reptilicus_t_20-4-13_sami_heiskanen

Ljósmynd/Sami Heiskanen

 

Snæddi hádegisverð með gömlum vini úr senunni ef svo má segja, Guðmundi Inga Markússyni úr stórsveitinni Reptilicus. Tilefnið var m.a. útkoma nýrrar plötu, Music for Tectonics, sem inniheldur verk sem flutt voru á samnefndri tónlistarhátíð árið 2013.

Upplegg plötunnar er sérstakt, eins og Reptilicus er von og vísa reyndar, en þeir Guðmundur og Jóhann Eiríksson, sem sveitina skipa, hljóðrituðu aðra listamenn á hátíðinni fram að sínum tónleikum og endurskópu/endurunnu tónlistina með sínum hætti. Þessa vinnu kölluðu þeir „Re:Written“ og frekari hljóðversvinna átti sér svo stað vegna plötunnar.

Reptilicus hefur nú verið starfandi í meira en kvartöld og hefur alla tíð keyrt út að hengiflugi þess sem má í tónlistinni. Einstök sveit sem á sér engan sinn líka – hvort heldur hér á landi eða annars staðar. Segi og skrifa það.

Allar frekari upplýsingar, um hvernig nálgast má verkið, er að finna hér.

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: