Erlenda plötuárið 2014: Konur, drungi og hangsarar
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 3. janúar, 2015
Erlenda plötuárið 2014
• Að setja saman ársuppgjör er kvíðavaldur hinn mesti
• En það er til lausn!
Ég hef alltaf borið gerðarlegan kvíðboga fyrir svokölluðum ársuppgjörum í tónlist, þar sem manni er gert að setja saman númeraðan lista yfir það sem hæst bar á plötuárinu. Stöðu minnar vegna þurfa listarnir nefnilega að líta út fyrir að ég sé nú með puttann á púlsinum og í raun mikilvægara að þar væri plata með „samþykktum“ listamanni heldur en einhverjum sem ég kynni að meta „upp á mitt eindæmi“. Sólóplata Marks Knopflers viki því ætíð fyrir einhverjum eitursvölum hipsterum. Fyrir nokkrum árum breyttist þetta hins vegar. Hvað veldur veit ég ekki nákvæmlega. Aldur, reynsla, þroski. Mér fór einfaldlega að standa mjög svo þægilega á sama og eyði litlum tíma í vangaveltur hvað þetta varðar í dag. Og boginn er á bak og burt. Þegar ég er beðinn um þetta í dag hendi ég því fyrsta sem mér dettur í hug inn á listann, í hæfilega úthugsaðri röð getum við sagt. Hlustunin er þó sem fyrr gegndarlaus árið um kring (og eykst ef eitthvað er) en ég hef einfaldlega hent „excel“-hugsunarhættinum út. Ég sendi meira að segja tvo mismunandi lista frá mér á tvö mismunandi blöð þetta árið. Og það er pottþétt að þar gleymdi ég einhverri merkisplötunni. Svona er maður nú orðinn flippaður á gamals aldri.
Hlustunarátak
Að þessu öllu sögðu langar mig til að fara aðeins yfir erlenda tónlistarárið. Plássins vegna ætla ég að einbeita mér að þremur sviðum ef svo má segja og við byrjum á því kvenlæga. Á þessu ári fór ég nefnilega í meðvitað hlustunarátak (sjá grein mína „Hitt kynið“, 4. október 2014 og „Hinn karllægi tónlistarheimur“, 7. desember 2013, báðar í Morgunblaðinu). Hvort árið var óvenjugott að því leytinu til eða bara vegna þess að ég þreif testósterónið úr eyrunum, var margt af því besta sem ég heyrði í ár úr ranni kvenna. Ef byssu væri beint að mér og ég krafinn um plötu ársins myndi ég segja Are We There með Sharon Van Etten, já, það allra besta sem ég heyrði í ár. Platan óx innra með mér hægt en örugglega (eins og meistaraverkin gera einatt) og þetta er frábær plata, tilfinningaþrungin og sláandi, svo ég fari með lýsingarorðin í hæstu hæðir.
Þá vil ég nefna samnefnda plötu Warpaint sem kom út snemma á síðasta ári en það er eins og hún hafi hreinlega dottið á milli þilja í ársuppgjörunum. Heilsteypt og um hana leikur öryggi þess sem veit upp á hár hverju hann vill ná fram. Lykke Li og Angel Olsen áttu líka stórgóð verk, sem og Kate Tempest, rapparinn/orðlistamaðurinn knái frá Lundúnum.
Fagurgróinn drungi
Færum okkur yfir á hið sveimkennda, dumbungslega, nánast gotneska svið dægurtónlistarinnar sem hefur verið nokkuð móðins að undanförnu. Sumarið 2013 skrifaði ég um þessa ljúfsáru bylgju og talaði um listamenn eins og James Blake og þá allra helst Majical Cloudz, sem velta sér upp úr fagurgrónum drunga. Frábært verk af þessum toga, Loor, var gefið út á síðasta ári af Kemper Norton. Platan verkar eins og sveimskotin vögguvísa og hangir einhvers staðar á milli svefns og vöku. Svipaða sögu má segja um Ruins, tíundu plötu listakonunnar Grouper; nýgotneskt, handanheims-meistarastykki. Ein af allra bestu plötum síðasta árs var svo Too Bright með Perfume Genius, mögnuð plata þar sem fara epískar en um leið einlægar rafballöður sem éta sig inn að beini. Arthur Russell, Billy MacKenzie og John Grant eru sálarbræður þessa mjög svo hæfileikaríka drengs.
Að lokum nefni ég endurkomu „hangsaranna“, en plötur Mac DeMarco og The War on Drugs voru algjört fyrirtak, hljóma eins og litlu bræður J. Mascis hafi ákveðið að henda í plötur (skjótum líka Ty Segall og Ariel Pink hér að, þó þeir séu ekki á nákvæmlega sama spori). Þessar plötur T.W.O.D. og Demarco ferðast um sama svið og plata Kurts Vile frá árinu 2013 (sem var ein merkasta plata þess árs) og ég á erfitt með að útskýra hvað það er nákvæmlega sem er svona heillandi við þessi verk. Á stundum er þetta svo kæruleysislegt og bakgrunnslegt að þetta er eiginlega of auðvelt en að sama skapi rúllar þetta svo fullkomlega að maður er varnarlaus. Og það er auðvitað galdurinn. Ef þetta er gott þá er þetta gott. Sjáumst hress á þessu ári, gott fólk, og takk fyrir að lesa. Meiri tónlist, meiri gleði, nú sem endranær!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012