Plötudómur: JFDR – Museum
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 29. apríl, 2023.
Yfir blómabrúna
Nýjasta sólóplata Jófríðar Ákadóttur, JFDR, kallast Museum. Rýnt verður hér á eftir í verkið sem varð til eftir sköpunarlega þurrkatíð.
Merkilegt. Ég er kominn á þann aldur að ég hef verið að fylgjast með tónlistarferðalagi Jófríðar Ákadóttur síðan hún var barn. Pascal Pinon, sveit Jófríðar, Ásthildar systur hennar og þeirra Kristínar Ylfu Hólmgrímsdóttur og Höllu Kristjánsdóttur, steig fram árið 2009 svo eftir var tekið og í kjölfarið flutti hún tónlist með Samaris og Gangly auk sólóefnis. Síðasta plata, New Dreams, kom út 2020 en þessi hér varð til eftir sköpunarþurrk sem lagðist á Jófríði. Þeirri krísu létti ekki fyrr en seint á árinu 2021 en þá hóf hún að garfa í gömlum prufuupptökum sem hún var með í fórum sínum. Snemma árs 2022 var svo haldið til New York og upptökur settar í gang í Figure 8 Studio hvar Íslandsvinurinn Shahzad Ismaily var fyrir á fleti en hann hefur unnið með Jófríði áður, m.a. á New Dreams. Jófríður og eiginmaður hennar, Josh Wilkinson, stýrðu upptökum og hljóðblönduðu en Ismaily kom að því síðarnefnda. Jófríður vissi að hún þyrfti að nýta kraftinn sem streymdi um hana, sleppa öllum ofhugsunum og platan því kláruð vel og ærlega. Allt var komið í „mix og master“ í febrúarlok! Hljóðfæraleikarar eru Jófríður, Ásgeir Kjartansson, Naomi Greene, Viktor Orri Árnason, Ásthildur Ákadóttir, Gyða Valtýsdóttir, Thomas Davíð Stankiewicz, Shahzad Ismaily, Albert Finnbogason (trommur!) og Francesco Fabris. Úlfur Hansson léði þá langspil sem hann smíðaði níu ára gamall.
Þetta er þriðja sólóplata Jófríðar; Brazil kom út 2017, svo New Dreams og nú erum við hér. Persónulega tengi ég sterkast við þessa. Þó að lögin séu ólík innbyrðis er öruggur, stöðugur þráður út í gegn. Einhverjir gætu sagt að það sé eðlilegt að fólk verði betra með reynslu og ástundun en það er náttúrlega ekki gefið. Burtséð frá krísunni finnst mér eins og Jófríður, JFDR, sé að lenda á einhverjum platta sem er algerlega hennar. Hún hefur sjálf sagt að sér finnist eins og nýr kafli sé hafinn og umfjöllunarefni plötunnar er heilun og hreinsun. „Að anda fersku og nýju lofti að sér og leyfa því að leika um þennan kjarna sem þú átt og hefur alltaf átt.“
Tónlistin er draumkennd og dulræn og ferðast um hljóðheim sem er ekki ólíkur þeim sem Björk, Gyða Valtýsdóttir og fleiri búa í. Það er unnið með „ambient“, nútíma- og tilraunatónlist og Jófríður nýtir þau skapalón til að búa til aðlaðandi og stælalausa tónlist. Tökum dæmi. „The Orchid“, upphafslagið, ber með sér ókennilega tónlist. Er þetta hljómborð þarna? Hvaða skruðningar eru þetta? Er þetta rafgítar þarna í fjarska? Allt þetta er svo leitt saman, ofið saman, og stemningin er umfaðmandi, slekkur í raun á þér og róar. Strengir koma inn og lagið er fallegt, hrífandi og söngrödd Jófríðar; einlæg og knýjandi, ber lagið. „Life Man“ er skringilegra, hefst á tölvutöktum og slagverki en síðan fer nokkurs konar kassagítar í gang. Þið sjáið hvernig ég skrifa þetta. Það er á huldu hvaðan hljóðin koma, úr hvaða hljóðfærum, enda skiptir það ekki máli og ég ætla að giska á að það hafi dálítið verið tilgangurinn. Ég heyri bara tónlist. Fallega, næma og natna. Er þetta fiðla? Selló? Langspil? Gildir einu.
Platan öll er á þessu sviði. Þetta er hlustunar- og pælingaplata og heyrnartól eru óvitlaus tæki til að hámarka nautnina. Þetta „safn“ geymir þannig ýmsa kjörgripi svo ég gerist pínu kerskinn í niðurlaginu.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012