Slint: Síðasta rokkmeistaraverkið?
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 10. maí, 2014]
Einu sinni í Louisville
• Platan Spiderland með síðrokkssveitinni Slint endurútgefin
• Þykir með áhrifaríkustu rokkskífum sögunnar
Slint var lítt þekkt er Spiderland kom út árið 1991 undir hatti hinnar merku útgáfu Touch and Go og seldist víst ekki nema í 3.000 eintökum eða þar um bil fyrsta kastið. Þeir sem keyptu voru hins vegar sem andsetnir yfir snilldinni og platan hóf fljótlega að seljast af meiri krafti. Mergjaður dómur um plötuna í Melody Maker, skrifaður af Steve Albini (sem tók upp fyrri plötu sveitarinnar, Tweez), gerði einnig mikið fyrir hana í blábyrjuninni. En það þurfti svosem ekki neinar eldræður til að sannfæra fólk um mátt og megin plötunnar, hún sá alfarið um það sjálf og eftir því sem árin hafa liðið hefur hún tekið sess sem ein áhrifaríkasta rokkplata sem út hefur komið undanfarna kvartöld eða svo. Spiderland er réttilega kölluð tímamótaverk, hafði fyrst um sinn mest að segja í neðanjarðarrokkinu en síðrokkið svokallaða (Mogwai, Godspeed…) á t.d. mikið undir þessari einu plötu. Stílbrigði þau og áferð sem er að finna á Spiderland hafa svo lekið út í meginstrauminn hin síðustu ár og vegur hennar hefur vaxið jafnt og þétt. Poppsagnfræðingar hafa nýverið gripið til líkinda við Velvet Underground að þessu leytinu til, sveit sem seldi lítið af plötum upphaflega en hafði aftur á móti gríðarleg áhrif á tónmál rokksins næstu áratugi.
Goðsaga
Þessi vigt Spiderland hefur nú verið staðfest bókstaflega af Touch and Go með forláta endurútgáfu, sem m.a. lýsir sér í veglegum kassa með vínylplötum, bók, mynddiski (með eins og hálfs tíma heimildarmynd), geisladiskum o.s.frv. Höfundur greinar ákvað meira að segja að gefa sér herlegheitin í fertugsafmælisgjöf, þrátt fyrir að eiga að heita sveltandi námsmaður (ofgnótt þessara viðhafnarútgáfna á öllu mögulegu og ómögulegu er reyndar efni í annan pistil). Þessi útgáfa hefur svo valdið því að mikið hefur verið rætt og ritað um Slint/Spiderland að undanförnu og lítið er um „gagnrýnar“ aðfarir að gripnum. Öll skrif upp á tíu og akkorðsvinna fer nú fram í að dýpka enn frekar á goðsögninni. Fólk er einfaldlega fíkið í drama, dulúð og listræn þrekvirki sem eru ofar skilningi okkar dauðlegra manna og Slint færir okkur þetta allt saman á silfurfati. Þetta lýsir sér t.a.m. ágætlega í því að heimildarmyndin „Breadcrumb Trail“ (eftir opnunarlagi plötunnar) hefur verið sýnd í völdum kvikmyndahúsum um heiminn, m.a. hérna í Edinborg. Jú, mynd um U2, Bítlana, Pearl Jam, ég get vel skilið það, en Slint? Merkilegt. Árið 1991 stóð ég horrenglulegur í plötubúð í Lundúnum með gripinn í höndunum, eftir „dóminn“ hans Albini, tuttugu og þremur árum síðar (og nokkrum kílóum og gráum hárum) var ég kominn í 30 manna bíósal, vottandi þessu meistaraverki virðingu mína. Það þarf líklega ekki að taka það fram að áhorfendahópurinn samanstóð af karlmönnum á fertugsaldri með hornspangagleraugu, fimm daga skegg og í mismunandi litum Converse-skóm (sumir jafnvel á fimmtugsaldri, eins og ég. Úff…).
Dýpi
Í myndinni er talað við alla sem máli skipta, utan reyndar Will Oldham, sem tengdist sveitinni mikið, átti t.d. að vera söngvari á tímabili, og maður fær ágætis innsýn í það hvernig málum var raunverulega háttað (þeir sem vilja halda í ævintýrið, ekki lesa lengra). Athyglisverðast er hversu langt er á milli sjálfrar tónlistarinnar og þeirra sem bjuggu hana til. Til glöggvunar; tónlistin er myrk, flókin og „lifuð“, maður sér fyrir sér djúpt þenkjandi menn með skorin andlit og drjúga spilamennsku á herðunum. Ekki grallaraspóa undir tvítugu á stuttbuxum, búandi heima hjá mömmu og pabba við það öryggi og velferð sem hin venjulega miðstéttarfjölskylda býður jafnan upp á.
Þessi „rof“-kenning er enn í þróun en þetta var m.a. það sem Converse-íklæddir bræður mínir höfðu mest á orði að mynd lokinni. Og þrátt fyrir að ljósi hafi verið varpað á ýmislegt klóra menn sér enn í kollinum. Söngvarinn fékk t.a.m. taugaáfall í upptökulok og menn eru enn að ráða í hvað það var eiginlega sem kom þessum piltum á þennan stað. Söngvarinn, Brian McMahan, hefur greinilega ekki jafnað sig á þessum tíma og arkitekt plötunnar, trymbillinn Britt Walford, er sérkennilega utan við þetta allt saman tilfinningalega. Djúp vinátta þessara ólíku manna er svo enn eitt hugarfóðrið til að smjatta á. Ég gæti skrifað bók um þessa plötu en verð að sætta mig við takmarkanir þessa ágæta pistils. Engu að síður gat ég ekki hamið mig þegar af stað var farið og frekari vangaveltur um Slint, sem pössuðu ekki inn í þennan pistil, má nálgast á www.arnareggert.is.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012