David Bowie: Af kamelljóni…
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 9. mars, 2013]
Ekki dauður enn
• Ný hljóðversplata með David Bowie kemur út á mánudaginn eftir tíu ára hlé
• Fjölmiðlafárið vegna þessa er gríðarlegt en Bowie þögull sem gröfin
Viðkvæðið ofnotaða „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ á ágætlega við þegar maður rifjar upp gleðifréttirnar sem bárust þann 8. janúar síðastliðinn, á 66 ára afmælisdegi meistara Davids Bowie. Hann fagnaði þeim merkisdegi með því að dúndra út nýju lagi og myndbandi og tilkynna um leið nýja hljóðversplötu sem kemur út núna á mánudaginn, eftir tvo daga. Ekki hafði heyrst í Bowie í tíu ár og menn veltu því raunverulega fyrir sér hvort hann væri hættur tónlistarsköpun með öllu. Slíkt hefði þannig séð ekki komið á óvart, en vegir Bowie hafa alla tíð verið órannsakanlegir og er hann líkast til erfiðasta viðfang sem poppfræðingar heims hafa komist í kynni við. En það gefur þá augaleið að þetta útspil hans var eins líklegt líka. Upplýsingar um þetta mál allt voru afar naumt skornar í janúar en hitt og þetta hefur verið að safnast upp á síðustu tveimur mánuðum. Bowie sjálfur hefur ekki látið hafa eftir sér eitt aukatekið orð og miðlar hafa því herjað á samstarfsmenn hans af miklum móð.
Leynd
Því hefur verið fleygt að Bowie sé mikilvægasti listamaður Breta á eftir Bítlum og Stones en líkast til eiga þannig hártoganir lítt við. Bowie er algerlega einstakur dægurtónlistarmaður, sannkallaður risi ef svo má segja. Og eðlilega er það svalt af okkar manni að segja ekki neitt, maður sér hann nánast fyrir sér glotta eilítið við tönn yfir þessu öllu saman. En fárið, Guð minn almáttugur! Uncut birtir tíu síðna úttekt á plötunni, The Next Day, sem er í raun einn stór dómur með aukaefni, stuttum viðtölum við samreiðarmenn og -meyjar. Öll önnur blöð eru með sambærilegar úttektir og öll hafa þau þurft að takast á við þá staðreynd að ekkert kemur frá risanum sjálfum. Í upphafi var Tony Visconti, upptökustjóri, málglaðastur og greinilegt að Bowie hefur lagt blessun sína yfir málfrelsi nokkurra útvalinna. Visconti segir að platan hafi verið tekin upp með mikilli leynd á tveggja ára tímabili, í nokkrum törnum. Bowie lagði niður grunna á tveimur vikum með Visconti og fleirum þar sem Visconti spilaði á bassa og Bowie á hljómborð. Bowie hefði svo látið sig hverfa í einhverja mánuði og leyft lögunum að liggja í salti. Þegar maður les upplýsingar um meðspilara á plötunni poppa ýmisleg kunnugleg nöfn upp og greinilegt að Bowie hefur ákveðið að reiða sig á þá sem hann þekkir. Gail Ann Dorsey, Earl Slick, Tony Levin, Sterling Campbell, allt er þetta fólk sem hefur starfað náið með Bowie síðustu áratugi.
Meira?
Ég ætla ekki að tjá mig mikið um sjálfa tónlistina þar sem platan er ekki komin út en tvær smáskífur eru það hins vegar, „Where Are We Now?“ og „The Stars (Are Out Tonight)“ og þær lofa góðu verður að segjast; fyrra lagið djúpspök og leitandi ballaða sem sekkur inn í mann jafnt og þétt, síðara lagið er ágengara og meira grípandi en yfir því einhver firringarbragur sem aðeins Bowie getur töfrað fram (og er hann undirstrikaður frekar með uggvekjandi myndbandi). Flestir miðlar hafa þegar birt dóma um plötuna og eru þeir allir á einn veg: Meistaraverk. Mikið hefur síðan verið hamast í Visconti um mögulegt tónleikaferðalag en slíkt virðist ekki vera í spilunum. Hann hefur hins vegar upplýst að 29 lög voru hljóðrituð (þess má geta að „deluxe“ útgáfa inniheldur þrjú aukalög og japanska útgáfan fjögur).
Visconti hefur látið að því liggja að eitthvað af þessum lager verði nýtt á aðra plötu. Menn muni jafnvel bregða sér í hljóðver áður en árið verður á enda. Já, það er að sönnu stjörnubjart í Bowie-heimi um þessar mundir!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012