Sleaford Mods: Angistin í Englandi
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 17. maí, 2014]
Þetta er England
• Sleaford Mods, Jason Williamson og Andrew Fearn, kveða um hráslagalegan, breskan veruleika
Plötubúðin Norman Records í Leeds hefur á undanförnum árum getið sér orðstír sem mikil mekka tónlistarpælara og vefsetur hennar er sem vin fyrir forvitnilega og framsækna tónlist. Í fyrra valdi búðin plötu Sleaford Mods, Austerity Dogs, sem plötu ársins og fór pistilritari að sjálfsögðu í humátt á eftir þessum mikla smekkleiðara. Hrifningin fór reyndar ekki fram úr öllu valdi en hrár, miskunnarlaus tónninn vakti engu að síður athygli. Sleaford Mods hljóma eins og vondu, eldri frændur The Streets; raunsæir textar upp úr daglegu lífi á Bretlandseyjum en mun myrkari og harðari. Meðlimirnir, Jason Williamson (rapp) og Andrew Fearn (tónlist), líta satt að segja út eins og lifaðir glæpamenn eða synir götunnar, nema hvort heldur sé. Ég myndi varla þora að taka við þá viðtal, og ef svo færi, yrði hnúturinn í maganum vel yfir meðallagi. „Bresk verkalýðsútgáfa af Suicide,“ segir Alexis Petridis á Guardian sem er hrifinn, eins og fleiri um þessar mundir.
Grjóthart
Sleaford Mods eru búnir að vera til síðan 2006 en Williamson var einn í bátnum fyrstu árin og gaf út fjórar plötur, allar á heimabrenndum diskum. Fearn gekk til liðs við Williamson upp úr 2010 og fyrsta plata dúettsins var fimmta plata Sleaford Mods, Wank (2012). Það var svo með áðurnefndri Austerity Dogs sem Sleaford Mods náðu eyrum þjóðar, eða a.m.k gagnrýnenda, en þeir hafa hampað hljómsveitinni linnulítið síðan. Dúettinn var svo gott sem óþekktur fram að því og til marks um það var Austerity Dogs gefin út í 300 eintökum fyrsta kastið. Nú, hálfu ári síðar, stendur yfir nokkurs konar „lofsyrða“-stríð en auk Norman Records hafa miðlar eins og Wire, Uncut og Mojo stokkið á vagninn og jafnframt stærri og almennari blöð eins og Guardian. En hvað skýrir þetta dálæti á þeim félögum, sem spýta út úr sér hvössum, miskunnarlausum lýsingum á stöðu mála í heimalandinu með grjóthörðum Nottinghamskíris-hreim á meðan einfaldir, harkalegir taktar malla nánast kæruleysislega undir?
Ástand
Petridis leggur fram þá kenningu að þeirra tími sé núna, einfaldlega vegna þess að tónlistin rími betur við tíðarfarið en fyrir sex, sjö árum síðan. Bretar séu að verða þreyttir á Íhaldsflokknum sem fer nú með völd og þá sérstaklega verkalýðsstéttin sem Sleaford Mods bæði tilheyra og tala beint til. Sögulega séð rúlla þeir eftir pólitískt meðvituðu poppi á borð við það sem Specials boðuðu (þar sem tekið var á landspólitíkinni) og The Streets (þar sem pólitík hins daglega lífs er í forgrunni). Okkar menn eru meira í ætt við þá síðastnefndu (sem var eins manns sveit Mike Skinners) en stóru málin eru engu að síður undir um leið. Einfaldari skýring er þá sú að tónlistaráhugamenn þyrsti í eitthvað nýtt, eitthvað sem storkar varlegu, framleiddu poppi og Sleaford Mods svala öllum slíkum þörfum með vinstri. „Það sem þú sérð er það sem þú færð,“ og Williamson vinnur t.d. sem símaúthringingarmaður í augnablikinu. Tónlistin, sérstaklega á nýjustu plötunum, er þá harðari, einfaldari, einstrengingslegri og kröftugri en nokkuð af því sem Williamson gerði í árdaga og þessi „ekta“ keimur, sem minnir um margt á fyrstu bylgju pönksins, er greinilega að hræra í mörgum. Og þó að gjörbylting á samfélaginu sé kannski ekki í spilunum er þetta vissulega hressandi vatnsgusa. Eða eins og Williamson myndi orða það: „#%$&!!“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012