coxcombs photo

Vinur minn í Kaupmannahöfn, Elliði Tumason (sjá m.a. hér) sendi mér plötu á dögunum með hljómsveitinni The Coxcombs sem hann og vinir hans eru að gefa út í gegnum nýstofnað útgáfufyrirtæki sitt, Future City Devils Island (púff…, þetta var löng setning). Um er að ræða dásamlega skítugt og brjálæðislegt sýrubílskúrsrokk en sveitin er frá Houston, Bandaríkjunum og er nokkurs konar hliðarverkefni Indian Jewelry sem er stóreflis hávaðasveit frá sömu borg og tilheyrir hún ríkri „noise“-senu sem þrífst þar með miklum ágætum.

Með plötunni, sem heitir hinu dásamlega nafni Reeking Havoc, fylgdi fréttatilkynning þar sem m.a. má finna þessa snilldarlýsingu sveitarinnar á innihaldinu; „a set of quick, evil, rock songs“. Ekki skemmdi þetta þá fyrir: „Recommended if you like: Chrome, Swell Maps, Roky Erickson, Samhain, the Fall, Butthole Surfers.“ 

Ég varð reyndar það gagntekinn að ég hripaði niður ördóm, ætluðum að hjálpa til við að breiða út fagnaðarerindið. Elliði er líkast til að ná í límmiðana úr prentun í þessum töluðu orðum. 
“Future City Devils Island is a new Copenhagen record label that is a force to be reckoned with, if their first release is anything to go by. Reeking Havoc is a brilliantly dirty scuzz-rocker from Houston’s The Coxcombs (comprised of members from the famed Indian Jewelry) which takes no prisoners. No, seriously! More please and as soon as possible!”
-Arnar Eggert Thoroddsen, journalist and PhD researcher at the University of Edinburgh
Tagged with: