[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 26. apríl, 2014]
„Óminni“ æskunnar
• Eru börn „níunda áratugarins“ með skekkta mynd á popptónlistina?
• Eða var David Bowie eitthvað meira en ljóshærður, fjörugur og dansóður poppsöngvari?
Fésbókin getur verið mesti skaðvaldur og tímasuga en um leið – eins og með flest mannanna verk – er hægt að hagnýta hana til góðra verka ef rétt er með farið. Á dögunum, seint að kvöldlagi, setti ég á vegginn minn fremur saklausa hugleiðingu um tónlist að ég taldi. Viðbrögðin voru hins vegar með nokkrum ólíkindum. Þar tiltók ég hvernig maður skynjaði popplandslagið barn að aldri, nánar tiltekið árið 1984, en þá var ég tíu ára. Vanþekking á sögunni gerði það að verkum að ég hélt að David Bowie væri hress, dansóður, ljóshærður poppari – eingöngu. Ég vissi ekkert um fortíð Genesis og Peter Gabriel var söngvarinn sem átti flotta myndbandið við hið ægigrípandi „Sledgehammer“ . Lengi vel var „In the army now“ eina lagið sem ég þekkti með Status Quo. Og svo má telja. Ég hélt að ég væri tiltölulega einangraður hvað þessar skekktu söguskoðun varðar en í ljós kom að jafnaldrar tengdu nánast allir sem einn sterklega við þetta.
Sýn og heyrn
Fleiri nöfn flóðu því inn á þráðinn. Var Fergal Sharkey í pönkhljómsveit (Undertones, fyrir þá sem ekki vita)? Átti Yes eitthvað annað en svuntuþeysaraslagarann „Owner of Lonely Heart“? Og fyrir mörgum var Fleetwood Mac poppsveitin á bak við „Seven Wonders“, „Little Lies“ og „Everywhere“. Auðvitað höfðum „við“ ekki hugmynd um að í eina tíð var hún helsta blúsrokksveit Bretlands leidd af gítarundrinu Peter Green og mokaði síðan plötunni Rumours út í milljónavís nokkrum árum síðar. Einn af þráðverjum uppgötvaði þetta með Sharkey meira að segja þar og þá.
Þessi sameiginlega sýn (og heyrn) þessarar kynslóðar vakti upp spurningar. Þarna hafði okkur verið varpað inn í mjög svo sérstætt tímabil í poppsögunni þar sem fjöldinn allur af gömlum stríðshrossum frá sjöunda og áttunda áratugnum var að gera tilraunir með að fóta sig á markaðnum á nýjan leik. Þetta voru bæði tilraunir til listrænnar endursköpunar og líka einfaldlega aðgerðir til að næla í smábita af poppkökunni með hvaða þeim aðferðum sem dygðu best. Þetta fólk hefur flestallt verið komið undir fertugt á þessum tíma og hafði legið í hýði um þrítugt og eitthvað yfir það (c.a. árin 1977-1982, þegar pönkið reið röftum).
Varnir
Mörg þessara laga eru það kirfilega þrædd í taugakerfið á „okkur“ að við sjáum í þeim gildi sem er hulið kynslóðinni á undan. Gildir þá einu að margt af þessu er arfaslakt og stenst engan veginn samanburð við fyrri afrek. Hins vegar hefur aldurinn sem þú ert á þegar þú heyrir herlegheitin allt um þetta að segja. Í dag getur maður rýnt í þetta úr meiri fjarlægð en það breytir því þó ekki að þessar smíðar bera okkur oft tilfinningalega ofurliði. Það erum við sem höldum uppi vörnum fyrir þessa tónlist og beinum sjónum að snilld þessara laga á meðan þeir sem eldri eru fussa og sveia. Skiljanlega. Þó að mér finnist fyrri verk Genesis í dag blómaskeið sveitarinnar hef ég mun sterkari og „náttúrulegri“ tengingu við tímabilið í kringum samnefndu plötuna frá 1983 („Mama“, „That’s All“, „Illegal Alien“). Skynjunin er einfaldlega öðruvísi. Þeir sem voru tíu ára 1994, 2004 og 2014 hafa þá sína sögu að segja en vangaveltur um slíkt eru efni í annan pistil. Læt þetta duga…í bili!
One Response to Tónlist, tími, minni: Ljóshærði sykurpopparinn David Bowie
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Hér er síða um Bowie: https://www.facebook.com/pages/Bowie-er-bestur/420671571398596