bbbbbbbbbbbbbbbbbb

Pönkararnir ógurlegu í Leiksviði fáránleikans læddu frá sér nýrri plötu á dögunum, Spilliefni. Hljómsveitin mun leika efnið á Gauknum þann 5. desember m.a. og hægt er að fylgjast með virkni á því sviðinu á fésbókarsetri sveitarinnar.

Mikið meira er ekki um það að segja, enda upplýsingar frá þessari dularfullu hljómsveit á nánast engu strái. En mælt með þessu get ég, var seldur fyrir kvartöld er ég heyrði hið frábæra lag “Hanaat”. Við þurfum svona bönd.

Það er Synthadelia sem gefur út og hér er hlekkur á bandcamp-síðu plötunnar. Þessi merka útgáfa hefur og verið dugleg við að halda stafrænt utan um góða og gegna íslenska tónlist og Geislaveisla með hinni meistaralegu sveit Stjörnukisa var að bætast í þann sarp á dögunum. Tékkið endilega á Synthadelia Records…

 

 

Tagged with: