Rýnt í: Arnar Guðjónsson

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 13. mars, 2021.
Höfgi bundin listasmíð
Hinn fjölsnærði Arnar Guðjónsson hefur unnið náið með franska heimildarmyndagerðarmanninum Thierry Robert undanfarin ár og tónsett þó nokkrar myndir eftir hann.
Arnar Guðjónsson er óþarfi að kynna í löngu máli. Rokkstjarna með Leaves og Warmland, upptökustjóri með stóru U-i, sólótónlistarmaður og margt margt fleira. Eitt af því sem hann hefur sinnt af krafti undanfarin ár er samning tónlistar við myndir franska leikstjórans Thierrys Roberts en sú nýjasta tekur á svefni og svefnleysi. Upplýsingar um þennan þátt í glæstum ferli Arnars eru af skornum skammti og því ákvað pistilritari einfaldlega að slá á þráðinn til nafna síns og Laufskáladrengs: „Þetta eru nú orðnar fimm myndir,“ segir Arnar en þær eru L’homme qui voulait plonger sur Mars (2017), Dream Babies (2017), France terres sauvages: La forêt (2019) og svo sú nýjasta, Dormir à tout prix (2020) sem er í sérstökum fókus hér. Arnar nefnir svo fimmtu myndina en tónsporið fyrir þá mynd er styttra en í nefndum myndum en mun engu að síður koma út. „Og svo er þriggja þátta sería í vinnslu líka sem ég var að hefja vinnu við.“
Arnar segir að hann hafi síðan gefið þetta efni út eins og um plötu eftir hann væri að ræða. Gengið er frá umslagshönnun í þeim anda og svo er hægt að nálgast plöturnar á helstu streymisveitum.
Arnar segist njóta þess mjög að vinna með Robert. Hann sé metnaðarfullur og berjist fyrir því að myndir hans státi af vel unnu tónspori. Þetta sé óvanalegt í heimildarmyndagerð þar sem fólk freistist oft til að sækja í þar til gerða tónlistarbanka til að fylla út í hljóðmyndina.
„Robert kemur hins vegar til mín þegar ég er að fullvinna tónlistina og leggur gjörva hönd á plóg. Við náum vel saman og það er gott flæði í vinnunni. Það er bæði dýrmætt og gefandi. Ég hef prófað hitt, að vinna með leikstjóra þar sem þessu var ekki að heilsa og þá verða hlutirnir erfiðir og stífir.“
Kvikmynda- og sjónvarpstónlist þarf jafnan að taka mið af þeim myndfleti sem hún á að styðja við en Arnar segir að listræn útrás sé engu að síður innifalin í pakkanum. „Kosturinn er að maður er leiddur í tilbúinn sandkassa sem maður fær svo að leika sér í. Hljóðpallettan sem ég bý til tekur því mið af einhverjum punkti, hefur eitthvert viðnám í stað þess að vera alveg opin líkt og þegar maður fer í sjálfstæðar sólóplötur.“
Hann segist vel vera til í að gera meira af þessu og sjái fyrir sér að hann snúi sér oftar að þessu þegar poppinu fer að sleppa. Og hann er æðrulaus gagnvart framtíðinni. „Ég væri t.d. alveg eins til í að gera tónlist við leiknar kvikmyndir en það er alls ekkert metnaðarmál. Mér er sama hvar tónlistin mín endar, þannig séð, svo fremi sem hún er mín.“
Arnar býr yfir persónulegum stíl í þessari tónlist sinni sem má að einhverju leyti rekja til fortíðar hans sem er æði fjölskrúðug. Hann getur leitað í dauðarokkspott, melódíska skjóðu og listrænan soðning jöfnum höndum. Dormir à tout prix opnar t.d. með „Awake or Asleep“ hvar heyra má óþægilegt hljóð, líkt og tuttugu manns séu að strjúka fiðluboga við trommudiska á sama tíma („ég var að hugsa um þetta furðulega svefnrofsástand,“ segir Arnar). Platan, sem samanstendur af ellefu hlutum, snertir svo á ýmsum tónrænum þáttum, er naumhyggjuleg og transbundin, falleg og melódísk, ógnvænleg jafnvel og undurfurðuleg. Andinn fylgir hér efninu og það bókstaflega.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland HAM Harpa Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Morgunblaðið múm Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist valtari íslensk tónlist íslenskur plötudómur þjóðlagatónlistUmræðan
- wireless on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- https://lovetoy.vn/ on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Þorvaldur Daði on Rýnt í: Þóri Georg
- Brynhildur Valgeirsdottir on Plötudómur: Arnar Guðjónsson – Grey Mist of Wuhan
- Hildur Skarphéðinsdóttir on Pælingar: by:Larm og Norrænu tónlistarverðlaunin
- guiflithong.xyz on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Ingimar Neinei Bjarnason on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
- clash of clans hack apk download for android no survey,clash of clans hack apk 7.65.5,clash of clans hack download 2015,clash of clans hack download free,clash of clans hack tool download no survey,clash of clans hack download android,clash of clans hack on John Carpenter heldur tónleika í fyrsta sinn … og það á ATP á Íslandi!!!
Safn
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012