Plötudómur: Guðmundur Pétursson – Wandering Beings

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. apríl.
Vegur án enda …
Wandering Beings er ný sólóplata eftir gítarleikarann snjalla Guðmund Pétursson. Hér er farið í áhugaverðar áttir og platan ólík fyrri verkum um margt.
Guðmundur Pétursson, Gummi P, er með mikilvirkustu gítarleikurum okkar og hefur spilað inn á hundruð platna sem leiguspilari (e. session player). Meðfram þessu – sem betur fer – hefur hann sinnt eigin sköpun og sólóplötur hans eru allnokkrar. Síðasta verk er Concerto for Electric Guitar and Orchestra (2019) og þar á undan var það Sensus (2016). Um hana skrifaði ég: „Þetta er áleitin tónlist, úthugsuð og falleg í sínu áreynslulausa flæði. Plöturnar þrjár eru glæsilegt „hat-trick“ og bera náttúrubarni í tónlist fagurt vitni.“ Plöturnar þrjár eru Sensus, Elabórat (2011) og Ologies (2008).
Wandering Beings var samin og hljóðrituð á síðustu tveimur árum og er þetta í fyrsta sinn sem plata eftir Guðmund byggist fyrst og síðast á sungnu efni. Á plötunni leggja gjörva hönd á plóg þau Magnús Trygvason Eliassen (trommur), Kristinn Snær Agnarsson (trommur), Eyþór Gunnarsson (píanó), Matthías Stefánsson (fiðlur) og Ragnheiður Gröndal (raddir). Guðmundur stýrir upptökum, hljóðblandar og spilar á ýmis hljóðfæri auk gítars og söngs.
„Hver syngur?“ var setning sem flögraði einmitt um í kolli mér. Ég veit ekki af hverju, en ég gerði ráð fyrir því að þetta væri einhver utanaðkomandi söngur. Það er smá Bowie í röddinni og íslenskir tónlistarmenn/einyrkjar eins og Hjörvar (Hjörleifsson) og Ívar Páll Jónsson komu í hugann. En nei, þá er þetta bara Guðmundur sjálfur! Og söngrödd góða hefur hann. Löngunarfull rödd og innileg og tóni fögrum haldið. Guðmundur er melódíuhittinn og leyfir sér líka blúsaðan rámleika (sérstaklega í titillaginu og þjóðlagablúsnum „You got to move“, sem lokar plötunni).
Önnur lög eru af alls kyns toga og platan er giska fjölbreytt. Opnunarlagið, „The Road“, er sterkt, straumlínulagað popprokk án krúsídúlla. „Battery Brain“ er hugheilt og snoturt, ballaða nánast. Það er viss ákefð í röddinni sem snertir við manni, það er verið að reyna að miðla einhverju mikilvægu. Þó að lagið sé þess til að gera einfalt – og á það í raun við um flest lögin hérna – heyrist vel að sá sem semur þaulþekkir alla hljóma, brýr, viðlög og vers. Maður sem getur vel farið í tónlistarlegt höfrungahlaup ef þess þarf. En Guðmundur er ekki á þeim slóðum hér og progglendurnar eru mun greinanlegri í fyrri verkum. Á Wandering Beings er tónlistin hins vegar eimuð niður í þriggja mínútna poppformið. Þannig lagað.
Proggsprettir fá hins vegar að dansa í stuttu, ósungnu vinjettunum „Shore“ og „Unkill“. Á fyrri plötum hefðu þessi brot verið fléttuð inn í fullburða lög giska ég á. Sagði ég popp? Myrkrið gleymist ekki alveg, „Inside Blues“ er þunglamaleg stepputónlist, heimskautamelankólía og gotabragur hangandi yfir. Hér fáum við að heyra aðeins í gítarfimi Guðmundar en hún er saumuð smekklega við lagaframvinduna. Engir óþarfa fimleikar og reyndar er það aldrei svo á plötunni. Það er hæfandi að loka plötunni með áðurnefndum þjóðlagablús, taka ofan fyrir upprunanum en Guðmundur kom fyrst fyrir sjónir almennings á Músíktilraunum 1987 er hann lék með Bláa bílskúrsbandinu og síðar í kosningasjónvarpi RÚV eins og frægt er. Blúsinn kann Guðmundur upp á tíu eins og svo margt annað og þessa samankomnu þekkingu nýtir hann til að styðja við aðra en einnig sjálfan sig og sinn sköpunarþrótt. Wandering Beings er skínandi dæmi um hið síðarnefnda.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012