Plötudómur: Prins Póló – Hvernig ertu?
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. júní, 2022.
Prinsinn hressi heimilið
Hvernig ertu? er sex laga plata, þar sem léttúð og kerskni takast á við eilífðarspurningar af ýmsum toga. Svavar Pétur Eysteinsson, eða Prins Póló, stendur á bak við plötuna.
Þessi plata kemur út samhliða samnefndri sýningu í Gerðubergi, Breiðholti, þar sem Svavar blandar saman eigin tónverkum, myndlist og ljósmyndum. Hann er kominn heim. Ólst þarna upp og hefur alltaf flaggað þeim rótum með stolti (tékkið á stórkostlegu myndbandi á YouTube þar sem hann tekur áhorfandann í reisu um Mjóddina). Tónlistin hérna er ekki ósvipuð þeirri sem er að finna á Þriðja kryddinu , síðustu breiðskífu. Þetta er harmrænn gleðileikur, leiddur áfram með knosuðum hljóðgervlahljómum, einföldum og gáskafullum.
Prins Póló tók nokkuð óvænt skref á Þriðja kryddinu , sem er að minni hyggju það allra besta sem hann hefur gert á tónlistarsviðinu og eru hans umsvif þar þó ekkert slor. Textar í senn hversdagslegir og djúpir, líkt og Mannakorn hefðu hitt Daniel Johnston í björtu húsasundi. Ég skrifaði á sínum tíma: „Ein löng hugleiðing um lífið og það sem það býður upp á. Allt galleríið sem sagt; flipp og fjör en líka sorg og þungi. Sjálfsskoðunin er alger og prinsinn gerir þetta á óvenju næman hátt.“ Alíslensk hversdagshyggja keyrð í gegnum „prisma“ þeirrar tómhyggju sem þreifst á tíunda áratugnum, þeim árum sem ég og Svavar upplifðum okkar síðunglingsár.
Opnunarlagið, „Nýár“, er eiginlega svakalegast. Drífandi, stuðvænn taktur og textinn alger snilld. Svavar talsyngur, er óðamála og segir frá ýmsum meinfyndnum hlutum í belg og biðu. Það er kraftur í þessu og heilnæmt rugl, alveg eins og í manninum sjálfum. Þetta er skondið og grafalvarlegt á sama tíma. Svavar er algerlega berskjaldaður í þessu lagi, gengst við eigin ófullkomleika, klaufaskap og áhyggjum um leið og hann sáldrar yfir okkur kjarnmiklum sannleikskornum eins og að drekka vatn.
„Fer fram og aftur í tíma og refsa mér fyrir að hafa ekki notið mín betur á meðan á góðu augnablikunum stóð,“ segir hann í upphafi og hver tengir ekki við þetta? Viðlagið er þá svona: „Hvers er að sakna / ef það er engin ástæða til að vakna? / Það þarf að vökva þessi blóm. / Það þarf að stara í þetta tóm“. Vá segi ég bara. „Málning þornar“ er þyngra, melankólískt eiginlega, en það er viss galgopi í röddinni sem kemur jafnvægi á. Restin af plötunni er með þessu sniði, grallaragrín innan um glúrna og sannarlega áunna visku um lífið og tilveruna. Í hinu mjög svo sjálfsævisögulega „Baðkar hamingjunnar“ fer Svavar djarflega alla leið: „Hann er bókstaflega að „deyja“ úr spenningi / Þó dauðinn sé það sem hann nennir ekki / því hann á eftir að pressa buxurnar / og velja lögin og prenta sálmaskrána.“
Auðvitað gefur það plötunni aukið vægi að ljóst er að Svavar glímir við krabbamein á lokastigi. Eitthvað sem hann hefur talað þónokkuð um í fjölmiðlum. Eðlilega rýnir maður í alla texta með þá vitneskju á bakvið eyrað. Og ó, hversu glæsilega gerir hann þetta nú. Tæklunin á þessu öllu saman er tilkomumikil. Og þessi mikla virkni að undanförnu er mjög „Svavarsleg“. Allt á fullu, skapa, gera eitthvað, koma einhverju á koppinn. Tónlist, myndlist og hér áður fyrr; grafíkvinna, hljómsveitastúss, bændalíf, gistiheimilisrekstur og matvinnsla. Það er líka einhver óneitanleg reisn yfir því sem hefur komið frá honum síðustu misseri. Sátt, vissa og algert æðruleysi yfir því sem koma skal. Er of seint að fá sér kaffi núna? Aldrei.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012