Plötudómur: Gyða Valtýsdóttir – Epicycle II
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 26. september, 2020.
Að ná andanum…
Nú verður rýnt í plötuna Epicycle II sem Gyða Valtýsdóttir sendi frá sér í ágústlok. Á henni flytur hún verk eftir átta íslensk tónskáld sem öll eiga það sammerkt að tengjast henni á einn eða annan hátt.
Þetta er þriðja sólóplata Gyðu og sú þriðja sem ég fæ að rýna í á þessum vettvangi. Í ítarlegu viðtali við blað þetta (27. ágúst) segir Gyða: „Þessi plata er óður til samstarfs… Ég væri ekki það sem ég er án fólksins í kringum mig. Allir þeir sem ég vinn með á plötunni hafa verið í lífi mínu í um 20 ár og hafa haft stór áhrif á sköpun mína.“ Fólkið sem um ræðir eru þau Ólöf Arnalds, Daníel Bjarnason, Úlfur Hansson, Jónsi, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Kjartan Sveinsson, Skúli Sverrisson og Anna Þorvaldsdóttir. Átta tónskáld og átta lög/verk sem spanna um 40 mínútur. Allt fólk sem tengist Gyðu en er líka með margvíslegar innbyrðis tengingar.
Tvær plötur Gyðu til þessa hafa verið mikilfenglegar og ekkert minna. Stórkostleg verk sem hafa komið henni á kortið og það verðskuldað en fyrir það seinna var hún sæmd tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs. Epicycle (2016/2017) innihélt verk sem spönnuðu 2000 ára sögu skrifaðrar tónlistar og útkoman hreinasta snilld. „Einhver óræður galdur í gangi sem hefur sig upp fyrir sjálfa tónlistina og hittir mann þráðbeint í hjartastað,“ sagði ég á sínum tíma. Gyða fylgdi henni eftir með frumsömdu verki, Evolution (2018): „Flæðið er, líkt og á Epicycle , draumkennt og óheft, líkt og tónlistin sé samin og flutt í einhverjum handanheimi.“ Já, ég var kjaftstopp þegar ég heyrði þessi verk á sínum tíma og er það í raun enn. Þau hafa ekki misst agnarögn af mætti sínum, eða eins og ég sagði um Epicycle : „Stemningin er óútskýranleg í raun, en maður finnur svo vel fyrir áhrifunum, hvernig tónlistin talar til hjartans og fær líkamann til að skjálfa. Einstaklega heilsteypt plata, líður áfram eins og fallegur draumur.“
Epicycle II hefst með „Unfold“, sex mínútna verki eftir Skúla Sverrisson. Þekki maður listamennina verður maður strax var við fingraförin og það er mikill „Skúli“ yfir hér. Skúli skrifar alltaf svo fallega, dregur mann inn í seiðandi heim og í útsetningu Gyðu og hans er ekki að spyrja að leikslokum. Frábært verk! „Safe to Love“ er eftir Ólöfu Arnalds en hún semur líka texta. Meira „lag“ en upphafsstemman en líka mjög Ólafarlegt. Blíð melódía sem snertir mann. Gyða syngur og sellóið er marglaga og áhrifaríkt eftir því. „Mikros“ er stutt verk eftir Önnu Þorvalds en þeim mun öflugra. Maður skilur vel af hverju Anna er í hávegum höfð. Þessi dýpt í tónlistinni hennar – hyldýpi eiginlega – er svo tilfinnanleg og máttug og þetta stefnumót Önnu og Gyðu með því best lukkaða hér. Magnað. Úlfur Hansson og Gyða semja „Morphogenesis“ saman, dökkleitt og kvikmyndalegt enda alls kyns hljóðgervlar í heimsókn í þetta sinnið. Rökkurstemmur sem skríða upp eftir bakinu. „Liquidity“ er samið af Gyðu og Kjartani Sveinssyni. Rómantískt nánast og flúrað enda heil hljómsveit mætt, trommur, gítarar og þess háttar. „Air to Breathe“ er eftir Daníel Bjarnason og það má finna á plötu hans Processions (2010). Sterkt lag og Gyða bendir réttilega á í nefndu viðtali að sú staðreynd að hún og Daníel hafi verið par í sex ár spili inn í flutninginn og túlkunina. „Evol Lamina“ er samstarfsverkefni Gyðu og Jónsa og eins og er mitt uppáhald. Sérkennilegasta smíðin og sú frumlegasta en það er eitthvað við þetta sem fer alla leið og það með glans. „Octo“ eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur (í samstarfi við Gyðu) slúttar plötunni, hægt og nokk dramatískt kveðjustef sem býr yfir ókennilegum ógnum sem er ýjað að út í gegn.
Þrátt fyrir alla þessa ólíku höfunda er sterkur þráður út í gegn. Gyðuhljómur. Hún, eðlilega, bindur þetta allt saman. Það er húm yfir mestallan tímann, en glettur á stöku stað líka (Kjartan, Ólöf). En fyrst og fremst finnur maður fyrir þessum óútskýranlega galdri sem þessi ótrúlega tónlistarkona býr svo ríkulega yfir.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012