Tónlistarpistill: Tame Impala og nýja sýrutónlistin
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 1. ágúst, 2015
Ný sýruöld
• Tame Impala gefur út Currents
• Sýrutónlist móðins nú um stundir
Svofelld sýrutónlist (psychedelic music eða einfaldlega „psych“) gerði fyrst vart við sig á sjöunda áratugnum og náði hæstu hæðum um’66-’68. Málsmetandi popp- og rokksveitir eins og Bítlar og Stones nudduðu sér utan í formið á meðan yngri sveitir einbeittu sér alfarið að því. Tónlistin var innblásin af vímuefnafikti og þeirri leit og opnun sem þá einkenndi vestræna poppmenningu; dufl við framandi trúarbrögð og hljóðfæri stýrði málum og litríkar umbúðir og klæðnaður ásamt háleitu hugflæði og vissu „raunveruleikarofi“, svo vísað sé í pólitíska umræðu hér á landi, voru einkennandi (mæli eindregið með safni Rhino, Acid Drops, Spacedust & Flying Saucers: Psychedelic Confectionery From The UK Underground 1965-1969, vilji menn kynna sér þessa fyrstu bylgju).
Endurreisn
Ástæðan fyrir því að ég set niður þessa lýsingu á sýrutónlist er að nýjasta endurreisnin í þeim efnum hefur verið nokkuð einkennandi í umfjöllun tónlistarmiðla að undanförnu (nýsýra eða „neo-psychedelia“). Tame Impala (sem ég ætla að fjalla sérstaklega um í niðurlagi), Temples og Foxygen hafa verið helstu kyndilberarnir en svo eru endurútgáfumálin á fullu skriði, sífellt er verið að gefa út söfn með gamallri sýru og þesslegri tónlist frá öðrum mörkuðum en þessum kunnuglegu. Suður-Ameríku, Afríku og Asíu t.a.m. eru nú gerð skil í ríkari mæli með veglegum úttektum.
Tame Impala fara með himinskautum sem stendur en sýran hefur samt kraumað nokkuð ákveðið allar götur síðan Bítlarnir sáu glitta í dagblaða-leigubíla niðrá strönd. Stundum hefur sýrustigið verið hærra en venjulega og þau „bólguskot“ gerast reglulega. Pönksveitir böðuðu sig t.a.m. upp úr sýrunni, Liverpool-senan sérstaklega (Echo and the Bunnymen, Teardrop Explodes), á níunda áratugnum leituðu rokksveitir eins og Spacemen 3 og Loop gagngert í fagurfræði hennar og nefna má Paisley-senuna í Kaliforníu líka. Á tíunda áratugnum var það Elephant 6 gengið. Og svo má telja. Nútíma raftónlist og þjóðlagatónlist styður t.d. við undirsenur sem eru afar stöðugar hvað sýru varðar (trans og nýja þjóðlagasýran („freak-folk“)).
Sýrukrókar
Ég gæti haldið endalaust áfram um hina ýmsu sýrukróka og -kima en Tame Impala á það skilið að fá smá pláss hér undir rest enda er nýja platan þeirra, Currents, æði. Og umslagið eitt það flottasta sem ég hef lengi séð. Sýrt vel, minnir mig samt sterklega á þýska síð-súrkálstónlist frá fyrri hluta níunda áratugarins (en sú stefna átti einmitt mikið undir upprunalegu sýrutónlistinni!). Áfram með smjörið. Tame Impala er frá Perth, Ástralíu, og er leidd af Kevin nokkrum Parker. Hann er potturinn og pannan í verkefninu sem var sett á laggirnar árið 2007. Fyrsta breiðskífan, Innerspeaker, kom út 2010 og vakti verulega athygli á sveitinni og plata tvö, Lonerism, hnykkti enn frekar á þessu. Parker hylltur sem undrabarn og enginn þykir standast honum snúning í listrænni endursköpun á sýruforminu sem nefnt var í upphafi. Þó að Tame Impala komi fram á tónleikum sem hljómsveit sér Parker nánast einn um allan hljóðfæraleik er kemur að hljóðversvinnu. Currents er farsælasta plata sveitarinnar til þessa, hvað sölu og sýnileika varðar, og hefur jafnframt verið hampað mjög af gagnrýnendum. Engu að síður tók Parker áhættu, platan er til muna rafrænni en fyrri verk, gítarar víkja fyrir hljóðgervlum og áferðin er mýkri og sællegri en áður. Lagið „Let it Happen“ hljómar nú á öldum ljósvakans, en í textanum leggur Parker áherslu á að umfaðma lífið, „láta það gerast“ frekar en að reyna að berjast á móti því. Grúví!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012