Skýrzla: Norðanpaunk 2024
Glöð Kátt á hjalla hjá Norðanpaunksgestum. Ljósmynd/Arnar Eggert Thoroddsen.
—
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 10. ágúst.
Í norðri er ljúfur niður
Síðastliðin tíu ár hefur tónlistarhátíðin Norðanpaunk verið haldin á Laugarbakka. Höfundur sótti hátíðina heim um síðustu helgi og varð margs vísari.
Hvaða tilgangi þjóna tónlistarhátíðir? Af hverju eru þær haldnar, af hverjum, fyrir hverja og af hverju mætir fólk ár eftir ár? Aðstandendur Norðanpaunks buðu mér að kíkja á sig um liðna helgi og lögðum við hjónin af stað í bítið á laugardagsmorgni með skyldustoppi í Geirabakaríi að sjálfsögðu. Ég hef lengi vitað af hátíðinni, hef alltaf verið á leiðinni, og því fagnaði ég þessu góða boði. Hátíðin er nokk einstök, er „gerðuþaðsjálfur“-hátíð eða DIY („do-it-yourself“), nálgun sem snýst um grasrótarstarfsemi og sjálfbærni. Hugtakið „gerumþaðsaman“ er þá að ryðja sér til rúms líka og er meira hæfandi í raun í þessu tilfelli (DIT= „do-it-together“). Hátíðin er haldin í sönnum pönk/kommúnuanda og er í raun réttu á vegum þeirra sem hana sækja. Hún er skilgreind sem árshátíð/ættarmót, er algerlega framkvæmd af sjálfboðaliðum og er ekki gróðamiðuð. Hátíðin stendur því og fellur með þeim sem leggja eitthvað til. Rík áhersla er þá á „öruggara rými“ (e. „safer space“), virðingu við og inngildingu hvers kyns jaðarsettra hópa og teymi frá skaðaminnkunarsamtökunum Matthildi var á staðnum. Gestir tjalda svo nálægt félagsheimilinu Ásbyrgi hvar tónleikar eru haldnir. Um fimmtíu sveitir komu fram sem eiga það helst sameiginlegt að leika neðanjarðarrokk af alls kyns toga. Pönk, dauðarokk, svartmálmur, dómsdagsrokk. En einnig alls kyns tilrauna- og raftónlist, nýbylgja og óhljóð. M.ö.o., það er eitthvað í það að Kaleo muni spila þarna.
Hátíðin er lítil um sig og innileg og það tók ekki langan tíma að detta inn í góða stemningu. Á milli hljómsveita vafraði maður út á grasflöt og spjallaði við vini og kunningja úr „bransanum“. Bæði jafnaldra sem ég er búinn að þekkja í 35 ár en líka yngra fólk, nýja kynslóð sem ég þekki að mestu leyti í gegnum tónlistina sem hún er að búa til. Það var gott að hitta það fólk í kjötheimum og hér er komið a.m.k. eitt svar við spurningu minni í upphafi. Tilgangur svona samkunda er einfaldlega að hittast og komast aðeins út úr Messenger-samskiptunum.
Ég tók mér stöðu sem fluga á vegg á hádegisfundi aðstandenda og gat numið þar andblæ hópsins og verkferla. Seinna um daginn settist ég formlega niður með skipuleggjendum, hljómsveitum og gestum og við tókum nokkurs konar þankahríð öll sömul. Ég tosaði upp tónlistarfræðadúskinn minn góða og reyndi að setja þetta allt saman í samhengi. Það var fróðlegt að heyra hvernig Norðanpaunkarar hugsa um þessa hátíð sína, vonir þeirra og væntingar. Í ljós kom t.d. að áhersla á öryggi, inngildingu o.s.frv. eru hlutir sem hafa verið í þróun, eðlilega, og þá algerlega í takt við breyttar áherslur samfélagsins sem slíks. Það er jákvætt að sjá að sjálfsagður hlutur eins og öryggi gesta sé settur á oddinn, eitthvað sem hefur alls ekki verið raunin í gegnum tíðina (ég var uppi á 10. áratugnum, er X-kynslóðarmaður og veit því allt um þetta!). Einnig var áhugavert að heyra að breytingar á hátíðinni urðu m.a. vegna þess fólks sem kom inn í skipulagninguna. Það segir sig sjálft, en ég ætla samt að segja það, að ef sex hvítir gagnkynhneigðir karlmenn halda um tauma eða hvað það nú er þá mun sú staðreynd endurspegla tónlistarlegar áherslur. „Drifkraftur mannskepnunnar er samvinna – ekki samkeppni“ er speki sem ég trúi staðfastlega á. Ég lét hana óma í anddyri Ásbyrgis í lok þessa fundar enda lýsir hún þessari stórgóðu hátíð fullkomlega.
s
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012