10308069_10152190773757713_6870100967447415445_n

Sit hér í sloti mínu í Edinborg og hripa þessi fátæklegu orð í gömlum svörtum leðursófa með forláta hæfæ græjur mér við hlið. Á enn forlátari plötuspilara rúllar jafnvel enn forlátari gripur; vínylplatan Til þeirra er málið varðar með selfyssku pönksveitinni Elínu Helenu. Platan barst mér í pósti í dag og hún var ekki handónýt, stundin er maður reif utan af henni stóreflis pappaumgjörðina. Þið þekkið þetta, fálmkenndar og pirrandi sekúndur þar sem maður glímir við límband og að manni finnst, endalaust lag af pappa; spenntur, glaður og pirraður í senn.

Ég fíla smekklegt látleysið. Ekkert deluxe 180 gr. rugl heldur einfalt, matt umslag, þunnar nærbuxur þar sem er að finna svarthvíta myndaröð a la þessar þungarokksplötur sem maður keypti á níunda áratugnum og svo er átján lögum troðið á tvær hliðar. Rósin í hnappagatinu eru svo sjálfir plötumiðarnir, rauður á A-hliðinni og gulur á B-hliðinni. Smekklegt, eins og segir.

Tónlistin er snaggaralegt keyrslu- og stuðpönk með grallaralegum textum og söngurinn skemmtilegur; ákafur og öskrandi og maður hefur á tilfinningunni að í hverju lagi séu að minnsta kosti þrír söngvarar að reyna að yfirgnæfa hvern annan. Töff.

Það vill svo til að ég ritaði dóm um fyrstu útgáfu Elínar fyrir einum ellefu árum síðan. Hann má lesa hér. Tékkið líka á Fésbókarsíðu piltanna.

En nú dreg ég mig í hlé í bili. Elín búin að rúlla af krafti lungann af kvöldi og Lou gamli Reed tekin við.

Góðar stundir…

10157364_10152161820802713_1498114782074352662_n

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: