Plötudómur: Sigurður Guðmundsson – Þetta líf er allt í læ
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 16. október.
Heilsar okkur sólin skær
Þetta líf er allt í læ er plata eftir stórsöngvarann Sigurð Guðmundsson. Líkt og á síðustu plötu, Kappróðri, á hann öll lög og texta (eða svona því sem næst).
Sigurður er einn af okkar allra bestu og mestu söngvurum og hefur dýft tám í íslenskar söngtjarnir af margvíslegum toga (ég er að reyna að vera „meta“, skrifa eins og um sé að ræða texta eftir Sigurð Guðmundsson!). Tjarnir þessar hafa m.a. skartað sveitum eins og Hjálmum, Góss og hinni vítt skilgreindu Memfismafíu, plötunum Oft spurði ég mömmu og Nú stendur mikið til auk Kappróðurs að sjálfsögðu og þessa verks hér. Tvær þær síðastnefndu eru hefðbundnar sólóplötur mætti segja þar sem lög Sigurðar eru flutt af hljómsveit á meðan hann syngur eigin texta yfir. Sigurður leikur á flestöll hljóðfæri sjálfur en valmenni önnur eru Helgi Svavar Helgason og Þorsteinn Einarsson, sem leika á trommur og gítar, en auk þess koma Tómas Jónsson, Guðmundur Pétursson og Guðmundur Óskar Guðmundsson að nokkrum lögum.
Um Kappróður reit ég á vettvangi RÚV: „Þrjú, fjögur grip, engar krúsidúllur heldur miklu fremur kjarngóðar, áreiðanlegar smíðar sem hafa verið heflaðar til af kunnáttumanni sem er fyrir löngu orðinn völundur í sínum bransa. Sannfærandi verk frá sjóuðum manni.“
Þetta líf er allt í læ er ekki ósvipað verk. En samt. Muninum væri kannski einfaldast að lýsa með því að bera saman umslögin. Hið fyrra ber með sér voldugheit, okkar maður eins og sýslumaður ellegar prestur frá 19. öld. Nýju plötuna prýðir aftur á móti málverk eftir Pál Ivan og hannar hann jafnframt umslagið. Á því eru litir og bragur kenjóttur. Það er opnanlegt („gatefold“) og innra með litríkar teiknimyndir. Fyrri platan heitir Kappróður. Lífið að veði. Hér er lífið hins vegar bara „allt í læ“. Vínillinn á fyrri plötunni er djúpsjávargrænn. Hér er hann hvítur og blár og glens í framsetningunni, svei mér þá.
Þannig að það er meiri sól yfir hér. Hún heilsar. Og það er undirstrikað með opnunarlaginu sem ber sama titil og platan. Stuðtrukkur, hvar Sigurður syngur dúett með Unu Torfa. Hér er diskófönk, ég fæ ABBA-tilfinningu og hugsa og til Geimsteins Rúna heitins Júl, eitthvað sem efalaust yljar höfundinum. „Eitthvað til að taka með“ er dúett með sjálfum Björgvini Halldórssyni, rólegheitasmíð í ljúfum og hæfandi kántrígír, einfalt og að efninu, heflað til af þeim völundi sem Sigurður er. Sígildur, alíslenskur poppandi leikur um þetta ágæta lag og á það við um fleiri. „Tveir litlir stafir“ er í svipuðum ham og ég er farinn að hugsa til Van Morrison. Plötur hans, sérstaklega í seinni tíð, bera með sér heimilislegan hljóm, hljóðfæraleikarar í fullkomnum samhljómi og öll framvinda í senn þægileg og þekkileg. Sigurður er hins vegar ekki jafn hornóttur og Belfastkúrekinn, það er þvert á móti mild og föðurleg ára yfir honum. Oftlega sigla lögin um angurvær mið og minna eilítið á Mannakorn á stundum. Bríet syngur með í „Komast heim“, sorgbundin stemma sem er leyst af með „Þar sem sólin skín“, knosað raffönk með sterkum áttunda áratugar keim. Kræklótt og kankvíst nokk, viðrun á þeirri hlið Sigurðar, en hann átti jafnan þau Hjálmalög sem fóru „eigin leiðir“ (hið stórkostlega „Mött er hin meyrasta“ t.d.).
„Mér finnst eins og ég sé í stofunni hjá afa og ömmu,“ segir hálfdottandi konan mín í sófanum á meðan ég skrifa þennan dóm, sitjandi henni til fóta. Það er kitlandi nostalgía yfir plötunni, eitthvað sem eyrun hjúfra sig upp að. Kenjar á köflum, já, en fyrst og síðast er þetta stöndug, aðlaðandi, alíslensk dægurtónlist sem er jafn viðeigandi nú og fyrir 70 árum. Þennan þráð kann Sigurður svo óskapa vel að spinna, þráð sem hann strengir síðan yfir lagagalleríið af fágætri list.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012