Tónleikadómur: Mannakorn í Háskólabíói

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 26. apríl.
Öll við erum samferða …
Mannakorn, þessi gersemi íslenskrar dægurtónlistar, lék fyrir fullu Háskólabíói í fyrrakvöld. Pistilritari var á staðnum og greinir frá göldrunum.
Mannakorn kvaddi veturinn með okkur í Háskólabíói eins og hún hefur gert undanfarin ár liðið miðvikudagskvöld. Bandið á sviðinu var frábært, þó að lagahöfundurinn, Magnús Eiríksson, hafi því miður ekki verið með í þetta sinnið. Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttur og synir Magnúsar, þeir Stefán (gítar, söngur) og Magnús (trommur), voru þarna ásamt Einari Scheving (ásláttur), Helga Reyni Jónssyni (gítarar), Kjartani Valdemarssyni (hljómborð), Þóri Úlfarssyni (hljómborð), Ívari Guðmundssyni (trompet) og Phil Doyle (saxófónn).
Hvað var ég að gera á þessum tónleikum? Fyrir stuttu lagðist ég í djúpköfun á höfundarverki Magnúsar Eiríkssonar og kom upp með svo margar og stórar perlur að ég er enn að jafna mig. Ég hef eðlilega alltaf vitað af þessari tónlist, verandi Íslendingur, en hún hefur engu að síður orðið dýpri fyrir mér. Allverulega. Ég gæti talað endalaust um þetta en nú verð ég að halda einbeitingunni. Hvernig voru svo þessir tónleikar?
Leikar hófust á hinu stórkostlega „Lifði og dó í Reykjavík“. Eitt af þessum „kvikmyndalegu“ lögum Magnúsar eins og ég kýs að kalla braginn, önnur lög eru t.d. „Óralangt í burt“ (sem kom í kjölfarið) og „Ekki dauðir enn“ sem var og spilað. Epískar, nokk naumhyggjulegar smíðar sem líða áfram eins og ferðalag. Það var annars létt yfir mannskapnum, sumar í sinni, og Pálmi stýrði allri framvindu eins og hershöfðingi. Röddin góð og bassaleikurinn unaður. Allir stóðu sína plikt eins og hetjur en ég nefni sérstaklega gítarleik Stefáns. Þvílíkur hljóðfæraleikari, allt svo náttúrulegt og „auðvelt“ á að líta.
Efnisskráin var góð, slagarar í bland við eilítið minna þekkt lög. Rokkarar, ballöður og gleðisprengjur sem vitna til um fjölskrúðugan lagabálkinn. „Einbúinn“ fékk að heyrast, þetta dásamlega lag af fyrstu plötu Mannakorna sem hljómar eins og vísun í enn eldri íslenska dægurtónlist. Ljúfsár stemma eins og svo mörg laga Magnúsar. Bandið rokkaði síðan á afar sannfærandi máta í lögum eins og „Á rauðu ljósi“ og „Blús í G“. Fyrsta lag eftir hlé var „Róninn“ og nú fór gullmolunum að fjölga. „Einhvers staðar einhvern tímann aftur“, hvar Ellen skein bjart og fallega. Ótrúlegt lag (ég er að verða uppiskroppa með hástigið). Salurinn tók undir sem ein manneskja í „Reyndu aftur“ og mikið sem „Línudans“ var skemmtilegt! Og bassasóló frá Pálma! Mikið þótti mér síðan vænt um að heyra „Aldrei of seint“, opnunarlagið á Brottför kl. 8, lag sem er hálfpartinn „djúpt skorið“, hljómar ekki eins oft og slagararnir kunnu. Svo falleg tjáning á ást tveggja einstaklinga, sem áttu hana, misstu mögulega þráðinn, en náðu honum aftur. „Aldrei of seint að sjást,“ segir þar, dásamleg lína sem segir allt. „Þorparinn“ var svalt og endað var á hinu grjótharða „Göngum yfir brúna“. „Gleðibankinn“ var líka fluttur með krafti og bravúr og nú var salurinn staðinn upp, syngjandi og dansandi. Lokalagið var „Samferða“, allir á fótum, allir „saman“. Heilagar mínútur sem hefðu mátt tikka til eilífðarnóns mín vegna.
Hinn hógværi Magnús ítrekaði í sjónvarpsþætti, sem unninn var vegna þakkarorðunnar sem hann var sæmdur í liðnum desember, að það væri enginn munur á honum og þeim sem semdi eitt gott lag. Ég held ég skilji punktinn en um leið sló hann heimsmet í óþarfa hógværð með þessari yfirlýsingu. Hef ég nú heyrt kynstrin öll af tónlist um ævina, ég hef samanburðinn, og því get ég sagt að það er beinlínis ekki hægt að ná utan um það hvernig einum manni tókst að setja saman alla þessa snilld. Þetta er hrein ráðgáta. „Viltu ganga um mínar dyr?“ spyr höfundurinn mikli í „Samferða“. Ef þú ert ekki þegar búinn að því, hlauptu inn í snatri!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012