Bubbi: Tónleikaumfjöllun
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 26. ágúst, 2017
Bubbi…á meðal manna
Bubbi Morthens kynnir nú plötu sína Túngumál af krafti með tónleikum úti um allar þorpagrundir. Pistilritari greip hann glóðvolgan á Dillon nú á þriðjudaginn.
Það var svona „látið orðið berast“ andi yfir Bubba-tónleikunum á Dillon nú á þriðjudaginn. Bubbi setti inn stöðuuppfærslu á Fésbókina upp úr hádegi þar sem hann minnti á tónleikana og maður varð var við að fólk fór að bregðast við í nærumhverfinu. Nokkrir vinir „lækuðu“ og ég ákvað þá og þegar að smella mér, kíkja aðeins á kappann. Og það var sem mig grunaði, það komust bókstaflega færri að en vildu, efsta hæðin á Dillon algerlega smekkfull. Samsetning áhlýðenda var einnig athyglisverð. Þarna voru gamlir hundar frá pönkárunum, hökustrjúkandi popppennar eins og greinarhöfundur en einnig kornungar stúlkur sem kölluðu eftir óskalögum. Merki um þá breiðu skírskotun sem tónlist Bubba hefur en líka um þá stöðu sem Bubbi er kominn í. Þjóðardjásn og lifandi goðsögn, eitthvað sem festist æ betur í sessi með hverju árinu. Ein, tvær setningar á Fésbók upp úr hádegi og staðurinn troðfullur klukkutímum síðar!
Ég hef líka fundið fyrir spennu og áhuga vegna nýútkominnar plötu hans, Túngumál. Bubbi dælir út efni, svo mikið er víst, og gæðastaðallinn er óvenjuhár, sérstaklega ef miðað er við útgáfutíðnina. En það er eitthvað alveg sérstakt í gangi á Túngumáli og fólk hefur brugðist við því, einfaldlega af því að það hefur fundið sig knúið til þess. Hinn geðríki Guðmundur Andri, snilldarpenninn sá, skrifaði afskaplega fallega færslu á dögunum um plötuna og kjarnaði þar margt af því sem fólk hugsar: „Hún er sunnanþeyr. Þar er ekki lognmolla heldur næringarrík hafgola. Þegar maður hlustar umlykur mann hlýjan, í hljómnum, mjúkum gíturum, röddinni, skáldskapnum, í mildri einlægninni. Þetta er Bubbi vinur okkar, skáldið okkar, sem hér hljómar.“
Eins og segir, staðurinn var troðinn og ég sá lítið til, gat greint Bubba með því að gægjast yfir barborðið og fyrir horn einhvern veginn. En tónlistin fyllti fallega upp í allar glufur. Og það var yndislegt að heyra þessa frábæru plötu spilaða af höfundinum. Allt rann þetta blítt og vel, nefni „Tunga svipunnar“ sem var sérstaklega hrífandi og í „Ég hef enga skoðun“ fékk hann salinn til að syngja með í viðlaginu. „Skýin hafa vængi“ er líka frábært, háa falsettan algjör snilldarpunktur yfir i-ið. „Cohen blús“ var magnaður en best var „Skilaðu skömminni“, ekki bara vegna nístandi textans heldur er lagasmíðin sem slík afar áhrifamikil, það er ekki hægt annað en að staldra við og hlusta.
Tónleikunum lauk svo með ábreiðu á „Love will tear us apart“ með Joy Division en einnig kom Nina Simone við sögu og svo skemmtilega nýstárleg útgáfa af „Stál og hnífur“.
Menn eins og Cash og Cohen sendu frá sér sláandi verk á síðari hluta ferilsins og Cave er að sama skapi að búa til hrífandi tónlist, þá tónlist sem er bara hægt að gera þegar menn eru komnir á aldur. Það er styrkjandi værð og lifuð reynsla bundin í Túngumál og spennandi að sjá hvernig mál munu þróast næstu árin hjá þessum mikla meistara.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012