Rýnt í: Íslenska raftónlist anno 2024

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 15. febrúar.
Rafskruðningar og reffilegheit
Hér fer lauflétt raftónlistaryfirlit hvað síðasta ár varðar. Íslensk raftónlist er við góða heilsu, hennar ýmsu afbrigði vaxa og dafna og slatti af firnagóðu efni leit dagsins ljós árið 2024.
Raftónlist er stóri undirgeiri dægurtónlistarinnar ásamt þungarokki. Það er allt á fullu og allt að gerast úti um heim allan. Langlífasti útvarpsþáttur landsins, Party Zone, er helgaður forminu. Ein farsælasta sveit landsins fyrr og síðar, GusGus, leggur sig eftir heimi þessum. Það eru klúbbakvöld, innfluttir skífuþeytar og Bandcamp tútnar undan taktföstu íslensku teknói, sálarríku húsi og dreymnu sveimi. Og það eru útgáfufyrirtæki; Thule, Möller, Space Odyssey, Lagaffe Tales o.s.frv. Íslensk raftónlist brunar áfram, eins og risastór hraðlest frá Tókýó, en er sjaldnast í alfaraleið og oftast bak við ystu sjónarrönd.
Rennum yfir nokkrar góðar plötur frá síðasta ári. Þessi skrif eru langt í frá tæmandi, tám dýft mætti segja, og ég tek góðfúslega við ástar- sem hatursbréfum í gegnum uppgefið netfang. Tonik Ensemble (Anton Kaldal) gaf út æði gerðarlega plötu á síðasta ári, Music is Mass. Hljómur djúpur og reisnarlegur og platan virkilega sterk. Anton hefur verið lengi að og reynslan vinnur með honum hérna. Dásamleg tónlist; voldug bæði og vönduð og gefin út af Touched, því eðalmerki rafrænna tóna, óma og hljóma. Af svipuðum toga, áferðarlega a.m.k., er plata Jónbjörns, Gárur. Jónbjörn rekur Lagaffe Tales sem gefur út hústónlist og ýmislegt annað sem á ættir að rekja til rafheima. Þetta er fyrsta breiðskífa Jónbjörns og tvöföld skal hún vera. Tónlistin var samin á nokkurra ára bili og íslenskir hljóðbútar gera vart við sig, úr kvikmyndinni Blossa og lögum Stuðmanna til dæmis. Hljómur er þá afskaplega góður, líkt og stuttskífur Jónbjörns hafa borið með sér. Þetta er íslensk hústónlist í hæsta gæðaflokki og heildarbragurinn einstaklega ljúfur og lokkandi.
Skorri vinnur hins vegar á öðru sviði. Plata hans, randyrtsport, inniheldur hart teknó sem kom út hjá Trip Recordings síðasta haust. Keyrslan er þokkalega miskunnarlaus en um leið er nægt rými fyrir frum- og ferskleika. Skorri er fjórði Íslendingurinn sem gefur út plötu hjá Trip Recordings en Bjarki, Biogen og Volruptus hafa og átt plötur þarna. Þá gaf sideproject út plötuna sourcepond. Sveitin hefur lengi verið einn máttarstólpa post-dreifing-listasamlagsins og hafa útgáfur tríósins verið vel súrar á köflum (hrós!). Hér er hún, á sínum fyrsta vínil, í einhvers konar grime-gír og mun hnitmiðaðri en oft áður. Á sourcepond er taktur og flæði en allt er það skorið upp og skælt að hætti hússins. Merkasta neðanjarðarsveit landsins þegar litið er til síðustu ára. Futuregrapher, eitt listamannanafna Árna Grétars Jóhannessonar sem kvaddi okkur í upphafi árs, átti þá ófáar skífur í fyrra. Óhætt er að mæla með Brimi, sem út kom í nóvember. Falleg, hægstreym og með þessa einstöku dýpt sem Árni bjó yfir. Platan A Winter Shore, sem Futuregrapher og Gallery Six gerðu saman er líka stórgóð, heilandi „ambient“ með lúmskum tilraunablæ.
Þá má geta tveggja platna eftir Slumma (Guðmundur Arnalds), Idiot Flower og Bastard Flower. Teknókóngurinn Exos var þá öflugur á síðasta ári, fjórar stuttskífur og ein breiðskífa. Platan, Green Light, kom út hjá hinni margrómuðu teknóútgáfu Tresor í Berlín. Jamesendir átti líka afbragðsstuttskífu, Mia Jam Hip.
Fleiri nöfnum væri hægt að hlaða inn en við segjum þetta gott að sinni í þessu innliti. Veiðið skífurnar upp og reynið að styðja listafólkið sem að þessu stendur með einhverjum hætti, ýmsar leiðir eru til þess. Þakkir fær Trausti Júlíusson fyrir veitta aðstoð við pistilritun þessa.
Stikkorðaský
Abba ATP Bagdad Brothers Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012