eru lög, hljóðunnin upp í topp, og það er „band“ í undirleiknum þótt eins manns sé en Arnar meistari Guðjónsson, nafni og Laufskáladrengur, leikur hér á öll hljóðfæri undir sólinni þótt hann fái liðsinni við brass og kassagítarmundun sem hinn frábæri gítarleikari Bubbi Morthens sér um. Hver annar?
Hin ellefu laga langa Dansaðu er bæði knappari og poppvænni en Sjálfsmynd (2021) og Regnbogans stræti (2019) þó að á þeim báðum séu vissulega grípandi, oft útvarpsvæn, lög. Konseptið er hins vegar auðheyranlega annað hér, þetta á að vera línulegra og einfaldara, hinar tvær eru af mikilúðlegri toga ef svo mætti segja. „Næturhiti“ viðheldur anda titillagsins en er þó ögn harðara. Brasssveifla undir og stuðvænar „du-du-du-du“ bakraddir. „Kysstu mig í alla nótt,“ syngur kóngurinn. „Ástin kemur aftur“ er líka tandurhreint „út á gólf“-lag, fönkaður rokkari þar sem allir skankar eru á fleygiferð. Alls kyns Bubbar flögra samt um á plötunni. „Tveir tveir fjórir“ er bubbískt nýbylgjurokk með ýlfrandi gítörum og svölum svuntuþeysurum og „Fjórir englar“ er af svipuðum meiði, hefðbundið Bubbarokk ef slíkt er til. „Settu það á mig“ er frábært, býr yfir þessum áreynslulausa melódíugaldri sem rennur strítt um tónæðar kóngsins. Lag sem er togað niður úr skýjunum eins og „Við Gróttu“ og textinn lúmsk vísun í „The Weight“ sem The Band flutti. Talsvert er þá um ballöður og við förum inn á rólegri, innhverfari lendur um miðbikið. Þeirri stemningu er reyndar þjófstartað með fimmta laginu, „Ástarvalsinn“, sem er ballaða með Vísnavinahætti. Skandinavíublús eiginlega. Hljóðmyndin glæsileg og þáttur Arnars í plötunni mikill bæði og ríkur. Áttunda lagið, „Föst á milli glerja“, er dúett með Elínu Hall og platan farin að taka á sig eilítið þyngri mynd. Það er ótti, myrkur og stríð. Tvö síðustu lögin nikka nánast til Ljóss og skugga, hið hægstreyma „Mundu mig“ býður upp á vofu fortíðar og grimman dag en lokalagið, „Leyndarmál“, bærist vart, stillt og „ambient“-legt þar sem gítarinn klingir fallega í fjarska.
Sex laga tíutomma kemur út samhliða Dansaðu, sem fylgigripur sérstakrar myndaplötuútgáfu (Zoetrope). Lögin þar eru alls kyns og sum hver hafa líkast til passað illa inn í rennsli stóru plötunnar. „Hjá þeim fátæku“ er einfaldlega rosalegt; beljandi hávaði opnar það og Bubba er mikið niðri fyrir, syngur um efnalausa í bland við hina tæknifirrtu. Sérstakt lag, eiginlega brjálað. „Þú vakir yfir mér“ er rífandi reggí og „Dýrðarinnar perlur“, hvar ofbeldi er gert að umfjöllunarefni, er hálfgert víkingaljóð. Flottur stígandi í því og ættbálkaslagverk undir. Hin lögin eru hefðbundnari en síst eitthvert frákast frekar en annað í þessum sautján laga pakka.
Lýkur hér Bubbayfirferð í bili. Sjáumst á þessum vettvangi eftir ár, ef ekki fyrr.
One Response to Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Mér finnst þessi dómur Arnars vera smeðjufullur.Hann sleikir upp Bubba og mælir margt um þetta lélegasta tónverk sem ég heyrt, 1. lagið er Serbinn endurtekinn.Ef fólk ætlar að kaupa þessa creepy plötu er smekk mínum mismunað.