Plötudómur: Lúpína – Marglytta
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 9. nóvember.
Ekkert væl, bara snilld
Marglytta er önnur breiðskífa Lúpínu sem er listamannsnafn Nínu Solveigar Andersen. Fylgir hún í kjölfar plötunnar Ringluð sem út kom í fyrra.
Það var fyrir sex árum sem ég rakst fyrst á Nínu en þá tók hún þátt í Músíktilraunum með Umbru, síðar Dymbrá (með henni þar voru þau Eir Önnu Ólafsbur og Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir). Prýðileg stuttskífa, fimm laga, kom svo út 2020. Innihaldið, „dökkleit og draumkennd kammertónlist“ – eins og ég lýsti því í dómi – strengt á þekkilega þjóðlagatónlistarpallettu. Önnur plata, einnig fimm laga, fylgdi ári síðar.
Framsækin, markaþenjandi tónlist á Íslandi hefur einkum komið úr ranni kvenna undanfarinn áratug eða svo og Nína hefur tekið sér stöðu með þeim fríða flokki. Ringluð var lofandi verk, tilkomumikið og spennandi, hvar heyra má í nokkurs konar nútímavæddu söngvaskáldi en textar spila, þá sem nú, þokkalega rullu. Gítar skipt út fyrir tölvur og rafhljóð mætti segja. Nína býr þá að klassískum grunni sem var hagnýttur smekklega, í raddútsetningum t.a.m. Ringluð býr yfir stílaflökti, finna má falleg lög og flippuð, innan um raddleiðrétt móðinspopp og suðræna spretti (bossa nova!).
Nína er rétt skriðin yfir tvítugt en ferillinn hefur engu að síður verið að tikka vel, framkoma í sjónvarpi (Gísli Marteinn) og á kynningartónleikum (e. showcase). Þá hefur lagið „ástarbréf“ náð yfir milljón spilunum á Spotify.
Þegar ég skrifaði um frumburð Nínu lauk ég dómnum svona: „Platan er frumburður Nínu og hann ber einkenni þess, óneitanlega, á köflum. Það er ekki allt komið, stundum finnur maður fyrir hiki og fínpússningarskorti en þetta er á sama tíma afar efnilegt verð ég að segja. Svo margar flottar íslenskar tónlistarkonur á fullu stími um þessar mundir og ég vona innilega að Nína/Lúpína haldi sínu striki.“
Þetta hefur svo blessunarlega ræst, ég er að skrifa um plötu tvö akkúrat núna, en jafnframt er tilfinnanleg bæting og það gleður. Marglytta er fyllra, bústnara og lengra komið verk og heyra má í ungri tónlistarkonu sem er að sinna listinni af alúð, hefla sitt út og vinna með það áfram.
Marglytta inniheldur tilraunapopp, svo ég einfaldi þetta, og þeim stíl sem einkennir Ringluð er haldið meira og minna. Söngrödd Nínu er fjarlæg, seiðandi og viðkvæmnisleg og fyrsta lagið, „sjálfsmynd (intro)“, er keyrt áfram af kammerkórnum Huldur. Frábærlega berskjaldandi línur þarna, „Kann ekki að fela / Kann ekki að vera / Kann ekki að sýna að ég sé ekki að fíla það sem þau eru að segja.“ Já, það getur verið erfitt að vera í samfélagi manna! Fegurðin ríkir í „borgin tóm“ og Nínu er lagið að opna inn í sálarkytrurnar. Smíðin býr yfir undurmelódísku viðlagi (ef „bara ég og …“ sönglínan myndi flokkast sem slíkt) og undir eru rafskruðningar, yfir blíður svuntuþeysari og útsetning öll með einkar glúrnu bragði. Nína talaði um það í nýlegu viðtali við Jóhannes Bjarkason í Reykjavik Grapevine að tónlistarnámið sem hún stundaði í Noregi hefði truflað sig að því leytinu til að áherslan var á nákvæma ramma poppgerðarlistarinnar, eitthvað sem hún var ekki alveg sammála um. Þessi hugsun einkennir lögin hennar, þau fylgja popplegum forskriftum en samt ekki. Í lögunum eru iðulega óvæntir snúningar og furðulykkjur sem „bregða“ manni eða þá liggja í leyni undir því sem við getum kallað „hefðbundna“ framvindu. Í „hvað varð um allt?“ er skyndilegt uppbrot sem setur lagið á hliðina og „hættaðvæla“ breytist óforvarandis í teknóklúbbsslagara. Allt er þetta samt í eðlilegu flæði, það er snilldin hérna. Lágvært píanóspil og tíu sekúndum síðar er allt orðið brjálað. Á fullkomlega eðlilegan hátt. Þegar kemur að „ein í nótt“ mætir sjálfur Daði Freyr á svæðið og upphefst dásamlega sérkennilegur dúett. 21. aldar kyndilballaða fyrir allan peninginn.
Lúpína er á fullu stími. Það er bara þannig. Hef ekki fleiri orð um þá ánægjulegu þróun í bili.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012