Rýnt í: Íslenska raftónlist anno 2018
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. janúar, 2019
Á teknóvængjum þöndum
Það er nóg á seyði í íslenskri raf-, hús- og teknótónlist og síðasta ár var giska gjöfult útgáfulega séð.
Það er nóg um að vera í íslenskri dægurtónlist, ég get staðfest að þessir útlendu fjölmiðlar og ferðamenn eru að segja dagsatt þegar þeir undra sig á virkninni hér uppi á skeri. Hins vegar eru geirarnir missýnilegir. Við tökum vel eftir því sem er að gerast í poppi og rokki, hipphoppið fer framhjá fáum og þungarokkssveitir á borð við Dimmu og Skálmöld eiga oggulítinn stað í hjartanu á ömmu gömlu.
Grasrótin, t.d. það sem hið merka listasamlag post-dreifing hefur staðið fyrir, er huldari. En ég er farinn að sjá (og heyra) að enginn geiri er meira utan alfaraleiðar en raftónlistargeirinn. Þetta var ekki svona; á tíunda áratugnum var Thule sæmilega áberandi með sitt efni í almennum áhugamannakreðsum en í dag er eins og huliðshjálmur liggi yfir þessari senu. Og þetta er í öfugu hlutfalli við iðjusemina í útgáfu, en í fyrra var mikill handagangur í öskjunni. Plötur eru þó oft gefnar út í Evrópu þar sem þær ferðast ekki út fyrir klúbba og DJ-menningu viðkomandi landa, lög og plötur lúra einatt á Bandcamp eða Soundcloud og tónlistin er þess eðlis að hún þolir illa dagspilun í útvarpi. Auk þess eru þeir sem á bak við tónlistina standa oft „andlitslausir“, baksviðsmenn og græjugaurar sem trana sér lítt fram.
Að þessu sögðu áttu tveir aðilar, Andi og Futuregrapher, ágætis innslög á árinu og þeir stóðu sig auk þess vel í fjölmiðlatengingum. Futuregrapher hefur lengi verið með iðnari raftónlistarmönnum og stendur sig auk þess vel sem útgefandi (Möller Records). FALK-útgáfan átti þá gott ár. Hún hefur venjulega einbeitt sér að einkar jaðarbundnu efni en á síðasta ári kom út slatti af tiltölulega aðgengilegu teknói og „húsi“. T.a.m. kom út virkilega fín plata með hinum danska Asmus Odsat og hinum pólska ERZH. Einnig mjög fínar plötur með astvaldi, Jónbirni og AAIIEENN, plötur með fjórum til sjö lögum oft. TRPTYCH, sem er í dag sólóverkefni Daníels Þorsteinssonar (trymbill Maus) átti þá feykisterka plötu, Tempt Me.
Teknóboltarnir Volruptus og Bjarki áttu stuttskífur og skemmtilegt hvernig íslenskir raftónlistarmenn leika sér með íslenskuna, þrátt fyrir að plöturnar séu aðallega á erlendum markaði. Plata Bjarka heitir Óli Gumm og á nett sýrðri plötu Volruptus er lag sem kallast „Súrmatur“. Yagya, sem er listamannsnafn Aðalsteins Guðmundssonar, sem lengi gaf út sem Plastik (stundum Plastic), átti þá stuttskífuna Fifth Force, ljómandi fína alveg. Stigið dálítið frá sveiminu sem hann er þekktastur fyrir og farið inn á taktvissari svæði. Hljómurinn hnausþykkur og skýr. Cold (Ísar Logi Arnarsson), sem gefur út hjá Thule, átti þá frábæra plötu, Dub Safari, en Cold hefur verið að í meira en tuttugu ár. Kalt og naumhyggjulegt teknó eins og nafnið gefur til kynna. Annað sem hægt er að nefna er Exos, Ohm, Ruxpin, Bistro Boy, Commander og Ugly since 91. Og að sjálfsögðu hin mjög svo ágæta Lagaffe Tales-útgáfa sem hefur dælt út tólftommum á undanförnum árum en mér telst til að hún hafi átt þrjár slíkar á síðasta ári.
Nú er ég pottþétt að gleyma einhverju, þrátt fyrir að ég sé búinn að dæla í ykkur nöfnum. Eins og segir: tónlistin tilheyrir hinum alþjóðlega raftónlistarheimi og sumir, eins og Bjarki, hafa náð undraverðum árangri á erlendum mörkuðum, þó að lítið fréttist af því hér innanlands.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012