Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 7. desember.
Þegar lífið knýr dyra
Lifelines er plata eftir Þorleif Gauk Davíðsson, sem hann gefur út undir listmannsnafninu Davíðsson. Með honum leika þeir Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson en platan er tónræn hugleiðing um föðurmissi.
Ég fæ stundum heimsóknir frá tónlistarfólki. Það kemur við hjá mér, kannski með plötu, og einatt tökum við spjallið. Úti á gangi, úti í garði, jafnvel inni í eldhúsi yfir einum rjúkandi. Og nú stóð eitt slíkt eintak einmitt við hlóðirnar. Kaffi var reyndar ekki á boðstólum, kvöldmatur nálgaðist, og því var bolognese á hellunni. Þessi náungi er rauðbirkinn, fallega til fara og vel í stílnum. Og viðkunnanlegur mjög. Það færist ró yfir eldhúsið og andrúmsloftið „zenast“ upp. Við spjöllum. Rýmið fyllist ekki bara af matarangan heldur einnig karmískum orkuilmi. Ljúft spjall um americana-tónlist fer í gang, Gram Parsons og Gillian Welch, ásamt spjalli um heimahaga hans, Suður-Nashville.
Hvaða maður er þetta? Það er von þú spyrjir, lesandi góður. Þorleifur Gaukur Davíðsson, eða Gaukur eins og hann er kallaður, hefur verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár og leikið með listafólki eins og Laufeyju, Kaleo, Bríeti, KK, Mugison o.fl. Hljóðfærin sem hann mundar eru helst munnharpa og fetilgítar („pedal steel“). Ástæða heimsóknarinnar var útgáfa á hans fyrstu sólóplötu, Lifelines. Platan kom út í ágúst á vegum OPIA Community, listasamlags sem var stofnað af Ólafi Arnalds í fyrra og hefur með ýmsa þætti tónlistarstarfsemi að gera, svo sem útgáfu, vinnusmiðjur, tónleika o.fl.
Eins og segir, platan er um sorgarferli það sem hófst í kjölfar þess að Gaukur missti föður sinn og markar tónlistin mismunandi stig þess. Henni er þannig ætlað að heila og það finnur maður frá fyrsta tóni. Ég get því rétt ímyndað mér að þannig orki hún á listamanninn, en við sem hlustum uppskerum sömuleiðis, fáum að taka þátt í þessu með honum. Platan er án söngs en það er hægt að giska á það hvar við erum stödd út frá lagatitlum. Hið tæplega sjö mínútna „Light in the Dark“ opnar plötuna, gítarlínur í fjarska nálgast hægt og sígandi og það má greina fetilhljóminn. Í honum er innbundin viss angurværð, þetta er sorgarsöngur sem maður tengir óhjákvæmilega við sléttur Ameríku, þótt hljóðfærið sé vissulega upprunið á Havaí. Þetta upphafslag er sannarlega melankólískt, hinn óviðjafnanlegi Davíð Þór slæst í tónaför um miðbikið og bætir inn hæfandi píanóslögum. Gítarskruð einkennir „Stride“ í upphafi, bassi Skúla fer í gang og Gaukur blúsar létt – og ekki svo létt á fetilinn. Ég er farinn að fá Ry Cooder-tilfinningu, sérstaklega Paris, Texas-tónlistina, og já, það er svona spagettívestrablær líka eins og ég hef heyrt fleygt í kringum útgáfuna. Það er verið að magna upp stemningu, það er verið að blíðka, slaka, nudda og já, heila. Þessi „ambient“-stemning helst út plötuna og þetta náttúrulega fjarsamband sem spilamennirnir þrír virðast hafa blæðir inn í framvinduna. Fetilhljómar og næm píanóslög kallast (hvíslast) á og Skúli passar að styðja smekklega við þegar þarf. Úr verður heildrænn, hugmýkjandi tónn. Stundum er sett í „lög“, sjá hið stutta og ofurfallega „Afi“, sem er gítarpikkað að mestu. Sorgarferli eru skringileg, oftast nær brimafull af þversagnakenndu tilfinningarússi þar sem fer gleði, sorg og furða. Gaukur ávarpar þetta finnst mér; í bland við hið sakleysislega „Afi“ koma lög eins og „Overfall“ þar sem þyngslunum er leyft að fljóta í gegn.
Merkileg plata hjá Gauki verð ég að segja. Hún sat eftir í spilaranum seint í gær, ég var að renna henni í gegnum Spotify (en er með vínilinn sömuleiðis), og eftir að plötunni lauk tók „radio“-stillingin við. Viðlíka tónlist tók að óma sem sagt. Þá var ég reyndar farinn að sofa. Þannig að í alla nótt rúllaði því svipuð tónlist sem ég heyrði lágvært er ég rumskaði. Ég vaknaði svo endurnærður í morgun. Þannig að þessi heilandi nálgun hjá Gauki – og svipuðu listafólki greinilega – svínvirkar. Staðfest með reynslurökum!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012