Skýrzla: Erlend jólatónlist, 2024
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. desember.
„Dót, jóladót, nokkrar plötur með …“
Hér verður stiklað á stóru hvað nýja erlenda jólatónlist áhrærir. Kanónur svipta upp helgum hljómum, nýliðar stökkva á bjöllum skreyttan sleðann og óvænt útspil láta sömuleiðis á sér kræla.
Ég ætla að vona að ég sé ekki að verða tuðgjarn með árunum en þetta árið er ansi fátæklegt í þessum efnum. Nei, ég er enginn skröggur, ég verð bara alltaf svo spenntur og forvitinn yfir þessu máli, hverjir ætla að leggja til í þennan sístækkandi geira í ár? Kacey Musgraves gaf t.d. út dásamlega plötu árið 2016 og Rod Stewart átti sömuleiðis yndislegt innslag – sem kom pínu á óvart – nokkrum árum fyrr. Innan um þetta eru svo voðagripir, man t.d. eftir jólaplötu Tonys Hadley sem var alls ekki að fljúga hjá neinum. Alger „jólasteik“, í yfirfærðri merkingu þess orðs.
En förum í þetta og upp með jólaskapið! Stærsta platan í ár er vafalítið plata spjallþáttastjórnandans Jimmys Fallon, Holiday Seasoning. Segir það mögulega eitthvað um árferðið að þetta er markverðasta fréttin en Fallon er náttúrlega fyrst og síðast leikari og skemmtikraftur. Það vantar ekki gestina á þessa bólgnu og afskaplega amerísku plötu en þeir eru m.a. Roots, Meghan Trainor, Justin Timberlake, Ariana Grande, Megan Thee Stallion, „Weird Al“ Yankovic, Will Ferrell og Dolly Parton. Takk fyrir. Platan er létt og grallarakennd, teygir sig til okkar „allra“ enda er það fag Fallons.
Þar með er það upptalið hvað fallbyssur varðar. Í sálartónlistarkreðsum má nefna jólaplötu eftir r og b-stórstjörnuna Brandy og svo fer plata Jennifer Hudson, The Gift Of Love, með himinskautum hvað varðar sölutölur. Hudson vakti fyrst athygli fyrir tuttugu árum í American Idol og hefur keyrt gifturíkan feril síðan.
Ég veiddi svo upp plötu með Ben Folds, Sleigher, notaleg plata og launkerskin eins og Folds er von og vísa. Nú veit ég ekki hvort einhver man eftir þessum ágæta tónlistarmanni yfirhöfuð en hann nýtur töluverðs fylgis vestur í Bandaríkjunum og leiddi jaðarpopprokkstríóið Ben Folds Five á tíunda áratugnum (Whatever and Ever Amen, 1997, er „platan“). Svo við höldum áfram niður þennan stíg, þá er gleðilegasta uppgötvunin í ár án efa A Peace Of Us, jólaplata sem – haldið ykkur – Sonic Boom úr Spacemen 3, Dean Wareham (Luna, Galaxie 500) og Britta Phillips (Luna, The Belltower) hrærðu í saman. Sextán ára ég hefði fengið grenigrænar bólur yfir þessum fréttum en þroskaða útgáfan af Arnari stökk til af æsingi. Og, þetta virkar fullkomlega, get ég sagt ykkur. Ekki ósvipað og jólaplata Low, þetta eru neðanjarðarhetjur að sinna jólatónlist af natni og virðingu. Frábærar útgáfur af „If We Make It Through December“, „Little Toy Trains“ og „Pretty Paper“ og slatti af sjaldgæfum jólakúlum einnig.
Að síðustu ber að nefna jólaplötur úr þjóðlagaranninum. Ég varð óður og uppvægur þegar ég frétti að Unthanks, systradúettinn frá Norðymbralandi, væri að fara að gefa út hátíðarplötu. In Winter olli hins vegar vonbrigðum verð ég að viðurkenna, þessi dýpt sem systurnar sannarlega búa yfir næst ekki þarna, því miður. Mæli þá heldur með plötu Jackie Oates og Johns Spiers, A Winter’s Night, hvar er að finna vætubundna, al-enska miðsvetrarstemningu. Hér er m.a. útgáfa af „Sofðu unga ástin mín“ sem er þó bara í mesta lagi forvitnileg. Restin betri.
Þannig var nú það. Á laugardaginn, í blaði þessu, verður svo úttekt á nýjum íslenskum jólaplötum. Ó, ég hlakka svo til!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012