son of albert

Jæja, þá lagðist ég loks til atlögu við þessa plötu. Á hana rakst maður tíðum í plötubúðum á Íslandi í kringum útsölurnar, jafnan merkt 99 kr. límmiða. Ég hef, einhverra hluta vegna, hugsað til hennar reglubundið og ég vildi að ég hefði djúpsálfræðilegar skýringar á því af hverju svo er.

Umslagið var, man ég, þægilegt viðkomu. Matt og hrjúft og já, “artí”. Titillinn er í sama gír og alvarleg myndin tengir inn á þetta menntapopp sem var móðins c.a. ’85 – ’90. Peter Gabriel ára yfir. Ég ímyndaði mér því alltaf að tónlistin væri á þeim nótum. Höfugt, spekingslegt og ambient-legið gáfumannapopp a la sólóplatan hans Robbie Robertson, og Daniel Lanois við takkaborðið. Það er líkast til þessi grunur, að poppblaðra eins og Ridgeley væri í tónlistarlegri djúpsjávarköfun, sem hefur haldið þessum áhuga við öll þessi ár. Gæti það verið að eitthvað væri spunnið í plötuna? Falinn fjársjóður? Eða hláleg meðhöndlun á þessu poppformi sem fengi mann til að kíma rækilega? Allt saman spennandi … en það sem síðan kom úr hátölurunum, maður lifandi…

Tónlistin er gerilsneytt, andvana fætt, hárþungarokk! Eins og David Lee Roth á mjög slæmum degi. Hljómurinn kuldalegur, fráhrindandi og allur úr lagi einhvern veginn. Hrein hörmung. Ég hefði reyndar átt að hafa vit á því að renna í gegnum lagatitlana: “Flame”, “Big Machine”, “The Price of Love”. Ég hlustaði á þrjú lög og hætti svo … ég ætla ekki “inn” aftur. Kvartaldarleyndardómi hefur loks verið upplokið. Hvað gerir maður ekki fyrir fræðin. Sjííííí…

Ridgeley hefur það annars fínt í Cornwall með eiginkonu (fyrrum Banarama), fer á brimbretti og golfar. Og virðist sama um þennan myllustein … en nálægt tónlist hefur hann þó ekki komið síðan.

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: