Fife: Vaxtarbroddur skoska poppsins
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. september, 2014
Fræknir félagar frá Fife
• King Creosote og James Yorkston koma frá Fife-héraði í Skotlandi
• Tvær nýlegar breiðskífur þykja afbragð og „skoskar“ mjög
Í gær ákváðu Skotar að vera áfram undir pilsfaldi Elísabetar drottningar fremur en að standa óstuddir í lappirnar. Spurningin „hvað er það að vera Skoti?“ hefur eðlilega leitað á innfædda af beljandi ofsa undanfarin misseri en eitt af helstu náttúruverðmætum Skota, sem mér finnst þeir ekki alveg vera að kveikja á stundum, er hin ríka tónlistarhefð þeirra. Í þessum pistli mun ég því beina ljósi að Fife-senunni svokölluðu og kalla til tvo listamenn sérstaklega, þá King Creosote og James Yorkston. Þessir menn eru einstaklega iðnir við kolann og gáfu báðir út nýjar plötur á dögunum sem hafa verið lofaðar óspart af lærðum sem leikum. Tónlistinni sem kemur frá Fife hefur meira að segja verið gerð skil í bók, Songs in the key of Fife, en um þá samantekt sá skoski útvarps- og tónlistarblaðamaðurinn Vic Galloway. Auk Yorkston og King Creosete átti Beta Band rætur þar og þaðan er KT Tunstall einnig. Galloway einbeitir sér að þessari yfirstandandi senu en þess má og geta að Proclaimers-bræður bjuggu þar um hríð, Ian Anderson (Jethro Tull) fæddist í Fife og Big Country og Nazareth eru þaðan, frá Dunfermline.
Kóngurinn
King Creosete heitir réttu nafni Kenny Anderson. Auk þess að gefa út eigin tónlist rak hann lengi vel Fence Records sem hafði rík og mótandi áhrif á skoska neðanjarðartónlist á tíunda áratugnum og fyrsta áratug árþúsundsins. Anderson hefur gefið út um 40 plötur sem King Creosote, ýmist einn eða í samstarfi við aðra. Vegur hans hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár, hann á t.d. í samstarfi við hið öfluga Domino-útgáfufyrirtæki um leið og hann gefur ekkert eftir hvað listræn heilindi varðar og hefur t.a.m. mjög ákveðnar skoðanir á útgáfumálum. Margar af hans plötum hafa eingöngu verið til á heimabrenndum diskum sem aðeins var hægt að nálgast á tónleikum og þá vann hann „plötu“ sem var aðeins flutt á tónleikum, My Nth Bit of Strange in Umpteen Years. Engar hljóðritanir voru gerðar á henni sem sagt en áhorfendur máttu taka upp kysu þeir svo.
King Creosote varð ögn sýnilegri er frábær plata hans og raftónlistarmannins Jon Hopkins, Diamond Mine, var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna árið 2011. Nýjasta verkefni hans er svo platan From Scotland with Love sem var unnin við samnefnda heimildarmynd en sú mynd var gerð í tengslum við samveldisleikana í Glasgow sem fram fóru í sumar. Platan hefur verið lofuð mjög og einkanlega sú áhersla Anderson að varpa ljósi á það Skotland sem túristarnir kannast ekki við. Haggis, smjörkex og skotapils eru því víðs fjarri. Þess má geta að bræður Anderson eru einnig tónlistarmenn, Ian Anderson (ekki sá er kenndur er við Tull) kemur fram sem Kip Dylan og Gordon Anderson er betur þekktur sem Lone Pigeon og var meðlimur í Beta Band er sú mæta sveit tók sín fyrstu skref.
Söngvaskáldið
James Yorkston hóf ferilinn sem bassaleikari í pönkhljómsveit áður en hann einbeitti sér að því að verða söngvaskáld. Hann vakti fyrst athygli hjá John heitnum Peel eins og svo margir, sem mærði prufuupptöku hans af laginu „Moving up country, roaring the gospel“. Lagið kom út á sjötommu og eitt leiddi af öðru, eftir að hafa hitað upp fyrir goðsagnirnar Bert Jansch og John Martyn hafði Laurence Bell hjá Domino samband við Yorkston og vildi gera við hann plötusamning. Fyrsta plata Yorkston undir því merki kom út 2002 og hefur hann verið á mála hjá Domino síðan. Yorkston hefur unnið með fjöldanum öllum af þekktum tónlistarmönnum, t.d. hafa Simon Raymonde (Cocteau Twins), Kiearan Hebden (Four Tet), Rustin Man (Paul Webb úr Talk Talk, samverkamaður Beth Gibbons) allir tekið upp plötur fyrir hann og hann hefur leikið með listamönnum á borð við Tindersticks, Beth Orton og Lambchop auk þess að vinna með Martin Carthy og hans fjölskyldu, sem er þjóðlagatónlistarfjölskylda Bretlands með stóru þ-i.
Yorkston hefur til þessa gefið út átta breiðskífur og allar hafa þær fengið góða dóma og gott betur reyndar. Það sama á við um nýjustu plötuna, The Cellardyke Recording and Wassailing Society, en hún var tekin upp af Alexis Taylor (Hot Chip).Það verður að viðurkennast að King Creosote og James Yorkston eru nöfn sem fáir eru með á hraðbergi, a.m.k. utan Skotlands. Þeir koma dálítið fyrir eins og þöglir risar, láta verkin tala og ekkert óþarfa pjatt eða pjátur í kring. Ég get hins vegar vitnað um það að þó að þeir félagar séu lítt þekktir á Íslandi og jafnvel annars staðar eiga þeir yfrið nóg af hjartaplássi hjá tónelskum Skotum af ákveðinni kynslóð. Hér njóta þeir mikillar virðingar og með því að vera hreinir og beinir Skotar – ekki ósvipað Arab Strap – hafa þeir ómeðvitað ýtt á ákveðna þjóðarvitund hérna en vitundarvakning gagnvart skoskri tónlist, fremur en breskri, hefur verið í gangi undanfarin fimm ár eða svo, sem meðal annars lýsir sér í tiltölulega nýstofnuðum, skoskum tónlistarverðlaunum. Verst að Salmond hafi ekki haft vit á því að veifa þessu af meiri krafti.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012