Plötudómur: viibra – viibra
Ljósmynd/Anna Maggý
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. ágúst.
Þegar himinn og jörð syngja saman
Flautuseptettinn viibra, sem stofnaður var til í kringum plötu Bjarkar, Utopia, hefur gefið út breiðskífu. Innihaldið er sex verk eftir jafn mörg tónskáld.
Það var fyrir átta árum, 2016, sem septettinn var settur á fót og þá fyrir tilstuðlan Bjarkar Guðmundsdóttur. Var það vegna plötunnar Utopia sem kom svo út ári síðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spennandi tónlistarverkefni fæðast vegna hennar, ég minnist grænlenska kvennakórsins og Wonderbrass-blásarasveitarinnar t.d. Utopia var eins og eftirspil við plötuna á undan, hina ægisorglegu og erfiðu Vulnicura. Á Utopia var hins vegar bjartara um að litast, tónheimurinn ævintýralegur og nánast eins og léttir/andvarp eftir þyngslin á undan. Flautur voru miðlægar, t.d. í kynningarefni og svo í tónlistinni sjálfri. Septettinn ferðaðist síðan með Björk um heiminn í kjölfarið og tók þátt í Cornucopia-sýningunni metnaðarfullu.
Þær Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Dagný Marinósdóttir, Sólveig Magnúsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir og Þuríður Jónsdóttir skipa septettinn. Meðlimir eiga tvö verk á plötunni (Berglind og Björg) en restina eiga þau Bergrún Snæbjörnsdóttir, Bergur Þórisson, John McCowen og Bára Gísladóttir. Á þessari fyrstu plötu viibra kannar hann, samkvæmt tilkynningu, „margslunginn hljóðheim flautunnar í gegnum spuna og fjölbreytta nálgun í tónlistarsköpun“. Platan var tekin upp í Stúdíó Bergi í janúar/febrúar 2023. Bergur Þórisson hljóðritaði, hljóðblandaði og hljómjafnaði.
Platan hefst með verki Bergrúnar Snæbjörnsdóttur, „Venutian Wetlands“. Lágvært upphaf en á sama tíma skerandi (er það hægt?). Fljótlega fer maður svo að greina flauturnar, hvar þær klifra upp með hvellum. Þær ólmast upp, hvessa sig og gelta undir rest. Ég ætla ekki út í hljóðfæragreiningu hér, fyrir utan hreinan þekkingarskort ruglaði ég einu sinni saman mandólíni og banjó í dómi um tónlist Ske og hef haft gætur á mér í þeim efnum allar götur síðan. Þetta er flott upphafsverk og á vissan hátt ákveðin yfirlýsing: Hér eru flautur (tékk), laglínur (tékk, eða, já …) og við ætlum að fara með þessa plötu í þá átt sem okkur hentar (risatékk). „CD Players“ eftir Berglindi er öðruvísi. Flautuleikurinn hangir yfir einhvern veginn eins og voð og fyrst um sinn er framvinda illgreinanleg, þetta er hrein stemning sem bara er og í raun engin hreyfing. Eða manni finnst það. Áhrifaríkt! Um miðbikið taka flauturnar þó að hringhendast, það er æsingur og másað bæði og hvásað. Verkið er á mörkum hljóðlistar, meira eins og vindgnauð innan úr stórum rörum. Þetta er ekki amaleg byrjun!
Verk Bergs, „kvoða“, felur í sér slaka, er kvikmyndalegt eiginlega og kemst næst því af öllum verkunum að vera hummanlegt lag. Steinunn Vala blæs sóló, það er rökkur yfir en líka myndrænn ævintýrablær. Pétur og úlfurinn í Útópíu? „Mundana X“ eftir John McCowen er hreinasta hljóðlistin hér, drunuverk í raun þar sem hangið er á sama tóninum á naumhyggjulegan hátt frá fyrstu sekúndu til hinnar síðustu. „Eyg“ eftir Björgu er enn einn snúningurinn á möguleikum þeirra hljóðfæra sem hér eru munduð. Ógnvænlegasta verkið, nánast fruntaleg hljóð innan um lágværari en ekki beint þægileg samt. Hér er spenna og hún er óþyrmileg þegar best lætur.
Handbragð Báru Gísladóttur er auðþekkjanlegt þegar lokaverkið, „Ms. Ephemeris Abyss“, byrjar. Nálega tuttugu mínútur af gárandi flautum og maður er á bríkinni allan tímann eins og alltaf þegar Bára á í hlut. Maður hugsar um hið stórkostlega Víddir og margt hér minnir líka á drunuverkið Silva. Það er alveg skýrt hver á í hlut hér en um leið er sköpun og framþróun, þó það nú væri. Bára heldur vel aftur af sér í þessu verki og ég greini það sem fagurfræðilegt viljaverk. Þ.e. okkur er ekki hent fram af hengifluginu á ákveðnum tímapunkti eins og gert var á Víddum. Jú, flautuklifur og smá læti þegar ca. ¾ hlutar verksins eru búnir en það er samt smekkleg þægð í þeim lokakafla öllum.
Frumburður viibra er fjölbreytilegur og verkin spanna í raun allan skalann, allt frá stefjum sem gætu rúmast inni í Hollywood-mynd (Bergur) yfir í hljóðtilraun þá sem verk McCowens er. Margslunginn hljóðheimur, svo sannarlega.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012