Plötudómur: Sólstafir – Hin helga kvöl
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 14. desember.
Guðirnir vaka í nótt
Hin helga kvöl er nýjasta plata svartmálmssveitarinnar Sólstafa, sem hafa reyndar sprengt þá skilgreiningu utan af sér fyrir margt löngu.
Sólstafir ku vera helsta útflutningsafurð okkar er kemur að öfgarokki og er það vel skiljanlegt þegar horft er yfir tilkomumikinn feril þeirra. Aldrei hafa meðlimir setið með hendur í skauti þegar tónlistargyðjan er annars vegar og trylltur dans hefur verið stiginn við þá dömu lengi lengi. Ferðalagið frá helsvörtum, víkingaskotnum svartmálmi í órætt síð-þungarokk hefur verið í meira lagi magnað.
Hin helga kvöl hefst á „Hún andar“, lagi sem ber með sér kunnugleg stef. Addi tónar með löngunarfullri, kvalinni söngrödd og svo er hleypt á hlemmiskeið, eitthvað sem Sólstafir gera svo afskaplega vel. Ég dýrka þessa kafla. Brokkað áfram í grípandi, síðpönksskotnum takti sem kallar fram níunda áratugs gotarokk eins og Fields of the Nephilim og ég heyri smá Killing Joke gára undir á sama tíma. En fyrst og síðast er þetta grúvandi gott jaðarrokk að hætti hússins. Titillagið er aftur á móti heimsókn í gamalt hús þar sem strangheiðarlegur svartmálmur er í heiðri hafður. Eftir bylmingsinngang, höfugan nokk og epískan, er keyrt af stað í svartmálmsstuð með þeytislagi („blast beat“). Því næst er komið lítið eitt við í sveittri Motörhead-stemningu, þá rétt svo snert á Wolves in the Throne Room áður en endað er í óræðri brjálsemi. Mjög svo kaflaskipt lag og eiginlega ævintýralegt. Og það gengur fullkomlega upp!
„Blakkrakki“ er einfaldara. Rokkið hér er hart og ber einhvers konar endurlit til einfaldari tíma með sér, þegar lög Sólstafa voru meira og minna hrá og ógurleg. „Sálumessa“ er hins vegar stóreflissmíð. Dramatískt og þungt og minnir á síðustu verk sveitarinnar. Sigur Rósar-legur gítar og háspenna í öllum flutningi, söng og ekki síst texta þar sem glímt er við eitthvað hræðilegt („Mér var kennt að þegja, þar til ég var stór / En í dag ég fel það, en í dag sker það, með grjót í hjarta, stend ég einn / Ég kvalinn er / Ég kalinn er“). Magnþrungið lag, hvernig sem á það er litið.
Við tætum svo og tryllum í „Vor ás“, frábærlega sömdu lagi og hér er maður farinn að fá góða tilfinningu fyrir verkinu. Platan er fjölbreytt, jafnvel fjölskrúðug, þar sem hvert og eitt „innslag“ er bæði vel útfært og samið. Á eftir níðþungri sálumessunni er „ásinn“ settur út og hann umbreytist í helbert stuð undir rest. Og við tekur „Freygátan“, píanódrifin bárujárnsballaða sem tekur kollsteypu í hálfgerðan hetjumálm eftir miðbikið. Þrjú ólík lög en öll kórrétt og hluti af kræsilegri heild. „Nú mun ljósið deyja“ hendist í þeytislagið frá fyrstu sekúndu, mikil og stormandi þeysireið og „Kuml (forspil, sálmur, kveðja)“ lokar plötunni með eftirtektaverðum hætti. Jens Hansson er mættur með saxófón og Sigurjón Kjartansson með sína einstöku rödd, meðlimir úr Ham og Sálinni hans Jóns míns. Ólíkir vinklar en á litla Íslandi er það eiginlega aldrei þannig (Ham og Sálin léku báðar sína fyrstu tónleika sama kvöld og í sama húsi (Lækjartunglið).
Sannfærandi verk frá Sólstöfum. Síðan Köld (2009) kom út hefur hún haft lítinn áhuga á regluverki því sem fylgir þungu rokki og þá ekki síst þeim klafa sem oftlega er settur á svartmálmsiðkendur. Sigur Rós og Pink Floyd koma óneitanlega upp í hugann, sveitir sem svifu einfaldlega af stað í nýja heima hvar allt má. Þannig hefur þetta líka verið með þá sem hér eru undir smásjánni. Og þó ég hafi hent einhverjum nöfnum í þessi skrif til að hjálpa til við skilning er stíll Sólstafa einstakur. Þú þekkir þá um leið. En treystir því á sama tíma að þeir dragi eitthvað „óþekkjanlegt“ fram, veri það kvennakórar eða saxófónar. Megi þessi ávallt ófyrirsjáanlega reið halda áfram lengi enn.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012