Viðtal: Sissel
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 23. nóvember.
Jólastjarnan okkar
- Hin norska Sissel er ein af jólagestum Björgvins í ár
- Hefur sótt Ísland heim margsinnis og einatt fyllt Hörpu upp í rjáfur
- Hún hefur sungið með meðal annars Placido Domingo og José Carreras
Já, ég segi „okkar“ þar sem þessi heimskunna söngkona hefur verið aufúsugestur hjá Íslendingum undanfarin ár og sungið fyrir þá fjölda jólatónleika. Sissel Kyrkjebø er alger risi í heimalandi sínu hvar hún hefur selt plötur í milljónavís og er hún talin ein fremsta „bilbrúunar“-söngkona heims en sá geiri, „classical crossover“, telur listafólk eins og Josh Groban, Il Divo, Sarah Brightman og fleiri þar sem poppi og klassík er blandað saman. Sissel hefur annars snert á alls kyns stílum og varð ofurvinsæl í Noregi í upphafi tíunda áratugarins. Upp úr 2000 hóf hún að herja á Ameríkumarkað með góðum árangri og hefur henni ekki fallið verk úr hendi að heita má síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í Noregi með samnefnda breiðskífu árið 1986, þá á sautjánda ári. Aðeins ári síðar kom svo jólaplatan Glade jul út og seldist hún í tæplega hálfri milljón eintaka, eins og frumburðurinn reyndar.
Í stuði
Það var því ánægjulegt að fá ríflega hálftíma Zoom-spjall við þessa heimsþekktu söngkonu. Bergen er heimaborg hennar og á skjánum var glaðlynd kona, kirfilega niðri á jörðinni um leið og hún var einfaldlega í „stuði“. Á bak við hana var skandinavískur viður, líkt og í kvikmyndasetti, og forláta lopapeysu var hún í líka, nema hvað. Við hlógum að þessu.
„Ég bý núna í litlu þorpi sem heitir Hov,“ segir Sissel. Þessu skýtur hún inn á meðan við ræðum aðeins um Bergen, þar sem hún fæddist. Blaðamaður hefur blessunarlega komið tvisvar í þann fína bæ og sú staðreynd þokaði þessari stafrænu tengingu okkar Sissel í lífrænni áttir mætti segja. Henni þótti ekki leiðinlegt að heyra af þeim heimsóknum mínum. „Ég ólst upp í Bergen. Hov er í miðju landi, þannig lagað, og ég sakna stundum hafsins. Lyktarinnar af hafsaltinu.“ Sissel teiknar þetta allt upp með höndunum og ég deili með henni upplifun minni af því að búa í Berlín, þar sem hafið var víðsfjarri. „Það er vissulega samkeppni á milli Bergen og Osló,“ segir Sissel og hlær við, þegar ég spyr hana út í tónlistarmenningu borganna. „Bergen hefur alltaf verið mikil tónlistarborg og það er mikið Bergen-stolt í gangi.“
Við ræðum lítið eitt um uppvöxtinn, hvar Sissel kynntist alls kyns tónlist, veganesti sem hún tók með sér inn í ferilinn. Við pælum saman, spjöllum um sannferðugheit og ástríðu. En ég stenst hins vegar ekki mátið að hrósa henni fyrir viðinn, þann sama og við hlógum að í blábyrjuninni. „Já,“ segir hún, ögn æst, sýnilega fegin að vera ekki alltaf að reifa sömu söguna. „Ég sit eiginlega inni í gamla búrinu, þar sem maturinn var geymdur í gamla daga. En engar áhyggjur minn kæri, það eru engar kjöttægjur hangandi hér aftan við mig (hlær).“ Ég þakka henni kærlega fyrir það, og að hún sýni mér þá kurteisi að gefa mér ekki viðtal innan úr gömlu matarbúri. Það er hlegið enn meira. Magnað að fylgjast með henni í raun (ég tók aldrei myndviðtöl í gamla daga, eðlilega. Bara í gegnum síma) og hún svona kastar aftur höfðinu reglulega þegar hún hleður í hláturroku. Sem er giska oft.
Úr „norðri“
Sissel segist ekki endilega líta á sig sem einhvern sérstakan fulltrúa norrænnar tónlistar, það fari samt eftir því hvað hún sé að gera tónlistarlega hverju sinni. „Ég er stolt af því að vera frá Bergen og Noregi (brosir kankvíslega, með vísan í tal hennar um Bergen-stoltið). Og ég er stolt af því að vera úr „norðri“ (leikræn áhersla og hún setur hendur upp í loft/norður). Mér líður alltaf vel í hinum norrænu löndunum. Finnst ég vera heima, finnst ég vera partur af þessu öllu saman.“ Ég stríði henni: „Og þú sagðist vera frá … Bergen var það ekki?“ Hún tekur bakföll af hlátri og þetta er að verða að fínasta hálftíma. Viðtöl eru misgóð, trúið mér góðir hálsar og lesendur! Þetta er skemmtilegt!
Sissel hefur verið iðin við útgáfukolann að undanförnu, sérstaklega hefur verkefnið Reflections verið áberandi. „Já, það tók tímann sinn,“ segir hún hugsi. „Hugmyndin var einföld upphaflega. Væri ekki gaman að gera plötu, tileinkaða eiginmanninum, fulla af ástarlögum? Ég fór að leita að þannig lögum og þau urðu alls konar. Hamingjurík, melankólísk, þunglyndisleg, allur skalinn. Ég var komin með 100 lög á lista.“ Árið 2019, árið sem hún varð fimmtug, gaf hún út eitt nýtt lag í viku hverri og var lögunum svo safnað saman á fimm plötum. Og síðan þá hafa plöturnar streymt út, stuttskífur og meira að segja ný jólaplata árið 2022 (Winter Morning).
„Reflections-lögin náðu svo óvart inn í covid-19-faraldurinn,“ útskýrir Sissel. „Verkefnið átti alltaf að vera með svona „velkominn í minn heim“-brag með gagnvirkni í gegnum netið og slíkt en ég veit að margir aðdáendur urðu líka glaðir að geta notið tónlistarinnar í þeim einmanaleika sem fylgdi faraldrinum.“
Jólin hugga
Sissel er ýmist að taka upp eða troða upp, skipting sem er henni vel að skapi. „Þegar þú ert á sviði þá færðu viðgjöfina strax eða um leið og þú gefur af þér. Í hljóðverinu, það er eins og að vera í búblu einhvern veginn. Ég þarf stundum að ímynda mér að það séu áheyrendur. Ég meira að segja býð vinum og kunningjum í hljóðverið til að magna upp þá stemningu. Ég skipa þeim að setjast í sófann í tækniherberginu og horfa á mig syngja svo þetta verði auðveldara fyrir mig (hlær hátt og baðar út öngum).“
Það er komið að lokum viðtals. Sissel segist vera að æfa fyrir jólatónleika en auk þess sé hún að fara að semja nýja tónlist fyrir plötu sem er áætluð til útgáfu á næsta ári. Ég segi henni núna – og ef ekki núna hvenær þá – að ég sé mikill jólatónlistaráhugamaður. Áhugi sem ágerist með hverju ári. Sissel kinkar samþykkjandi kolli yfir þessum játningum, í svip hennar blanda af aðdáun og meðaumkun gagnvart aumingja manninum. Hún fer svo að tala, íbyggin: „Önnur platan mín var einmitt jólaplata. Af hverju ég geri svona mikið af þessu spyrðu? Hmmm … sko, ég syng mikið af jólatónleikum og geri þannig plötur og það sem ég elska við þetta eru allar þessar minningar sem eru fléttaðar inn í jólatónlistina. Hún er svo fallega angurvær stundum. Þetta er tónlist sem gefur gleði, frið og huggun, þetta er tónlist sem nærir … og kemur svo alltaf aftur til okkar. Einu sinni á ári! Er hægt að hugsa sér það betra?“
Sissel Kyrkjebø kemur fram á tónleikunum Jólagestir Björgvins 2024: Kveðjutónleikar sem fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 21. desember. Miðar fást á tix.is.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Rapp Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012