Eurovision 2021: Spáð og spekúlerað
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 22. maí, 2021.
Rimman mikla í Rotterdam
Ó, hvílík gleði, Eurovision í kvöld! Gleði, hlátur, samvera, þjóðarstolt og grillpinnar. Hvernig fer þetta eiginlega? Og það sem meira er um vert, hvernig er þetta eiginlega búið að vera?
Ég var bara að fatta það í vikunni að ég elska Eurovision miklu meira en ég hélt. Held alltaf að ég sé svona hálf-áhugasamur, meira út frá blaðamannaskyldu en tónlistarást, en svo þegar þetta fer í gang þá fer ég líka í gang. Fer á fullt! Ég var eiginlega utan radars í upphafi vikunnar, með hugann við verkefnayfirferð í háskólanum, er kollegi minn kær, Helgi Snær, bað mig um að taka keppnina út fyrir laugardaginn. Ég settist því niður á þriðjudaginn, pollrólegur, en eftir sextán umferðir af missturluðum uppákomum var ég seldur enn eina ferðina. Þessi keppni er snilld! Og, eins og ég hef reyndar hamrað á í gegnum tíðina, fyrst og síðast skemmtileg. Gaman, gleði, stuð, afþreying. Það er bara þannig.
Ég er t.d. farinn að fíla sviðsatriðin svo vel. Hvað hægt er að gera með tæknivinnu, hugviti og listrænu innsæi er dásamlegt, einhverjir súrrealískir draumheimar verða lifandi á sviðinu í þrjár mínútur, með vindvélum og sprengingum, flöktandi á milli hreinnar maurasýru og einlægrar fegurðar. Það er eitthvað þægilegt við þennan rússíbana, eitthvað bernskt jafnvel. Það er hægt að hlæja, hneykslast og hnussa en ekki segja að þessi keppni hreyfi ekki við ykkur á einhvern hátt.
Niðurtúr af sýrutrippi
Fyrra undanúrslitakvöldið var harla gott. Litháen henti í gulllitað sprell, Kraftwerk hyllt með flippi bæði og fjöri. Táknrænt upphaf. Það voru restar og rusl þarna innan um samt. Englaruglið frá Noregi fannst mér klént og kýpverska atriðið full glennulegt fyrir minn smekk. Langverst var þó Írland. Ég meina, hvað var í gangi eiginlega? Lag sem var eins og slæmur niðurtúr af sýrutrippi og manni leið líkamlega illa við að horfa á þetta. Það er eins og ég hef sagt, Írar eru svo góðir í tónlist að þeir eru líka góðir í lélegri tónlist (þið munið „Rock‘n’Roll Kids“). Það var hins vegar etníska tölvupoppið sem kveikti mest í mér. Aserbaídsjan og „Mata Hari“ var stórkostlegt, Rússarnir með óðinn til rússnesku konunnar var gæsahúð en langbest var Úkraína með gjörsamlega geggjað lag, það besta í keppninni án efa (fyrir utan Daða að sjálfsögðu). Það er eitthvað „x“ í þessu lagi sem verður varla útskýrt með orðum.
Seinna undanúrslitakvöldið var síðra. Sjö lög búin og hvert og eitt algert rusl. Daði og hans fólk kom svo og gerði vel, þetta stíliseraða narðapopp þeirra er bara dásemd og atriðið frábært. Ég fann það að salurinn var með þeim. Þetta kvöld heyrði ég bæði besta lag sem ég hef á ævi minni heyrt (danska lagið) og það versta (Georgía). Ég fæ því miður aldrei þessar þrjár mínútur til baka er Leonard Cohen fátæka mannsins murkaði lífið úr tónlistinni (takk Gísli fyrir myndlíkinguna). En nú fór Eyjólfur að hressast. Albanar með samslátt af James Bond og Austurlöndum, Portúgalar eins og mafíósar í White Stripes-tökulagabandi og Búlgaría með Billie Eilish einlægðarballöðu (og mjög flotta sviðsmynd). Finnarnir klikka svo auðvitað aldrei (Korn! Vel gert!). Lettland setti Beyoncé í þjóðlagabúning, Sviss var æði, Perfume Genius í poppbúningi (flettið þessu upp) og svo Baunarnir. Ég meina, öllum mínum níunda áratugar herðapúðaæskudraumum pakkað inn í lag sem minnti á Miami Vice, Sinclair Spectrum og annað hvert eins smells undur sem ég heyrði í útvarpinu þegar ég var tíu ára. Það er glæpur gegn mannkyninu að þetta lag hafi ekki farið áfram!
Við vinnum þetta!
Örstutt um lögin sem þurftu ekki að keppa. Spánn og Ítalía í ruglinu (eins og venjulega), Bretland ágætt en Þjóðverjar kunna ekki að flippa (nema Guildo náttúrulega). Holland hins vegar með sterkt, ástríðufullt popp og Frakkland frábært, stíll og klassi yfir einslags Piaf-leginni kaffihúsaballöðu.
Kæru landsmenn. Góða skemmtun í kvöld. Gangi ykkur vel með grillpinnana og heimatilbúnu atkvæðaseðlana og fyrir alla muni, njótið skemmtunarinnar í kvöld. Eurovision er snilld! Og auðvitað vinnur Ísland. Tími til kominn. Engar áhyggjur af Gagnamagninu. Eða eins og Bragi frændi sagði, það er enginn sem hefur getað státað af því hingað til að hafa horft á sjálfan sig vinna Eurovision.
Spádómur Arnars!
- Ísland (döh!)
- Úkraína
- Sviss
- Rússland
- Danmörk (viss ómöguleiki, en samt…)
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012