Plötudómur: Guðmundur Steinn Gunnarsson – Stífluhringurinn
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. október.
Hugvíkkandi spássitúr
Tónskáldið Guðmundur Steinn Gunnarsson hefur sent frá sér verkið Stífluhringinn en það er kammerhópurinn Caput sem flytur.
Það er gaman fyrir gamlan Árbæing að takast á við tónlistarverk sem heitir eftir leið sem hann hefur hlaupið frá blautu barnsbeini! Stífluhringurinn er rúmlega þriggja kílómetra hlaupaleið í hverfinu sem var nýtt þegar ég var í leikfiminni í gamla daga. Við hlupum frá Árbæjarskóla, í austur og meðfram Fylkisvellinum í átt að lítilli brú. Yfir hana fórum við svo, meðfram Breiðholtinu í vesturátt og svo þveraði maður stífluna, aftur inn í hverfi. Hlupum loks í gegnum gömlu einbýlishúsagöturnar (Fagribær, Þykkvibær) og svo upp brekkuna meðfram kirkjunni og aftur inn í skóla.
Þessi dáyndisleið er sem sagt heiti á verki eftir Guðmund Stein sem kom út í sumar hjá Carrier Records í Bandaríkjunum, fjórða plata Guðmundar fyrir þá útgáfu. Verkið er í tveimur köflum, sá fyrri (Arabakki) er um tuttugu mínútur og tileinkaður séra Toshiki Toma sem hefur aðsetur í Breiðholtskirkju en sá síðari (Klettabær) er tileinkaður Ástvaldi Zenki Traustasyni hvers söfnuður hefur aðsetur í Árbænum, við Klettháls.
Þá er kápa plötunnar óhefðbundin en hún er unnin í samstarfi við Sam Rees listamann og er þetta í níunda sinn sem þeir Guðmundur vinna saman. Á bandcamp-síðu verksins má sjá fjöldann allan af efnislegum útgáfum verksins, geisladiska og vínil, í takmörkuðu upplagi. Sum umslögin handgerð og spreyjuð, stundum er vínillinn í lit, stundum ekki. Gleðilegt er frá því að segja að margt af þessu er uppselt og um að gera að kíkja inn á síðuna fljótt, kæri lesandi, ef þú varðst hugfanginn við lestur (og hlustun).
Síðast skrifaði ég um Guðmund þegar Sinfónía kom út 2020. Um það verk reit ég: „Verkið er afar afstrakt og einkennist af lágværu slagverki og blæstri sem titrar óreglulega. Guðmundur nýtir sér líka þagnir á áhrifaríkan máta. Stundum er eins og detti á dúnalogn en svo læðist blástur inn eins og úr fjarska, líkt og vindgnauð sem fer eftir eigin lögmálum. Blásturinn er eins og segir varfærinn og viðkvæmnislegur og gefur það framvindunni brothættan blæ.“
Það er ekkert ósvipað upp á teningnum hér, eða öllu heldur, ég er farinn að þekkja stíl Guðmundar nokkuð vel. Stífluhringurinn er það sem mætti kalla tilraunatónlist, samtímatónlist, og þetta er eins langt frá Baggalút í jólagírnum og hugsast getur. En þetta er um leið ekki fráhrindandi, hvasst eða óþægilegt. Þetta er skrítið – en ekki hættulegt. Má ég orða það svo? Mér finnst dálítið merkilegt hvernig höfundur lýsir þessu sjálfur í viðtali við Snædísi Björnsdóttur fyrir blað þetta: „Þetta er náttúrlega tilraunatónlist og sumum finnst hún mjög ágeng. Það má kannski segja að þetta sé listrænt ágeng tónlist, en hún er líka draumkennd og að sumu leyti lýrísk.“ Það er farið bil beggja í raun og þetta er rétt hjá höfundi. Þetta er óvenjulegt, já, en áhlýðilegt.
Hljómfræðigreinendur fá sitthvað fyrir sinn snúð því að tónlistin líkir eftir göngutúr um hringinn. „Í seinni hlutanum er spilað sams konar efni og í þeim fyrri, nema aftur á bak – eins og verið sé að ganga hinum megin við ána í Stífluhringnum,“ lýsti Guðmundur í viðtalinu. Og spássitúrinn, hvort sem þú ert á göngu eða hlaupum, er knúinn áfram af slagverki, strengjahljóðfærum, sembal, blæstri og hvað eina, tónar og ómar sem fljóta inn og út úr fókus, að því er virðist af hendingu einni á köflum. Kannski bara eins og allt þetta óvænta – og fallega – sem verður á vegi manns þegar maður tekur undir sig Stífluhringstúr?
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012