Úttekt: Íslenskar raftónlistarútgáfur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. apríl, 2020.
Stansað, dansað, öskrað
Hún er talsverð, virknin í íslenskri dans- og raftónlist, þó að starfsemin sé að mestu utan alfaraleiðar. Hér verður litið til nokkurra hérlendra útgáfufyrirtækja af þeim toganum.
Ég er margbrenndur af því að þegar ég hleð í yfirlitsgreinar eins og ég er að gera hér kemur yfirleitt tölvupóstur eða öllu heldur messengerskilaboð þráðbeint í hausinn á mér eftir birtingu. „Þú gleymdir x og y!“ Ég ætla því að fara varlega í þetta skiptið og halda mig að allra mestu við útgáfufyrirtækin sem slík fremur en listamennina. Greininni er heldur ekki ætlað að vera tæmandi, yfirlitsgreinar eru það aldrei, þannig að ef einhver útgáfa er að vinna eljusamt starf en stóð einhverra hluta vegna utan míns ófullkomna radars sendið mér línu og ekki gleyma broskallinum!
Þær útgáfurá síðasta ári sem hrærðu hvað mest í okkur gagnrýnendum, blaðamönnum, dómnefndaraðilum og hvaða nöfnum sem má nú kalla okkur, voru Lagaffe Tales, FALK og Möller Records. Allar þessar útgáfur hafa sýnt af sér þolgæði og stefnufestu á undanförnum árum og gefið efni út reglubundið yfir árið. Lagaffe Tales, sem vinnur í hús/teknógeiranum, gaf t.a.m. út þrjár tólftommur í fyrra, undir merkinu BROT, og allar með Felix Leifi. Fjórða platan, með Jónbirni, kom út fyrir stuttu. Falk Records átti fjórar útgáfur en hefur verið að gefa út listamenn frá öllum heimshornum. Í fyrra komu út plötur með rúmenskum og breskum listamönnum en einnig með Pólverja sem er búsettur hér (Milena Glowacka) og Íslendingi, sem kallar sig Dynk (mamma hans þekkir hann sem Þórð Arnarson og takfast teknó hans er undursamlegt).
Nýverið gaf FALK út plötu með Martinu Bertoni, ítölskum sellóleikara sem er gift Íslendingi og býr í Berlín. Möller Records hafa þá verið hinir stöndugustu í árafjöld, gáfu út nokkrar plötur á síðasta ári og tvær eru komnar á þessu ári, með Bistro Boy og Andartaki. Möller-maðurinn Árni Grétar fór þá hamförum á síðasta ári með útgáfu sína Móatún 7 og hefur gefið út 40 sjötommur undir því merki, á síðasta ári og þessu! Árni er hamhleypa til verka og rekur líka merkið Intellitronic Bubble ásamt Lee Norris og gefa þeir út tíutommur í takmörkuðu upplagi.
Nýtt merki, Nordic Voyage, hóf þá starfsemi í ár og Exos byrjaði með Planet X-útgáfuna í fyrra. Ég nefni líka bbbbb records, Sweaty Records, Extreme Chill Files, Eyewitness inc., LAHAR, Thule, Æ Records og metnaðarfulla útgáfu President Bongo í gegnum Radio Bongo. Verð líka að nefna hina frábæru sveit TRPTYCH sérstaklega, sem gefur út í gegnum itsuka-merkið. Öll eru þessu merki virk í dag. Rík starfsemi og vonandi er ég að gleyma einhverju.
Dægurtónlistargeirar eru mismunandi og hvað sýnileika varðar er oft um eðlismun að ræða. Merkin sem hér hafa verið talin upp eru ekki að flagga sér, troða sér í umfjallanir eða slíkt. Áhersla er einfaldlega á að búa til rás til að koma sköpun á framfæri. Raftónlistargeirinn hefur alla tíð verið tæknisinnaður ef svo mætti segja og allur heimurinn er varnarþing hans. Plötur eru oft gefnar út í Evrópu þar sem þær ferðast ekki út fyrir klúbba og DJ-menningu viðkomandi landa, lög og plötur lúra einatt á Bandcamp eða Soundcloud og tónlistin er þess eðlis að hún þolir illa dagspilun í útvarpi. Auk þess eru þeir sem á bak við tónlistina standa oft „andlitslausir“, baksviðsmenn og græjugaurar sem trana sér lítt fram. Það þarf áreynslu ætli maður að finna efnið, hvað þá að fylgjast með, en þeir sem eru á annað borð að slægjast eftir þessu vita hvar efnið er að finna.
Þá vitið þið það. Og þó að viss huliðshjálmur liggi yfir þessari senu er uppgangur og útbreiðsla íslenskrar dans/raftónlistar í fullum gangi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012