Rýnt í: Mínus og vínylendurútgáfur
Englar í dulargervi
Tvær plötur Mínuss, þær Jesus Christ Bobby og Halldór Laxness, eru komnar út á vínil, með auknum hljómgæðum. Ótrúlegar rokkplötur sem hafa heldur en ekki staðist tímans tönn.
Það er ekki leiðinlegt að horfa á Jesus Christ Bobby, meistaraverk Mínuss frá árinu 2000, rúlla á plötuspilaranum. Gráhvítur vínillinn, sem speglar kynngimagnað umslagið, er fallegur á að líta auk þess sem hann hljómar unaðslega. Það virðist alveg sama hversu oft ég hlusta á þessa plötu, ég verð alltaf jafn hissa yfir þeim afrekum sem þarna voru unnin, af strákum rétt um tvítugt. Framsæknin, spilamennskan, lagasmíðarnar, hugsjónin, allur pakkinn. Mínus var glerhart gengi, með áru sem ógnaði Rolling Stones er hún var upp á sitt besta. Ég dæsi bara þar sem ég skrifa þetta. Sit hljóður. Hristi hausinn. Þvílíkt og annað eins!
Ekki er leiðinlegra að virða gegnsæja, gula vínilinn sem hýsir annað meistaraverk, Halldór Laxness (2003). Hér höfðu piltarnir umbreyst úr harðkjarnasveit sem hugsaði út fyrir kassann í rokkguði sem átu snáka í morgunmat og spúðu eldi á sviði. Að sjá Mínus á tónleikum á þessum tíma, Guð minn almáttugur. Ósnertanlegir, helþéttir og besta rokkhljómsveit í heimi þær mínútur sem þeir voru á sviði (sáuð þið þá á Airwaves nú fyrir stuttu? Bara, vá!).
Báðar plötur voru rækilega fóstraðar af upptökustjórnandanum Curver sem leiddi sveitina um tilraunastigu á fyrra verkinu, hækkaði svo upp í ellefu á réttum stöðum á því síðara og hélt mönnum á teinum. „Það rennur ekki vatn á milli,“ sagði vinur minn er hann hlýddi á gripinn fyrsta sinni og furðaði sig á þéttleikanum sem stökk á hann.
Ég man þegar ég sá Mínus í fyrsta skipti. Og ég rifjaði það upp er ég dæmdi fyrstu breiðskífuna, Hey, Johnny (1999) fyrir Morgunblaðið: „Áður en sjóaðir rokkarar eins og Ensími og Botnleðja komu fram spiluðu Mínus u.þ.b. sjö mínútna langt sett af slíkum ofsa og einlægni að ég hef sjaldan séð annað eins. Það var eitthvað sem var ótrúlega ferskt og lifandi hjá þessari sveit og það fór um mig undarlega góð tilfinning, þessi gæsahúðartilfinning sem maður fær þegar maður heyrir lögin sem breyttu lífi manns aftur eftir langt hlé.“
Svona leið mér fyrir kvartöld. Og í enduðum apríl á þessu ári hafði lítið breyst. Ég fékk þá þann heiður að leiða kvöldstund í 12 Tónum fyrir hönd FTT, Félags tónskálda og textahöfunda, en uppleggið var að leggjast yfir Halldór Laxness vegna þessara endurútgáfa. Platan var leikin í heild sinni og þegar „Here Comes The Night“ kikkaði inn hvarf ég. Hvarf inn í óminni tónlistar í rúmar þrjár mínútur. Ég var ekki til, ekkert var til, bara helber sæla, gæsahúð og yndistilfinning sem ég vildi aldrei losna við. Svona virkar tónlist. Þið þekkið þetta. Það er ekkert sem kemst nálægt þessu.
Það rifjast líka upp er ég set niður þessi orð að ég fylgdist með þessum drengjum, drengjunum „mínum“, standa í fylkingarbrjósti hins nýja, ýtandi á öll mörk, ryðjandi brautir og búandi til eitthvað fallegt, flott og geggjað um leið og allir voru skildir eftir í rykinu. Hugrekki, kraftur og líf. Þessi tími var svo ótrúlegur, ferill þessarar sveitar svo magnaður og að hafa fengið að standa á hliðarlínunni á meðan þessir galdrar lukust upp eru forréttindi. Þeir sem hafa minnsta áhuga á að sjá inn í kjarna rokksins, smellið þessum á fóninn eða farið á næstu tónleika sveitarinnar.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Rapp Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012